Stelpur rokka áfram í Tógó Heimsljós 22. september 2021 11:46 Alda Lóa Leifsdóttir Rokkbúðirnar voru fyrst haldnar árið 2016 og hafa frá þeim tíma verið árlegur viðburður í tógósku tónlistarlífi. Undanfarin ár hafa samtökin Stelpur rokka! í samstarfi við Sól í Tógó og Association Mirlinda staðið fyrir rokkbúðum fyrir stúlkur í Tógó með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. Nýlega fékk verkefnið áframhaldandi styrk og stendur því til að halda rokkbúðir næstu fjögur árin í það minnsta ásamt því að styðja við rekstur tónlistamiðstöðvar í Tógó. Rokkbúðirnar voru fyrst haldnar árið 2016 og hafa frá þeim tíma verið árlegur viðburður í tógósku tónlistarlífi. „Rokkbúðirnar njóta mikilla vinsælda og myndast jafnan langur biðlisti í þær,“ segir Áslaug Einarsdóttir framkvæmdastýra hjá samtökunum Stelpur rokka! „Rokkbúðirnar í ár eru nýafstaðnar en 40 stúlkur rokkuðu saman í viku í lok ágúst í bænum Tsévie, skammt frá höfuðborginni Lomé. Þátttakendur rokkbúðanna lærðu á hljóðfæri, sömdu lög og æfðu hópdansa og afraksturinn var fluttur á opinberum lokatónleikum þar sem 5 nýskipaðar hljómsveitir komu fram ásamt kennurum og starfsfólki rokkbúðanna,“ segir hún. Alda Lóa Leifsdóttir Að sögn Áslaugar miða rokksumarbúðirnar meðal annars að því að gera ungum tógóskum stúlkum kleift að hafa rými til tónlistarsköpunar og skapa þar jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft en slíkt rými er oftar en ekki ætlað drengjum. „Stúlkur á aldrinum 9-19 ára koma víða að í Tógó til að sækja rokkbúðirnar og tógóskar tónlistarkonur taka þátt í að kenna eða heimsækja búðirnar. Þar með myndast öflugt tengslanet milli stúlknanna og kvennanna,“ segir Áslaug. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Tónlist Jafnréttismál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent
Undanfarin ár hafa samtökin Stelpur rokka! í samstarfi við Sól í Tógó og Association Mirlinda staðið fyrir rokkbúðum fyrir stúlkur í Tógó með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. Nýlega fékk verkefnið áframhaldandi styrk og stendur því til að halda rokkbúðir næstu fjögur árin í það minnsta ásamt því að styðja við rekstur tónlistamiðstöðvar í Tógó. Rokkbúðirnar voru fyrst haldnar árið 2016 og hafa frá þeim tíma verið árlegur viðburður í tógósku tónlistarlífi. „Rokkbúðirnar njóta mikilla vinsælda og myndast jafnan langur biðlisti í þær,“ segir Áslaug Einarsdóttir framkvæmdastýra hjá samtökunum Stelpur rokka! „Rokkbúðirnar í ár eru nýafstaðnar en 40 stúlkur rokkuðu saman í viku í lok ágúst í bænum Tsévie, skammt frá höfuðborginni Lomé. Þátttakendur rokkbúðanna lærðu á hljóðfæri, sömdu lög og æfðu hópdansa og afraksturinn var fluttur á opinberum lokatónleikum þar sem 5 nýskipaðar hljómsveitir komu fram ásamt kennurum og starfsfólki rokkbúðanna,“ segir hún. Alda Lóa Leifsdóttir Að sögn Áslaugar miða rokksumarbúðirnar meðal annars að því að gera ungum tógóskum stúlkum kleift að hafa rými til tónlistarsköpunar og skapa þar jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft en slíkt rými er oftar en ekki ætlað drengjum. „Stúlkur á aldrinum 9-19 ára koma víða að í Tógó til að sækja rokkbúðirnar og tógóskar tónlistarkonur taka þátt í að kenna eða heimsækja búðirnar. Þar með myndast öflugt tengslanet milli stúlknanna og kvennanna,“ segir Áslaug. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Tónlist Jafnréttismál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent