Fetti sig fyrir agndofa áhorfendur á Höfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2021 20:03 Valli ber hreifann upp að andlitinu á bryggjunni í morgun. Lilja Jóhannesdóttir Rostungurinn Valli mætti enn og aftur á bryggjuna á Höfn í Hornafirði í morgun. Börn í bænum hafa tekið við hann ástfóstri - og gárungar velta því upp hvort hann sé kominn að taka út alþingiskosningarnar. Fjöldi bæjarbúa hefur lagt leið sína niður á bryggju til að berja rostunginn fræga augum í dag - og þó að þetta sé í þriðja sinn sem Valli hlammar sér í höfnina virðist áhugi á honum ekkert hafa dvínað. „Ein móðir var að segja frá börnunum sínum sem eru búin að prenta út mynd af honum, þanig að börnin eru spennt fyrir þessu sem er gaman,“ segir Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Valli synti síðast út úr höfninni á þriðjudag en sást svo í Skarðsfirði austan við Höfn í fyrradag. „Ég hugsa að hann komi þarna upp til að hvílast, þetta er flotbryggja sem hann er á sem er kannski i takt við það búsvæði sem hann dvelur á, fljótandi ís,“ segir Lilja. Áhuginn á rostungnum Valla er enn mikill.Lilja Jóhannesdóttir Og Valli hefur einmitt að mestu legið flatur á bryggjunni í dag. Hann vakti því mikla lukku þegar hann fetti sig skyndilega fyrir áhorfendur og bar hreifann upp að andlitinu, eins og hann væri að sitja fyrir á mynd. Lilja segir ógjörning að spá fyrir um hvað framtíð Valla beri í skauti sér. „Maður vonar bara að hann fari að halda áfram norður og hitti sína líka og finni góðan stað fyrir veturinn.“ En er eitthvað hægt að lesa í það að Valli hafi mætt rétt áður en kjörstaðir opnuðu á Höfn? „Ýmsir svona hafa verið að gantast með það að það séu tengsl þar á milli, en það er kannski fremur ólíklegt,“ segir Lilja og hlær. Myndirnar af rostungnum frá því í dag sem fylgja fréttinni tóku Þröstur Jóhannsson hafnarvörður á Höfn og Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur. Rostungurinn Valli Hornafjörður Dýr Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Fjöldi bæjarbúa hefur lagt leið sína niður á bryggju til að berja rostunginn fræga augum í dag - og þó að þetta sé í þriðja sinn sem Valli hlammar sér í höfnina virðist áhugi á honum ekkert hafa dvínað. „Ein móðir var að segja frá börnunum sínum sem eru búin að prenta út mynd af honum, þanig að börnin eru spennt fyrir þessu sem er gaman,“ segir Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Valli synti síðast út úr höfninni á þriðjudag en sást svo í Skarðsfirði austan við Höfn í fyrradag. „Ég hugsa að hann komi þarna upp til að hvílast, þetta er flotbryggja sem hann er á sem er kannski i takt við það búsvæði sem hann dvelur á, fljótandi ís,“ segir Lilja. Áhuginn á rostungnum Valla er enn mikill.Lilja Jóhannesdóttir Og Valli hefur einmitt að mestu legið flatur á bryggjunni í dag. Hann vakti því mikla lukku þegar hann fetti sig skyndilega fyrir áhorfendur og bar hreifann upp að andlitinu, eins og hann væri að sitja fyrir á mynd. Lilja segir ógjörning að spá fyrir um hvað framtíð Valla beri í skauti sér. „Maður vonar bara að hann fari að halda áfram norður og hitti sína líka og finni góðan stað fyrir veturinn.“ En er eitthvað hægt að lesa í það að Valli hafi mætt rétt áður en kjörstaðir opnuðu á Höfn? „Ýmsir svona hafa verið að gantast með það að það séu tengsl þar á milli, en það er kannski fremur ólíklegt,“ segir Lilja og hlær. Myndirnar af rostungnum frá því í dag sem fylgja fréttinni tóku Þröstur Jóhannsson hafnarvörður á Höfn og Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur.
Rostungurinn Valli Hornafjörður Dýr Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira