Ákall eftir einkarekstri? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 23. september 2021 09:31 Á Íslandi hefur verið góð samstaða um að heilbrigðisþjónusta eigi að vera kostuð af ríkinu og allir eigi að hafa jafnan aðgang að henni. Vinstri græn líta á aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem sjálfsögð mannréttindi og hreyfingin lagt mikla áherslu á að efla opinbera heilbrigðiskerfið, einkum með uppbyggingu Landspítalans og eflingu heilsugæslunnar og aukinnar áherslu á geðheilbrigðismál. Þá hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga lækkað á kjörtímabilinu og er nú á pari við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Hjá okkur hefur einnig verið rík hefð fyrir því að viss verkefni innan heilbrigðisþjónustu væru á hendi einkaaðila, en kostuð að mestu af ríkinu. Þar má nefna rekstur hjúkrunarheimila, starfsstofur sérfræðilækna, nokkrar heilsugæslustöðvar og starfsstöðvar heimilislækna, tannlækna og sjúkraþjálfara og fleiri. Þetta hefur verið þannig að í kring um fjórðungur af allri heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur verið rekinn með þessum hætti. Um þetta hefur ríkt ágæt sátt í samfélaginu. Spítalarekstur og bróðurpartur heilsugæslunnar hefur þó verið á hendi ríkisins, enda góð sátt um það, eins og fjöldi kannana hefur sýnt. Almenningur hefur ekki kallað eftir auknu vægi einkarekstrar í íslensku heilbrigðiskerfi. Eflum heilbrigðiskerfið Vinstri græn vilja efla heilbrigðiskerfið og hafa sýnt það á undanförnum 4 árum. Við teljum að rekstur heilbrigðisþjónustu eigi ekki að vera í hagnaðarskyni eða vettvangur arðgreiðslna út úr fyrirtækjum. Rekstur óhagnaðardrifinnar heilbrigðisþjónustu á sér langa sögu um allan hinn vestræna heim. Þar er hugsunin að það fjármagn sem samið er um að veita til heilbrigðisþjónustu nýtist til hennar en sé ekki tekið út úr fyrirtækjum sem sækja sér greiðslur til opinberra aðila. Vinstri græn munu áfram standa vörð um rétt fólks til heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur með gegnsæjum samningum og án hagnaðarsjónarmiða hefur reynst vel og verður áfram hluti af okkar heilbrigðisþjónustu. En ákallið eftir auknum einkarekstri á fleiri sviðum í gróðaskyni er ekki það sem við heyrum. Höfundur er alþingismaður og öldrunarlæknir og í 3. sæti lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur verið góð samstaða um að heilbrigðisþjónusta eigi að vera kostuð af ríkinu og allir eigi að hafa jafnan aðgang að henni. Vinstri græn líta á aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem sjálfsögð mannréttindi og hreyfingin lagt mikla áherslu á að efla opinbera heilbrigðiskerfið, einkum með uppbyggingu Landspítalans og eflingu heilsugæslunnar og aukinnar áherslu á geðheilbrigðismál. Þá hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga lækkað á kjörtímabilinu og er nú á pari við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Hjá okkur hefur einnig verið rík hefð fyrir því að viss verkefni innan heilbrigðisþjónustu væru á hendi einkaaðila, en kostuð að mestu af ríkinu. Þar má nefna rekstur hjúkrunarheimila, starfsstofur sérfræðilækna, nokkrar heilsugæslustöðvar og starfsstöðvar heimilislækna, tannlækna og sjúkraþjálfara og fleiri. Þetta hefur verið þannig að í kring um fjórðungur af allri heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur verið rekinn með þessum hætti. Um þetta hefur ríkt ágæt sátt í samfélaginu. Spítalarekstur og bróðurpartur heilsugæslunnar hefur þó verið á hendi ríkisins, enda góð sátt um það, eins og fjöldi kannana hefur sýnt. Almenningur hefur ekki kallað eftir auknu vægi einkarekstrar í íslensku heilbrigðiskerfi. Eflum heilbrigðiskerfið Vinstri græn vilja efla heilbrigðiskerfið og hafa sýnt það á undanförnum 4 árum. Við teljum að rekstur heilbrigðisþjónustu eigi ekki að vera í hagnaðarskyni eða vettvangur arðgreiðslna út úr fyrirtækjum. Rekstur óhagnaðardrifinnar heilbrigðisþjónustu á sér langa sögu um allan hinn vestræna heim. Þar er hugsunin að það fjármagn sem samið er um að veita til heilbrigðisþjónustu nýtist til hennar en sé ekki tekið út úr fyrirtækjum sem sækja sér greiðslur til opinberra aðila. Vinstri græn munu áfram standa vörð um rétt fólks til heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur með gegnsæjum samningum og án hagnaðarsjónarmiða hefur reynst vel og verður áfram hluti af okkar heilbrigðisþjónustu. En ákallið eftir auknum einkarekstri á fleiri sviðum í gróðaskyni er ekki það sem við heyrum. Höfundur er alþingismaður og öldrunarlæknir og í 3. sæti lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar