Nauðsynleg hjálpartæki tekin af lungnasjúklingum sem leggjast inn á stofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2021 20:54 Ferðasúrefnissían sem sést lengst til hægri á myndinni er tekin af lungnasjúklingum þegar þeir leggjast inn á hjúkrunarheimili. Heimilin eiga að skaffa sjúklingum ný tæki en það er ekki alltaf gert vegna fjárskorts. Vísir/Egill Nauðsynleg hjálpartæki fyrir lungnasjúklinga eru tekin af þeim þegar þeir leggjast inn á hjúkrunarheimili. Mörgum eru ekki útveguð slík tæki af hjúkrunarheimilum vegna fjárskorts og verða félagslega einangraðir fyrir vikið. Hjálpartækin nefnast ferðasúrefnissíur og reyndust bylting í lífi lungnasjúklinga. Áður þurftu lungnasjúklingar að draga á eftir sér stóra súrefniskúta, sem hamlaði þeim för, en með ferðasúrefnissíunum öðluðust þeir áður óþekkt frelsi. „Þetta er heilsueflandi, að geta farið, geta hreyft sig, geta hitt fólk og geta tekið þátt í lífinu,“ segir Andrjes Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Samtökum lungnasjúklinga. Ferðasúrefnissían vegur aðeins um eitt og hálft kíló en minnstu súrefniskútarnir vega um sex kíló, sem margir ráða ekki við. Ferðasúrefnissían stendur þó ekki öllum lungnasjúklingum til boða. „Þegar fólk leggst inn á stofnanir eins og þessa þarf það að skila af sér súrefnissíunum sínum. Stofnunin á svo að skaffa þeim nýja síu en það gerist ekki í öllum tilfellum vegna fjárskorts.“ Margir sjúklinganna fá súrefni í gegn um stórt tæki, sem er fast inni á herbergi þeirra og er hvergi hægt að færa. „Þar með er fólkið lokað inni í sínu afmarkaða rými og kemst bara fimmtán metra frá sinni stóru stöð,“ segir Andrjes. Sjá einnig: Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur Lungnasjúklingar verði þannig félagslega einangraðir og geti ekki tekið þátt í félagslífi sem boðið er upp á inni á stofnunum. „Í rauninni má segja að þau séu í fangelsi inni í sínu litla herbergi.“ Sumir grípi til þess ráðs að kaupa síurnar sjálfir. „Við höfum heyrt af því að í mörgum tilfellum eru aðstandendur að kaupa þessi tæki, sem eru mjög dýr, kosta hálfa milljón, og sitja svo uppi með þau og geta ekki lossnað við þau þegar ekki er þörf fyrir þau lengur.“ Krafan sé að lungnasjúklingar haldi sínum eigin síum þegar þeir leggist inn á stofnun. „Að það sé ekki þannig að daginn eftir að þú ert lagður inn eða legst inn á stofnun að þá komi handrukkari og hirði af þér síuna.“ Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hjálpartækin nefnast ferðasúrefnissíur og reyndust bylting í lífi lungnasjúklinga. Áður þurftu lungnasjúklingar að draga á eftir sér stóra súrefniskúta, sem hamlaði þeim för, en með ferðasúrefnissíunum öðluðust þeir áður óþekkt frelsi. „Þetta er heilsueflandi, að geta farið, geta hreyft sig, geta hitt fólk og geta tekið þátt í lífinu,“ segir Andrjes Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Samtökum lungnasjúklinga. Ferðasúrefnissían vegur aðeins um eitt og hálft kíló en minnstu súrefniskútarnir vega um sex kíló, sem margir ráða ekki við. Ferðasúrefnissían stendur þó ekki öllum lungnasjúklingum til boða. „Þegar fólk leggst inn á stofnanir eins og þessa þarf það að skila af sér súrefnissíunum sínum. Stofnunin á svo að skaffa þeim nýja síu en það gerist ekki í öllum tilfellum vegna fjárskorts.“ Margir sjúklinganna fá súrefni í gegn um stórt tæki, sem er fast inni á herbergi þeirra og er hvergi hægt að færa. „Þar með er fólkið lokað inni í sínu afmarkaða rými og kemst bara fimmtán metra frá sinni stóru stöð,“ segir Andrjes. Sjá einnig: Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur Lungnasjúklingar verði þannig félagslega einangraðir og geti ekki tekið þátt í félagslífi sem boðið er upp á inni á stofnunum. „Í rauninni má segja að þau séu í fangelsi inni í sínu litla herbergi.“ Sumir grípi til þess ráðs að kaupa síurnar sjálfir. „Við höfum heyrt af því að í mörgum tilfellum eru aðstandendur að kaupa þessi tæki, sem eru mjög dýr, kosta hálfa milljón, og sitja svo uppi með þau og geta ekki lossnað við þau þegar ekki er þörf fyrir þau lengur.“ Krafan sé að lungnasjúklingar haldi sínum eigin síum þegar þeir leggist inn á stofnun. „Að það sé ekki þannig að daginn eftir að þú ert lagður inn eða legst inn á stofnun að þá komi handrukkari og hirði af þér síuna.“
Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira