„Stjórnarandstaðan skíttapaði einfaldlega“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 14:40 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir einsýnt að nú þyrfi að horfa inn á við. Og það gerir Össur Skarphéðinsson forveri hans á formannsstóli og degur ekki af sér: Stjórnarandstaðan skíttapaði kosningunum einfaldlega og þar má kenna sundurlyndi um. vísir/vilhelm Samfylkingarfólk veltir fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst í kosningunum? Óhætt er að segja að vinstri menn vita vart hvaðan á þá stendur veðrið en þeir gengu vonglaðir til kosninga eftir að skoðanakannanir höfðu gefið fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðuna einfaldlega hafa skíttapað kosningabaráttunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu Halldórs Guðmundssonar rithöfundar og stuðningsmanns Samfylkingarinnar. En Halldór vitnar í Stein Steinarr: Og loks er eins og ekkert hafi gerst, orti Steinn. Seðlabankastjóri skaut Viðreisn á flugi Halldór spyr: „Var ekki meginbreyting kosninganna sú að Framsókn endurheimti kjósendur sína frá Miðflokknum? Og sundrað vinstrið tapaði.“ Samfylkingarfólk reynir nú að rýna í stöðuna. Össur er einn þeirra en fáir eru eins vel lesnir í kosningum og hann. Össur segir að það sem gerðist sé engin tilviljun. Seðlabankastjóri hafi skotið Viðreisn sem var á góðu flugi niður með „makalaustri tímasetningu“ og vísar hann þar til viðtals Viðskiptablaðsins við Ásgeir Jónsson sem segir að verði krónan fest við evru, líkt og Viðreisn berst fyrir, geti það kallað á hærri stýrivexti. „Samfylkingin fór mjög seint af stað og henni og Pírötum skorti málafylgju og forystu til að koma erindum sínum á framfæri, að frátalinni Kristrúnu [Frostadóttur].“ Samfylkingin afvelta eftir innanflokksátök Og Össur hlífir sínum gamla flokki ekki: „Stjórnarandstaðan skíttapaði einfaldlega kosningabaráttunni. Samfylkingin var afvelta eftir vetur innanflokksátaka þar sem vænsta fólki var rutt úr sætum og gersamlega tilefnislaus varaformannsslagur saxaði á limina hans Björns míns,“ segir Össur og hlífir félögum sínum hvergi. Össur segir Samfylkingu hafa farið mjög seint af stað og henni hafi skort málafylgju og forystu. Þó Samfylkingarfólk reyni nú að horfa inn á við, eins og Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur boðað að nú sé þörf á, vill Grímur Atlason, eiginmaður Helgu Völu Helgadóttur þingmans Samfylkingar, ekki gleypa útleggingar Össurar alveg hráar. Hann spyr hvort lýðræðið sé ekki einmitt best þegar framboð er af frambærilegu fólki og val félaga fari fram í kjölfarið? „Það er hins vegar rétt að ekki var spilað rétt úr stöðunni í kjölfarið og val á lista fór illa en Kristrún kom samt í gegnum þetta val.“ Þá vill Grímur meina að í Reykjavíkurkjördæmunum, hvar Samfylkingin hefur staðið sterkust, hafi samkeppnin verið gríðarlega hörð og nægi þar að nefna hinn vinsæla formann Vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar Daðason Framsóknarflokki, sem reyndist sigurvegari kosninganna, Pírata og svo 5,8 prósenta manninn hann Gunnar Smára Egilsson Sósíalistum. „Ekki hægt að horfa framhjá þessu.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Samfylkingin Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. 26. september 2021 11:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Þetta gerir hann á Facebook-síðu Halldórs Guðmundssonar rithöfundar og stuðningsmanns Samfylkingarinnar. En Halldór vitnar í Stein Steinarr: Og loks er eins og ekkert hafi gerst, orti Steinn. Seðlabankastjóri skaut Viðreisn á flugi Halldór spyr: „Var ekki meginbreyting kosninganna sú að Framsókn endurheimti kjósendur sína frá Miðflokknum? Og sundrað vinstrið tapaði.“ Samfylkingarfólk reynir nú að rýna í stöðuna. Össur er einn þeirra en fáir eru eins vel lesnir í kosningum og hann. Össur segir að það sem gerðist sé engin tilviljun. Seðlabankastjóri hafi skotið Viðreisn sem var á góðu flugi niður með „makalaustri tímasetningu“ og vísar hann þar til viðtals Viðskiptablaðsins við Ásgeir Jónsson sem segir að verði krónan fest við evru, líkt og Viðreisn berst fyrir, geti það kallað á hærri stýrivexti. „Samfylkingin fór mjög seint af stað og henni og Pírötum skorti málafylgju og forystu til að koma erindum sínum á framfæri, að frátalinni Kristrúnu [Frostadóttur].“ Samfylkingin afvelta eftir innanflokksátök Og Össur hlífir sínum gamla flokki ekki: „Stjórnarandstaðan skíttapaði einfaldlega kosningabaráttunni. Samfylkingin var afvelta eftir vetur innanflokksátaka þar sem vænsta fólki var rutt úr sætum og gersamlega tilefnislaus varaformannsslagur saxaði á limina hans Björns míns,“ segir Össur og hlífir félögum sínum hvergi. Össur segir Samfylkingu hafa farið mjög seint af stað og henni hafi skort málafylgju og forystu. Þó Samfylkingarfólk reyni nú að horfa inn á við, eins og Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur boðað að nú sé þörf á, vill Grímur Atlason, eiginmaður Helgu Völu Helgadóttur þingmans Samfylkingar, ekki gleypa útleggingar Össurar alveg hráar. Hann spyr hvort lýðræðið sé ekki einmitt best þegar framboð er af frambærilegu fólki og val félaga fari fram í kjölfarið? „Það er hins vegar rétt að ekki var spilað rétt úr stöðunni í kjölfarið og val á lista fór illa en Kristrún kom samt í gegnum þetta val.“ Þá vill Grímur meina að í Reykjavíkurkjördæmunum, hvar Samfylkingin hefur staðið sterkust, hafi samkeppnin verið gríðarlega hörð og nægi þar að nefna hinn vinsæla formann Vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar Daðason Framsóknarflokki, sem reyndist sigurvegari kosninganna, Pírata og svo 5,8 prósenta manninn hann Gunnar Smára Egilsson Sósíalistum. „Ekki hægt að horfa framhjá þessu.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Samfylkingin Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. 26. september 2021 11:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. 26. september 2021 11:00