Sigmundur Davíð: „Ekki tilefni til að fara á taugum“ Þorgils Jónsson skrifar 26. september 2021 00:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einn inni af frambjóðendum Miðflokksins eins og sakir standa. Þegar fyrstu tölur liggja fyrir í öllum kjördæmum stefnir í að Miðflokkurinn missi alla sína þingmenn fyrir utan formann sinn Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Í ávarpi sínu til stuðningsmanna fyrr í kvöld sagði Sigmundur að þó fyrstu tölur væru ekki góðar væri ekki tilefni til að fara á taugum. „Við höfum séð þetta allt áður. Fyrir síðustu kosningar upplifði maður allt þetta. Fyrstu tölur úr kjördæmum voru ekki heppilegar fyrir okkur og gáfu ekki góðar vísbendingar. Svo leið á nóttina og bættist jafnt og þétt við.“ Sigmundur sagði að frambjóðendur flokksins hefðu fengið góðar móttökur víða um land að undanförnu. „Ég hef engar efasemdir um að við munum bæta við okkur eftir því sem á líður. Við erum ekki að fara að vinna stórkostlegan kosningasigur, og gerðum ekki ráð fyrir því við þessar aðstæður. Það hentar okkur ekki þegar er ekki verið að ræða um pólitík. Það hentar öðrum betur.“ Fyrst og fremst væri Miðflokkurinn ekki flokkur sem léti undan í mótlæti enda væri það mikilvægasta í stjórnmálum þolgæði og þrautseigja. Fyrst og fremst, hvernig sem allt fer, erum við minnug þess að við erum flokkur sem lætur ekki undan mótlæti. Það mikilvægasta í pólitík er ekki lausnir og stefna heldur þolgæði og þrautseigja. „Eftir þessar kosningar munum við halda velli til þess að berjast áfram fyrir skynsemishyggju í pólitík og því sem við trúum á. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð, en hlutverk okkar, hvort sem við verðum í ríkisstjórn eða utan ríkisstjórnar, verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Oft var þörf fyrir róttæka skynsemishyggju í pólitík en nú er nauðsyn.“ Fyrr í kvöld talaði Snorri Másson fréttamaður við þingmennina Bergþór Ólason og Karl Gauta Hjaltason sem eru á útleið miðað við núverandi stöðu. Bergþór sagði að þetta væri ekki sú staða sem þau höfðu vonast eftir. Karl Gauti sagði sömuleiðis að þetta liti ekki vel út. „Fólk virðist ekki kunna að meta það að við höfum verið í stjórnarandstöðu, mjög öflugri, t.d. gegn orkupakka þrjú, hálendisþjóðgarði og fleiri málum. Fólk virðist ekki vera að þakka okkur fyrir það í þessum kosningum og það er miður.“ Er þetta vanþakklæti í kjósendum? „Þetta kemur upp úr kjörkössunum. Ég er að vina að þetta lagist þegar líður á nóttina. Vegna þess að ég tel það vera mjög nauðsynlegt að Miðflokkurinn sé á þingi og stundi þar sína öflugu andstöðu gegn stjórnvöldum eins og við höfum gert allt þetta kjörtímabil.“ Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í ávarpi sínu til stuðningsmanna fyrr í kvöld sagði Sigmundur að þó fyrstu tölur væru ekki góðar væri ekki tilefni til að fara á taugum. „Við höfum séð þetta allt áður. Fyrir síðustu kosningar upplifði maður allt þetta. Fyrstu tölur úr kjördæmum voru ekki heppilegar fyrir okkur og gáfu ekki góðar vísbendingar. Svo leið á nóttina og bættist jafnt og þétt við.“ Sigmundur sagði að frambjóðendur flokksins hefðu fengið góðar móttökur víða um land að undanförnu. „Ég hef engar efasemdir um að við munum bæta við okkur eftir því sem á líður. Við erum ekki að fara að vinna stórkostlegan kosningasigur, og gerðum ekki ráð fyrir því við þessar aðstæður. Það hentar okkur ekki þegar er ekki verið að ræða um pólitík. Það hentar öðrum betur.“ Fyrst og fremst væri Miðflokkurinn ekki flokkur sem léti undan í mótlæti enda væri það mikilvægasta í stjórnmálum þolgæði og þrautseigja. Fyrst og fremst, hvernig sem allt fer, erum við minnug þess að við erum flokkur sem lætur ekki undan mótlæti. Það mikilvægasta í pólitík er ekki lausnir og stefna heldur þolgæði og þrautseigja. „Eftir þessar kosningar munum við halda velli til þess að berjast áfram fyrir skynsemishyggju í pólitík og því sem við trúum á. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð, en hlutverk okkar, hvort sem við verðum í ríkisstjórn eða utan ríkisstjórnar, verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Oft var þörf fyrir róttæka skynsemishyggju í pólitík en nú er nauðsyn.“ Fyrr í kvöld talaði Snorri Másson fréttamaður við þingmennina Bergþór Ólason og Karl Gauta Hjaltason sem eru á útleið miðað við núverandi stöðu. Bergþór sagði að þetta væri ekki sú staða sem þau höfðu vonast eftir. Karl Gauti sagði sömuleiðis að þetta liti ekki vel út. „Fólk virðist ekki kunna að meta það að við höfum verið í stjórnarandstöðu, mjög öflugri, t.d. gegn orkupakka þrjú, hálendisþjóðgarði og fleiri málum. Fólk virðist ekki vera að þakka okkur fyrir það í þessum kosningum og það er miður.“ Er þetta vanþakklæti í kjósendum? „Þetta kemur upp úr kjörkössunum. Ég er að vina að þetta lagist þegar líður á nóttina. Vegna þess að ég tel það vera mjög nauðsynlegt að Miðflokkurinn sé á þingi og stundi þar sína öflugu andstöðu gegn stjórnvöldum eins og við höfum gert allt þetta kjörtímabil.“
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira