Fjölskyldan sitji hjá meðan ævistarfið er skorið niður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 17:54 Fjölskyldan að Syðra-Skörðugili. bbl.is „Niðurskurður sauðfjárstofnsins á Syðra-Skörðugili er óhjákvæmileg niðurstaða. Við fjölskyldan stöndum hjá á meðan sýkt hjörðin verður keyrð á endastöð þar sem kveikt verður í 30 ára gjöfulu ræktunarstarfi.“ Svona hefst Facebook-færsla Sigríðar Fjólu Viktorsdóttur, bónda á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem riða greindist í sauðfénu á bænum í byrjun september. Um 1500 fjár eru á bænum, 500 ær og um þúsund lömb. Allt þarf að skera niður. Sigríður segir í færslunni sem hún birti fyrr í dag að tilfinningarnar séu margvíslegar en reiðin sé þó mest. Reiði yfir aðgerðarleysi sem hún segir virðast vera ríkjandi í bændastéttinni allri. „Við sauðfjárbændur sitjum a.m.k. þögul hjá á meðan hvert áfallið dynur á okkur. Ef það er ekki verðlækkun á dilkakjöti eða riða þá er það almenn óánægja Íslendinga með blessaða sauðkindina sem hvergi má vera með lömbin sín í íslenskri náttúru.“ Frá árinu 2015 hefur riðuveiki greinst á tólf bæjum í Skagafirði. Ráðist var í skimunarátak fyrir riðu í haust og segir í tilkynningu frá Matvælastofnun frá því í gær að átaks sé þörf vegna riðuveiki. Mikið tjón hljótist af veikinni bæði fyrir bændur, sem lendi sjálfir í niðurskurði, og þá sem búi við hömlur á búskapi sínum vegna nágrennis við riðutilfelli. „Allt þetta lætur mann missa móðinn og nenn'essu ekki lengur! Innflutningur á kjöti eykst, riðuniðurskurður nánast að verða árlegur og þannig fækkar okkur smátt og smátt þangað til ekkert verður lambalærið og sauðfjárbúskapur verður allur,“ skrifar Sigríður. Hún gagnrýnir að enginn stjórnmálaflokkur hafi rætt landbúnaðarmál af krafti fyrir Alþingiskosningarnar, sem fara fram á morgun, ekki einu sinni „gamla góða Framsókn sem við höfum þó getað stólað á til þessa hér á þessu heimili!“ „Þið sem fagnið innflutningi og smjattið á innfluttu kjöti sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn ykkur til átu þið getið farið að hætta þessu endalausa gaspri, sigurinn er ykkar. Við skulum öll kolefnisjafna, ferðumst um á reiðhjóli en flytjum inn kjöt!!! Þvílík hræsni!“ Skagafjörður Landbúnaður Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Sigríðar Fjólu Viktorsdóttur, bónda á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem riða greindist í sauðfénu á bænum í byrjun september. Um 1500 fjár eru á bænum, 500 ær og um þúsund lömb. Allt þarf að skera niður. Sigríður segir í færslunni sem hún birti fyrr í dag að tilfinningarnar séu margvíslegar en reiðin sé þó mest. Reiði yfir aðgerðarleysi sem hún segir virðast vera ríkjandi í bændastéttinni allri. „Við sauðfjárbændur sitjum a.m.k. þögul hjá á meðan hvert áfallið dynur á okkur. Ef það er ekki verðlækkun á dilkakjöti eða riða þá er það almenn óánægja Íslendinga með blessaða sauðkindina sem hvergi má vera með lömbin sín í íslenskri náttúru.“ Frá árinu 2015 hefur riðuveiki greinst á tólf bæjum í Skagafirði. Ráðist var í skimunarátak fyrir riðu í haust og segir í tilkynningu frá Matvælastofnun frá því í gær að átaks sé þörf vegna riðuveiki. Mikið tjón hljótist af veikinni bæði fyrir bændur, sem lendi sjálfir í niðurskurði, og þá sem búi við hömlur á búskapi sínum vegna nágrennis við riðutilfelli. „Allt þetta lætur mann missa móðinn og nenn'essu ekki lengur! Innflutningur á kjöti eykst, riðuniðurskurður nánast að verða árlegur og þannig fækkar okkur smátt og smátt þangað til ekkert verður lambalærið og sauðfjárbúskapur verður allur,“ skrifar Sigríður. Hún gagnrýnir að enginn stjórnmálaflokkur hafi rætt landbúnaðarmál af krafti fyrir Alþingiskosningarnar, sem fara fram á morgun, ekki einu sinni „gamla góða Framsókn sem við höfum þó getað stólað á til þessa hér á þessu heimili!“ „Þið sem fagnið innflutningi og smjattið á innfluttu kjöti sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn ykkur til átu þið getið farið að hætta þessu endalausa gaspri, sigurinn er ykkar. Við skulum öll kolefnisjafna, ferðumst um á reiðhjóli en flytjum inn kjöt!!! Þvílík hræsni!“
Skagafjörður Landbúnaður Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira