Talibanar hengdu upp lík mannræningja til sýnis Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2021 14:47 Vopnaðir talibanar í Herat. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Yfirvöld talibana í borginni Herat í vestanverðu Afganistan drápu fjóra meinta mannræningja og hengdu lík þeirra upp öðrum til varnaðar í opinberu rými. Fórnarlömb mannránsins eru sögð hafa sloppið ómeidd. Reuters-fréttastofan hefur eftir talibönum í Herat að meintu mannræningjarnir hafi rænt fjársýslumanni og syni hans og ætlað sér að flytja þá frá borginni. Verðir á eftirlitsstöðvum urðu varir við ræningjana. Allir fjóri féllu í skotbardaga við verðina en einn hermaður talibana særðist. „Lík þeirra voru flutt inn á aðaltorgið og hengd upp í borginni öðrum mannræningjum til varnaðar,“ segir Sher Ahmad Ammar, vararíkisstjóri Herat. Vitni í borginni segist hafa séð liðsmenn talibana koma með lík mannanna á pallbíl. Líkin voru svo hífð upp með krana og látin hanga þar. Myndir af líkunum á samfélagsmiðlum sýndu skilaboð sem höfðu verið hengd upp á brjóstkassa eins mannanna: „Þetta er refsingin við mannránum“. Talibanar tóku völdin í Afganistan í ágúst í aðdraganda brotthvarfs erlendra hersveita þaðan. Þeir sögðust ætla að taka aftur upp harðar líkamlegar refsingar sem einkenndu fyrri valdatíð þeirra í kringum aldamót. Þeirra á meðal eru aftökur og aflimanir. Afganistan Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir talibönum í Herat að meintu mannræningjarnir hafi rænt fjársýslumanni og syni hans og ætlað sér að flytja þá frá borginni. Verðir á eftirlitsstöðvum urðu varir við ræningjana. Allir fjóri féllu í skotbardaga við verðina en einn hermaður talibana særðist. „Lík þeirra voru flutt inn á aðaltorgið og hengd upp í borginni öðrum mannræningjum til varnaðar,“ segir Sher Ahmad Ammar, vararíkisstjóri Herat. Vitni í borginni segist hafa séð liðsmenn talibana koma með lík mannanna á pallbíl. Líkin voru svo hífð upp með krana og látin hanga þar. Myndir af líkunum á samfélagsmiðlum sýndu skilaboð sem höfðu verið hengd upp á brjóstkassa eins mannanna: „Þetta er refsingin við mannránum“. Talibanar tóku völdin í Afganistan í ágúst í aðdraganda brotthvarfs erlendra hersveita þaðan. Þeir sögðust ætla að taka aftur upp harðar líkamlegar refsingar sem einkenndu fyrri valdatíð þeirra í kringum aldamót. Þeirra á meðal eru aftökur og aflimanir.
Afganistan Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira