Kjósum VG áfram til áhrifa Kári Gautason skrifar 23. september 2021 06:30 Kannanir benda nú til þess að snúið verði að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Níu flokkar gætu átt sæti á Alþingi. Málamiðlana verður því þörf sama hvaða ríkisstjórnarmynstur verður ofaná. Það gæti reynst snúið fyrir marga flokka sem hafa sett fram ófrávíkjanlegar kröfur. Ýmsar samsetningar fjölflokkastjórna koma til greina ellegar minnihlutastjórn sem væri tíðindi í stjórnmálasögunni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð gæti verið á leið í stjórnarandstöðu og það er í sjálfu sér ekki vondur kostur enda sýnir reynslan að hún kann til verka þar ekki síður en í stjórnarforystu. Vinstri græn hafa teflt skákina við hagsmunaöflin í íslensku samfélagi með allnokkrum árangri síðustu ár. Staða þeirra sem hafa minnst úr að spila hefur verið bætt en ýmsir þjóðfélagshópar bíða enn nauðsynlegra úrbóta. Skákin er síður en svo unnin. Félagsmálaráðherra heyktist til að mynda á endurskoðun framfærslukerfis öryrkja og setningu laga um húsaleigu. Ekki náðist heldur að ljúka við gerð hálendisþjóðgarðs eða að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá landsins vegna þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru í raun þversum en ekki langsum í þeim málum. Þá var lítinn stuðning að finna hjá öðrum flokkum. Það hefur verið hlutskipti VG að nudda hlutum í rétta átt í þessu stjórnarsamstarfi og þar hefur Katrín Jakobsdóttir sýnt fádæma þrautseigju. Áfram verður þörf á slíkum eiginleikum eftir kosningar því svo virðist sem kjósendur ætli ekki að leggja neina beina braut fyrir framhaldið. VG berst til þrautar Á næsta kjörtímabili þarf að ráðast í mörg þjóðþrifaverk. Raunveruleikinn bíður handan slagorðanna. Áfram verður atvinnuleysi sögulega mikið, áfram verður ríkissjóður rekinn í halla, áfram mun kórónaveiran setja mark sitt á tilveruna og áfram verður verðbólgudraugurinn á sveimi vegna þenslu á húsnæðismarkaði og hækkunar á verðlagi erlendis. Nauðsynlegt verður að halda áfram uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eftir að heimsfaraldurinn rennur sitt skeið. Taka þarf til hendinni í öldrunarmálum þannig að byggð séu upp fjölbreytt úrræði fyrir eldra fólk í samstarfi við sveitarfélög og fólk geti búið lengur heima hjá sér. Forgangsraða þarf tekjulægstu hópum öryrkja og öryrkjum með börn með réttlátum úrbótum á framfærslukerfi öryrkja. Þrepaskiptingar þarf á fjármagnstekjuskatt þannig að breiðu bökin komist ekki undan því að bera kostnað af sameiginlegum verkefnum með okkur hinum. Ekkert af þessu er gerlegt ef að við náum ekki fullri atvinnu og sköpum græn störf á grunni metnaðarfullra markmiða í loftslagsmálum. Á næstu fjórum árum er þörf á hreyfingu eins VG, sem hefur sýnt úthald og þrek í pólitík, til þess að koma þessum brýnu verkefnum fram. Það munar um VG Síðustu árin hefur VG leitt sérstaka ríkisstjórn sem kom til upp úr pólitískri kreppu. Sú ríkisstjórn hefur að mörgu leyti verið farsæl þó að óvanaleg sé. Engin þriggja flokka stjórn hefur lifað heilt kjörtímabil á Íslandi fyrr en nú. Mikilvægar og réttlátar breytingar voru gerðar á skattkerfinu. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður. Komið var í veg fyrir gliðnun í skattbyrði þeirra með háar tekjur og lágar tekjur sem hafði orðið til þess að skattbyrði þeirra með lægstu tekjurnar hafði hækkað. Þá voru skattar lækkaðir á þá sem höfðu minnstar atvinnutekjur þannig að ráðstöfunartekjur þeirra jukust um allt að 120 þúsund krónur á ári. Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum var fjármögnuð í fyrsta, sinn, greiðsluþátttaka sjúklinga var lækkuð svo við erum á pari við önnur Norðurlönd. Stærsta verkefnið heltist svo yfir á seinni hluta kjörtímabilsins þegar þjóðin tókst á við heimsfaraldur kórónaveiru. Með styrkri forystu VG í forsætis- og heilbrigðisráðuneyti tókst sú glíma það vel að eftir hefur verið tekið. Sterkt opinbert heilbrigðiskerfi hefur sannað gildi sitt á tímum faraldurs. Þjóðin er sammála stefnu VG í þeim efnum ef marka má skoðanakannanir. Ólíkt öðrum þá hafa VG ekki skipt um skoðun á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það hefur munað um VG á kjörtímabilinu og vonandi tryggja kjósendur á laugardaginn að áhrifa af markvissri stefnu og yfirveguðum vinnubrögðum VG muni gæta áfram í stjórn eða stjórnarandstöðu. XV á laugardaginn! Höfundur skipar fjórða sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Gautason Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Norðausturkjördæmi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Kannanir benda nú til þess að snúið verði að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Níu flokkar gætu átt sæti á Alþingi. Málamiðlana verður því þörf sama hvaða ríkisstjórnarmynstur verður ofaná. Það gæti reynst snúið fyrir marga flokka sem hafa sett fram ófrávíkjanlegar kröfur. Ýmsar samsetningar fjölflokkastjórna koma til greina ellegar minnihlutastjórn sem væri tíðindi í stjórnmálasögunni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð gæti verið á leið í stjórnarandstöðu og það er í sjálfu sér ekki vondur kostur enda sýnir reynslan að hún kann til verka þar ekki síður en í stjórnarforystu. Vinstri græn hafa teflt skákina við hagsmunaöflin í íslensku samfélagi með allnokkrum árangri síðustu ár. Staða þeirra sem hafa minnst úr að spila hefur verið bætt en ýmsir þjóðfélagshópar bíða enn nauðsynlegra úrbóta. Skákin er síður en svo unnin. Félagsmálaráðherra heyktist til að mynda á endurskoðun framfærslukerfis öryrkja og setningu laga um húsaleigu. Ekki náðist heldur að ljúka við gerð hálendisþjóðgarðs eða að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá landsins vegna þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru í raun þversum en ekki langsum í þeim málum. Þá var lítinn stuðning að finna hjá öðrum flokkum. Það hefur verið hlutskipti VG að nudda hlutum í rétta átt í þessu stjórnarsamstarfi og þar hefur Katrín Jakobsdóttir sýnt fádæma þrautseigju. Áfram verður þörf á slíkum eiginleikum eftir kosningar því svo virðist sem kjósendur ætli ekki að leggja neina beina braut fyrir framhaldið. VG berst til þrautar Á næsta kjörtímabili þarf að ráðast í mörg þjóðþrifaverk. Raunveruleikinn bíður handan slagorðanna. Áfram verður atvinnuleysi sögulega mikið, áfram verður ríkissjóður rekinn í halla, áfram mun kórónaveiran setja mark sitt á tilveruna og áfram verður verðbólgudraugurinn á sveimi vegna þenslu á húsnæðismarkaði og hækkunar á verðlagi erlendis. Nauðsynlegt verður að halda áfram uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eftir að heimsfaraldurinn rennur sitt skeið. Taka þarf til hendinni í öldrunarmálum þannig að byggð séu upp fjölbreytt úrræði fyrir eldra fólk í samstarfi við sveitarfélög og fólk geti búið lengur heima hjá sér. Forgangsraða þarf tekjulægstu hópum öryrkja og öryrkjum með börn með réttlátum úrbótum á framfærslukerfi öryrkja. Þrepaskiptingar þarf á fjármagnstekjuskatt þannig að breiðu bökin komist ekki undan því að bera kostnað af sameiginlegum verkefnum með okkur hinum. Ekkert af þessu er gerlegt ef að við náum ekki fullri atvinnu og sköpum græn störf á grunni metnaðarfullra markmiða í loftslagsmálum. Á næstu fjórum árum er þörf á hreyfingu eins VG, sem hefur sýnt úthald og þrek í pólitík, til þess að koma þessum brýnu verkefnum fram. Það munar um VG Síðustu árin hefur VG leitt sérstaka ríkisstjórn sem kom til upp úr pólitískri kreppu. Sú ríkisstjórn hefur að mörgu leyti verið farsæl þó að óvanaleg sé. Engin þriggja flokka stjórn hefur lifað heilt kjörtímabil á Íslandi fyrr en nú. Mikilvægar og réttlátar breytingar voru gerðar á skattkerfinu. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður. Komið var í veg fyrir gliðnun í skattbyrði þeirra með háar tekjur og lágar tekjur sem hafði orðið til þess að skattbyrði þeirra með lægstu tekjurnar hafði hækkað. Þá voru skattar lækkaðir á þá sem höfðu minnstar atvinnutekjur þannig að ráðstöfunartekjur þeirra jukust um allt að 120 þúsund krónur á ári. Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum var fjármögnuð í fyrsta, sinn, greiðsluþátttaka sjúklinga var lækkuð svo við erum á pari við önnur Norðurlönd. Stærsta verkefnið heltist svo yfir á seinni hluta kjörtímabilsins þegar þjóðin tókst á við heimsfaraldur kórónaveiru. Með styrkri forystu VG í forsætis- og heilbrigðisráðuneyti tókst sú glíma það vel að eftir hefur verið tekið. Sterkt opinbert heilbrigðiskerfi hefur sannað gildi sitt á tímum faraldurs. Þjóðin er sammála stefnu VG í þeim efnum ef marka má skoðanakannanir. Ólíkt öðrum þá hafa VG ekki skipt um skoðun á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það hefur munað um VG á kjörtímabilinu og vonandi tryggja kjósendur á laugardaginn að áhrifa af markvissri stefnu og yfirveguðum vinnubrögðum VG muni gæta áfram í stjórn eða stjórnarandstöðu. XV á laugardaginn! Höfundur skipar fjórða sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar