Kerfin sem segja „nei“ Gísli Rafn Ólafsson skrifar 23. september 2021 15:01 Eitt það skemmtilegasta við að vera í framboði er að fá að tala við fólk. Nær allir sem ég hitti segja mér sögur af því hvernig kerfið segir „nei“ og hversu erfitt það er að fá nokkurn innan stjórnkerfisins til þess að hlusta. Kerfið er uppfullt af reglum og reglugerðum sem oft stangast á við raunveruleikann. Gott dæmi er einstaklingur með sykursýki sem ræddi við fjölmiðla í síðustu viku um barátta hans við Sjúkratryggingar Íslands. Sá vildi fá fleiri strimla til þess að mæla stöðu sykursýkinnar en kerfið sagði nei, strimlarnir væru umfram það sem kerfið skilgreindi sem „réttan“ fjölda. Því miður er þessi saga ekkert einsdæmi og hægt væri að fylla heilt safn af bókum með sögum eins og þessari. Við búum nefnilega við ákveðið grundvallarhugarfar þegar kemur að „kerfinu“. Við erum viss um að allir ætli að reyna að svindla og búum því til reglur og reglugerðir sem taka mið af því. Gott dæmi um þetta, sem ég hef áður bent á í grein, er að ástfangið fólk af ólíkum uppruna er fyrirfram talið vera í „plat-hjónabandi“ og þarf að sanna ást sína fyrir yfirvöldum. Þarna er fjöldinn látinn líða fyrir þau örfáu sem kannski fara í gegnum það að þykjast elska hvort annað. Svarið sem fólk fær alltaf þegar það reynir að benda á ruglið og kemur með haldgóð rök um það af hverju þessar reglur og reglugerðir eru rangar eða illa hugsaðar er alltaf það sama: Kerfið eða tölvan segir „nei.“ Það tekur síðan margt fólk áralanga baráttu fyrir dómstólum og fjölmiðlaathygli til að koma þessu í rétt horf. Tvíþætt ástæða En hvers vegna er fólk að rekast á þessi „nei“ sem oft eru í lögum og reglugerðum af óskiljanlegum ástæðum? Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi er samráðið sem boðið er upp á þegar ný lög eru sett oft einungis til málamynda og lítið hlustað á utanaðkomandi rök. Það eru jafnvel dæmi um það að skipaðar séu nefndir, sem hafa breiða þátttöku hagsmunaaðila og ólík sjónarmið koma fram, en svo þegar frumvörpin koma inn á þing virðist öll sú vinna hafa horfið. Fyrir nokkrum árum var sett upp samráðsgátt stjórnvalda þar sem að ný lög og reglugerðir eru lagðar fram og álit almennings og hagsmunaaðila er óskað. Fólk og samtök vinna oft frábæra vinnu í að skrifa og leggja fram vel unnin og rökstudd álit. Álit þessi eru síðan tekin fyrir í hinum ýmsu fastanefndum Alþingis. Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að nefndarmenn gefi sér tíma til þess að lesa álitin, því langflestum þeim sem gefa álit er boðið að koma og kynna þau fyrir nefndinni. Þarna geta þingmenn því hlustað á rökin, í stað þess að þurfa að lesa þau, en því miður kemur fyrir að hlustunin er lítil og á tímum fjarfunda hafa sumir útkeyrðir þingmenn jafnvel hrotið í gegnum kynningar. Þrátt fyrir góðar ábendingar um galla í lögum eru þau oft keyrð áfram lítið breytt, því það virðist vera hræðsla meðal stjórnmálamanna að viðurkenna að upphafleg drög hafi ekki verið fullkomin frá upphafi. Reglugerðareddingar En það er ekki nóg að bæta þetta ferli á Alþingi og hlusta betur á þau sjónarmið, athugasemdir og rök sem fram koma í löggjafarferlinu. Lög í dag eru mjög oft aðeins beinagrindur sem gefa ráðherrum stórfellt vald til þess að skilgreina framkvæmd laga í gegnum reglugerðir. Gott dæmi um þetta var frumvarp um Miðhálendisþjóðgarð sem hefði leitt til rúmlega 90 reglugerða frá umhverfisráðherra. Fæstar reglugerðir fá djúpa yfirlegu og samráðsferlið á þeim er jafnvel enn meira upp á punt en á Alþingi. Reglugerðarsmiðir ráðuneyta eru nefnilega enn ófúsari til þess að viðurkenna sín mistök. Það er því afar fátítt að tekið sé tillit til athugasemda og oft þarf ansi mikinn þrýsting úr fjölmiðlum eða samfélaginu til þess að reglugerðum sé breytt. Við höfum þó séð, nú á tímum heimsfaraldurs, að það er hægt að breyta reglugerðum á nokkuð auðveldan hátt, jafnvel oft í viku, ef viljinn er fyrir hendi. Fólk, ekki formúlur Það er þörf á hugarfarsbreytingu, bæði á Alþingi og í ráðuneytum. Þingmenn og starfsmenn ráðuneyta eru þar til þess að þjóna samfélaginu. Það er mikilvægt að hlusta á þær athugasemdir sem fram koma á öllum stigum. Það er mikilvægt að hlusta á góðar hugmyndir og ábendingar, hvaðan sem þær koma, já jafnvel þegar stjórnarandstaðan bendir á eitthvað sem betur megi fara. Það er mikilvægt að búa til reglur sem hafa samt þann sveigjanleika að takast á við „undantekningarnar frá reglunni.“ Reglur sem segja ekki að bannað sé að gefa fólki með sykursýki aðeins fleiri strimla en meðaltalið, heldur gefa sérfræðingnum sem er að sinna viðkomandi möguleika á að óska eftir fleiri strimlum en formúlan segir til um. Við þurfum fólk á Alþingi sem er tilbúið til þess að hlusta og við þurfum ráðherra sem leiða hugarfarsbreytingar innan síns ráðuneytis og stofnanna. Hugurinn ber þig nefnilega ansi langt. Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Sjá meira
Eitt það skemmtilegasta við að vera í framboði er að fá að tala við fólk. Nær allir sem ég hitti segja mér sögur af því hvernig kerfið segir „nei“ og hversu erfitt það er að fá nokkurn innan stjórnkerfisins til þess að hlusta. Kerfið er uppfullt af reglum og reglugerðum sem oft stangast á við raunveruleikann. Gott dæmi er einstaklingur með sykursýki sem ræddi við fjölmiðla í síðustu viku um barátta hans við Sjúkratryggingar Íslands. Sá vildi fá fleiri strimla til þess að mæla stöðu sykursýkinnar en kerfið sagði nei, strimlarnir væru umfram það sem kerfið skilgreindi sem „réttan“ fjölda. Því miður er þessi saga ekkert einsdæmi og hægt væri að fylla heilt safn af bókum með sögum eins og þessari. Við búum nefnilega við ákveðið grundvallarhugarfar þegar kemur að „kerfinu“. Við erum viss um að allir ætli að reyna að svindla og búum því til reglur og reglugerðir sem taka mið af því. Gott dæmi um þetta, sem ég hef áður bent á í grein, er að ástfangið fólk af ólíkum uppruna er fyrirfram talið vera í „plat-hjónabandi“ og þarf að sanna ást sína fyrir yfirvöldum. Þarna er fjöldinn látinn líða fyrir þau örfáu sem kannski fara í gegnum það að þykjast elska hvort annað. Svarið sem fólk fær alltaf þegar það reynir að benda á ruglið og kemur með haldgóð rök um það af hverju þessar reglur og reglugerðir eru rangar eða illa hugsaðar er alltaf það sama: Kerfið eða tölvan segir „nei.“ Það tekur síðan margt fólk áralanga baráttu fyrir dómstólum og fjölmiðlaathygli til að koma þessu í rétt horf. Tvíþætt ástæða En hvers vegna er fólk að rekast á þessi „nei“ sem oft eru í lögum og reglugerðum af óskiljanlegum ástæðum? Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi er samráðið sem boðið er upp á þegar ný lög eru sett oft einungis til málamynda og lítið hlustað á utanaðkomandi rök. Það eru jafnvel dæmi um það að skipaðar séu nefndir, sem hafa breiða þátttöku hagsmunaaðila og ólík sjónarmið koma fram, en svo þegar frumvörpin koma inn á þing virðist öll sú vinna hafa horfið. Fyrir nokkrum árum var sett upp samráðsgátt stjórnvalda þar sem að ný lög og reglugerðir eru lagðar fram og álit almennings og hagsmunaaðila er óskað. Fólk og samtök vinna oft frábæra vinnu í að skrifa og leggja fram vel unnin og rökstudd álit. Álit þessi eru síðan tekin fyrir í hinum ýmsu fastanefndum Alþingis. Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að nefndarmenn gefi sér tíma til þess að lesa álitin, því langflestum þeim sem gefa álit er boðið að koma og kynna þau fyrir nefndinni. Þarna geta þingmenn því hlustað á rökin, í stað þess að þurfa að lesa þau, en því miður kemur fyrir að hlustunin er lítil og á tímum fjarfunda hafa sumir útkeyrðir þingmenn jafnvel hrotið í gegnum kynningar. Þrátt fyrir góðar ábendingar um galla í lögum eru þau oft keyrð áfram lítið breytt, því það virðist vera hræðsla meðal stjórnmálamanna að viðurkenna að upphafleg drög hafi ekki verið fullkomin frá upphafi. Reglugerðareddingar En það er ekki nóg að bæta þetta ferli á Alþingi og hlusta betur á þau sjónarmið, athugasemdir og rök sem fram koma í löggjafarferlinu. Lög í dag eru mjög oft aðeins beinagrindur sem gefa ráðherrum stórfellt vald til þess að skilgreina framkvæmd laga í gegnum reglugerðir. Gott dæmi um þetta var frumvarp um Miðhálendisþjóðgarð sem hefði leitt til rúmlega 90 reglugerða frá umhverfisráðherra. Fæstar reglugerðir fá djúpa yfirlegu og samráðsferlið á þeim er jafnvel enn meira upp á punt en á Alþingi. Reglugerðarsmiðir ráðuneyta eru nefnilega enn ófúsari til þess að viðurkenna sín mistök. Það er því afar fátítt að tekið sé tillit til athugasemda og oft þarf ansi mikinn þrýsting úr fjölmiðlum eða samfélaginu til þess að reglugerðum sé breytt. Við höfum þó séð, nú á tímum heimsfaraldurs, að það er hægt að breyta reglugerðum á nokkuð auðveldan hátt, jafnvel oft í viku, ef viljinn er fyrir hendi. Fólk, ekki formúlur Það er þörf á hugarfarsbreytingu, bæði á Alþingi og í ráðuneytum. Þingmenn og starfsmenn ráðuneyta eru þar til þess að þjóna samfélaginu. Það er mikilvægt að hlusta á þær athugasemdir sem fram koma á öllum stigum. Það er mikilvægt að hlusta á góðar hugmyndir og ábendingar, hvaðan sem þær koma, já jafnvel þegar stjórnarandstaðan bendir á eitthvað sem betur megi fara. Það er mikilvægt að búa til reglur sem hafa samt þann sveigjanleika að takast á við „undantekningarnar frá reglunni.“ Reglur sem segja ekki að bannað sé að gefa fólki með sykursýki aðeins fleiri strimla en meðaltalið, heldur gefa sérfræðingnum sem er að sinna viðkomandi möguleika á að óska eftir fleiri strimlum en formúlan segir til um. Við þurfum fólk á Alþingi sem er tilbúið til þess að hlusta og við þurfum ráðherra sem leiða hugarfarsbreytingar innan síns ráðuneytis og stofnanna. Hugurinn ber þig nefnilega ansi langt. Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun