„Hryllileg rússíbanareið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2021 19:59 Jóhann Páll segist spenntur fyrir því að taka sæti á Alþingi, með þeim fyrirvara að hann sé raunverulega að fara að taka umrætt sæti. „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. Jóhann Páll kemur inn sem jöfnunarmaður á kostnað Píratans Lenyu Rúnar Taha Karim, sem dettur út. Samflokkskona Jóhanns Páls, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, dettur þá út í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Jóhann Páll segir mikinn missi af Rósu Björk. „Hún hefur verið einhver sterkasti talsmaður róttækra loftslagsaðgerða og mannréttinda á Alþingi undanfarin ár,“ segir Jóhann Páll. Kosningavakan ekki búin Jóhann Páll, sem í morgun leit svo á að hann væri ekki á leiðinni inn á þing, segist tilbúinn og spenntur fyrir því verkefni sem hann stendur nú frammi fyrir, að taka sæti á Alþingi Íslendinga. „Ég segi þetta með þeim fyrirvara að það getur auðvitað enn þá allt gerst. Hvort það fari einhver hringekja aftur af stað, maður veit aldrei.“ Hann segist hafa verið búinn að sætta sig við að ekkert yrði af þingmennskunni, þegar tölur lágu fyrir í morgun. „Ég var nú búinn að gera ráð fyrir því að vera í fósturstellingu yfir helgina og reyna svo að snúa mér að einhverju öðru, en þetta breytir svolítið leiknum,“ segir Jóhann Páll. Hann kveðst þá ekki alveg þora því að taka fyrirliggjandi upplýsingar fullkomlega gildar, og gerir allt eins ráð fyrir því að staðan breytist enn. Í því samhengi má benda á að Vinstri græn hafa beðið um endurtalningu í Suðurkjördæmi, þar sem litlu mátti muna að flokkurinn fengi inn kjördæmakjörinn mann. Yfirkjörstjórn mun taka afstöðu til beiðninnar á morgun. „Ég ætla að anda með nefinu og líta svo á að kosningavakan standi enn yfir,“ segir Jóhann Páll. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Jóhann Páll kemur inn sem jöfnunarmaður á kostnað Píratans Lenyu Rúnar Taha Karim, sem dettur út. Samflokkskona Jóhanns Páls, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, dettur þá út í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Jóhann Páll segir mikinn missi af Rósu Björk. „Hún hefur verið einhver sterkasti talsmaður róttækra loftslagsaðgerða og mannréttinda á Alþingi undanfarin ár,“ segir Jóhann Páll. Kosningavakan ekki búin Jóhann Páll, sem í morgun leit svo á að hann væri ekki á leiðinni inn á þing, segist tilbúinn og spenntur fyrir því verkefni sem hann stendur nú frammi fyrir, að taka sæti á Alþingi Íslendinga. „Ég segi þetta með þeim fyrirvara að það getur auðvitað enn þá allt gerst. Hvort það fari einhver hringekja aftur af stað, maður veit aldrei.“ Hann segist hafa verið búinn að sætta sig við að ekkert yrði af þingmennskunni, þegar tölur lágu fyrir í morgun. „Ég var nú búinn að gera ráð fyrir því að vera í fósturstellingu yfir helgina og reyna svo að snúa mér að einhverju öðru, en þetta breytir svolítið leiknum,“ segir Jóhann Páll. Hann kveðst þá ekki alveg þora því að taka fyrirliggjandi upplýsingar fullkomlega gildar, og gerir allt eins ráð fyrir því að staðan breytist enn. Í því samhengi má benda á að Vinstri græn hafa beðið um endurtalningu í Suðurkjördæmi, þar sem litlu mátti muna að flokkurinn fengi inn kjördæmakjörinn mann. Yfirkjörstjórn mun taka afstöðu til beiðninnar á morgun. „Ég ætla að anda með nefinu og líta svo á að kosningavakan standi enn yfir,“ segir Jóhann Páll.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira