Við eigum öll erindi á Alþingi Lenya Rún Taha Karim skrifar 24. september 2021 17:00 Í þessari kosningabaráttu hef ég þurft að svara einni spurningu oftar en nokkurri annarri: Af hverju ég en ekki einhver annar? Stærsta ástæðan er einfaldlega af lýðræðislegum toga. Ég tel mig vera góðan fulltrúa fjölbreyttra hópa sem fá sjaldan eða aldrei áheyrn í íslensku samfélagi: Ungt fólk og fólk með erlendan bakgrunn. Við gleymum því nefnilega allt of oft að rúmlega 15% af þjóðarinnar eru innflytjendur eða útlendingar og hlutfall ungs fólks er ennþá hærra. Þessir hópar hafa hins vegar engan málsvara á Alþingi eins og er. Rauði þráðurinn í starfi Pírata er lýðræði. Það er ekki hægt að tala um virkt og skilningsríkt lýðræði ef gríðarstór hluti þjóðarinnar á sér engan málsvara sem þekkir aðstæður þeirra af eigin raun. Hvernig á alþingismaður, sem hefur enga snertingu við þessa hópa, að geta sett sig í þeirra fótspor? Það er hreinlega óraunhæf krafa. Ég hef því góða innsýn inn í reynsluheim fjölda Íslendinga sem ratar sjaldan inn fyrir veggi Alþingis. Inn í íslenska samfélagið þar sem ég fæddist en einnig í erlenda samfélagið á Íslandi. Ég ólst upp við kúrdísk gildi heima hjá mér og íslensk gildi í menntakerfinu En það viðhorf virðist ríkjandi að við töpum á því að hjálpa þessum tveimur ólíku hópum að aðlagast hvor öðrum. Af hverju ætli það sé? Síðast en ekki síst er hreinlega kominn tími til að lofta út á Alþingi. Meðalaldurinn er að nálgast 50 ára þar og mín kynslóð á ekki eitt sæti við borðið. Ég er hluti af kynslóðinni sem fær að hafa áhrif eftir 10-15 ár, því þá þurfum við ekki að reyna að troða okkur inn á þing, heldur verður fyrst þá komið að okkur í aldursröðinni. Ég er einnig hluti af þeirri kynslóð sem neyðist til þess að moka upp skít eftir núverandi ráðamenn því þau neituðu að grípa til aðgerða í loftslags- og umhverfismálum, útlendingamálum og mannréttindamálum. Mín kynslóð krefst þess að þessi vinna hefjist núna strax.Ég er vissulega ung en ég er líka bjartsýn. Ég er bjartsýn á að það sé hægt að snúa blaðinu við og móta góða framtíð fyrir alla hópa samfélagsins á næstu 4 árum. Með lýðræðið að leiðarljósi og raunverulegri aðkomu allra í íslensku samfélagi, sérstaklega þeirra sem eiga sér enga rödd á Alþingi í dag. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari kosningabaráttu hef ég þurft að svara einni spurningu oftar en nokkurri annarri: Af hverju ég en ekki einhver annar? Stærsta ástæðan er einfaldlega af lýðræðislegum toga. Ég tel mig vera góðan fulltrúa fjölbreyttra hópa sem fá sjaldan eða aldrei áheyrn í íslensku samfélagi: Ungt fólk og fólk með erlendan bakgrunn. Við gleymum því nefnilega allt of oft að rúmlega 15% af þjóðarinnar eru innflytjendur eða útlendingar og hlutfall ungs fólks er ennþá hærra. Þessir hópar hafa hins vegar engan málsvara á Alþingi eins og er. Rauði þráðurinn í starfi Pírata er lýðræði. Það er ekki hægt að tala um virkt og skilningsríkt lýðræði ef gríðarstór hluti þjóðarinnar á sér engan málsvara sem þekkir aðstæður þeirra af eigin raun. Hvernig á alþingismaður, sem hefur enga snertingu við þessa hópa, að geta sett sig í þeirra fótspor? Það er hreinlega óraunhæf krafa. Ég hef því góða innsýn inn í reynsluheim fjölda Íslendinga sem ratar sjaldan inn fyrir veggi Alþingis. Inn í íslenska samfélagið þar sem ég fæddist en einnig í erlenda samfélagið á Íslandi. Ég ólst upp við kúrdísk gildi heima hjá mér og íslensk gildi í menntakerfinu En það viðhorf virðist ríkjandi að við töpum á því að hjálpa þessum tveimur ólíku hópum að aðlagast hvor öðrum. Af hverju ætli það sé? Síðast en ekki síst er hreinlega kominn tími til að lofta út á Alþingi. Meðalaldurinn er að nálgast 50 ára þar og mín kynslóð á ekki eitt sæti við borðið. Ég er hluti af kynslóðinni sem fær að hafa áhrif eftir 10-15 ár, því þá þurfum við ekki að reyna að troða okkur inn á þing, heldur verður fyrst þá komið að okkur í aldursröðinni. Ég er einnig hluti af þeirri kynslóð sem neyðist til þess að moka upp skít eftir núverandi ráðamenn því þau neituðu að grípa til aðgerða í loftslags- og umhverfismálum, útlendingamálum og mannréttindamálum. Mín kynslóð krefst þess að þessi vinna hefjist núna strax.Ég er vissulega ung en ég er líka bjartsýn. Ég er bjartsýn á að það sé hægt að snúa blaðinu við og móta góða framtíð fyrir alla hópa samfélagsins á næstu 4 árum. Með lýðræðið að leiðarljósi og raunverulegri aðkomu allra í íslensku samfélagi, sérstaklega þeirra sem eiga sér enga rödd á Alþingi í dag. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar