Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn Snorri Másson skrifar 26. september 2021 11:30 Sigmar Guðmundsson í góðum hópi Viðreisnarfólks á kosningavöku flokksins í nótt. Vísir/Elín Guðmunds 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. Sem baráttumaður í baráttusæti lét Ásmundur Einar Daðason sér ekkert óviðkomandi: Hann vingaðist við raunveruleikastjörnur, mætti í fjölda persónulegra viðtala og gekk svo langt að draga trukk í viðurvist myndavéla. Hann vann mikið afrek í þeirri íþrótt og það sama gerði hann í nótt. „Að fara í framboð í Reykjavík þar sem ekki hefur verið þingmaður frá 2013 og sjá þessar tölur og allt þetta frábæra fólk og frábæru meðframbjóðendur. Bara takk fyrir Reykjavík, við munum gera allt sem við getum til að standa undir þessu trausti.“ Sjálfstæðisflokkurinn er sterkastur í Reykjavík norður en missti jöfnunarþingmann á lokametrunum, nánar tiltekið sjálfan Brynjar Níelsson. Í staðinn fá Píratar tvo jöfnunarþingmenn, Andrés Inga Jónsson og Lenyu Rún Taha Karim. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður fer ekki inn. Tómas á Búllunni er inni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er jöfnunarþingmaður í Reykjavík suður og það sama gildir um Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Birgir Ármannsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Sjálfstæðismenn eru með fjóra menn í sínu höfuðvígi. Guðmundur Andri Thorsson dettur út af þingi. Sigmar Guðmundsson og Karl Gauti Hjaltason fara inn sem jöfnunarþingmenn. Bergþór út og Guðmundur inn Í Norðvesturkjördæmi dettur Bergþór Ólason út. Eyjólfur Ármannsson er nýr inn fyrir Flokk fólksins og Guðmundur Gunnarsson fyrir Viðreisn. Bjarni Jónsson oddviti Vinstri grænna er þá nýr inn. Framsókn bætir við sig manni. Guðmundur Gunnarsson er nýr þingmaður Viðreisnar í norðvesturkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi heldur sigurganga Framsóknarmanna áfram og þeir fá þrjá kjördæmakjörna. Anna Kolbrún Árnadóttir dettur út en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Uppbótarþingmann fá Vinstri græn en Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingarkona í öðru sæti á eftir Loga Einarssyni fær ekki sæti Albertínu Friðbjargar. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna fór inn sem jöfnunarþingmaður á lokametrunum í Suðurkjördæmi eftir að hafa skipst á við Guðbrand Einarsson Viðreisnarmann um sætið frameftir nóttu. Birgir Þórarinsson er kjördæmakjörinn og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru báðir með þrjá menn - Flokkur fólksins er með öruggt sæti. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sem baráttumaður í baráttusæti lét Ásmundur Einar Daðason sér ekkert óviðkomandi: Hann vingaðist við raunveruleikastjörnur, mætti í fjölda persónulegra viðtala og gekk svo langt að draga trukk í viðurvist myndavéla. Hann vann mikið afrek í þeirri íþrótt og það sama gerði hann í nótt. „Að fara í framboð í Reykjavík þar sem ekki hefur verið þingmaður frá 2013 og sjá þessar tölur og allt þetta frábæra fólk og frábæru meðframbjóðendur. Bara takk fyrir Reykjavík, við munum gera allt sem við getum til að standa undir þessu trausti.“ Sjálfstæðisflokkurinn er sterkastur í Reykjavík norður en missti jöfnunarþingmann á lokametrunum, nánar tiltekið sjálfan Brynjar Níelsson. Í staðinn fá Píratar tvo jöfnunarþingmenn, Andrés Inga Jónsson og Lenyu Rún Taha Karim. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður fer ekki inn. Tómas á Búllunni er inni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er jöfnunarþingmaður í Reykjavík suður og það sama gildir um Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Birgir Ármannsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Sjálfstæðismenn eru með fjóra menn í sínu höfuðvígi. Guðmundur Andri Thorsson dettur út af þingi. Sigmar Guðmundsson og Karl Gauti Hjaltason fara inn sem jöfnunarþingmenn. Bergþór út og Guðmundur inn Í Norðvesturkjördæmi dettur Bergþór Ólason út. Eyjólfur Ármannsson er nýr inn fyrir Flokk fólksins og Guðmundur Gunnarsson fyrir Viðreisn. Bjarni Jónsson oddviti Vinstri grænna er þá nýr inn. Framsókn bætir við sig manni. Guðmundur Gunnarsson er nýr þingmaður Viðreisnar í norðvesturkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi heldur sigurganga Framsóknarmanna áfram og þeir fá þrjá kjördæmakjörna. Anna Kolbrún Árnadóttir dettur út en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Uppbótarþingmann fá Vinstri græn en Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingarkona í öðru sæti á eftir Loga Einarssyni fær ekki sæti Albertínu Friðbjargar. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna fór inn sem jöfnunarþingmaður á lokametrunum í Suðurkjördæmi eftir að hafa skipst á við Guðbrand Einarsson Viðreisnarmann um sætið frameftir nóttu. Birgir Þórarinsson er kjördæmakjörinn og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru báðir með þrjá menn - Flokkur fólksins er með öruggt sæti.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira