„Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar en við erum ekki þar“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 08:00 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í höfuðstöðvm Arion banka í gær. Þær eru í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. vísir/Sigurjón Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir voru í íslenska landsliðinu sem komst á þrjú stórmót í handbolta fyrir um áratug síðan. Nú eru þær í þjálfarateymi landsliðsins og stýra B-landsliði, og vinna að því að koma Íslandi aftur á þann stað að eiga fullt erindi á stórmót. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hitti Önnu Úrsúlu eftir blaðamannafund í gær þar sem þjálfarateymi landsliðsins var kynnt. Anna var kölluð til landsliðsæfinga síðasta vor eftir nokkurra ára fjarveru en hefur nú lagt skóna á hilluna. Hvað finnst henni hafa vantað hjá kvennalandsliðinu síðustu ár? „Fljótt sagt þá er þetta ákveðin þrautseigja, fyrir utan það sem þarf að byrja með fyrr í ferlinu; æfingarnar. Hvernig liðið æfir saman og einnig einstaklingarnir hver fyrir sig. Líka hvernig félögin skipuleggja æfingar. Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar, eru með atvinnumenn og taka kannski tvær æfingar á dag, en við erum ekki þar,“ segir Anna og vísar til íslensku Olís-deildarinnar, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan: Klippa: Anna Úrsúla um stöðu íslenska landsliðsins „Við erum með áhugamannadeild. Það er ótrúlega erfitt að setja þessar kröfur á einstaklinganna, en margar þeirra sem eru í landsliðinu taka þessari kröfu ansi vel og eru margar byrjaðar á því að æfa ansi vel – flestar tvisvar á dag. Það vilja allir ná árangri og liðið er þannig uppsett að ef að metnaðurinn í leikmönnum er til staðar þá er alveg möguleiki á að liðið nái árangri.“ Anna telur að ýmislegt sé hægt að gera til að auka möguleika Íslands á að komast nær bestu landsliðum Evrópu: „Þessar tveggja tíma æfingar eru ótrúlega mikilvægar. Hérna á Íslandi er það þannig að stóru félögin, sem eru jafnvel með 2-3 boltagreinar hjá sér, að það er slegist um tíma inni í íþróttasalnum og lyftingasalnum. Það getur haft áhrif. Svo er þetta líka spurning um samspil æfinga og umhverfisins, og samspil HSÍ bæði með félagsliðum og leikmönnum, og að nýta þau úrræði sem eru í boði. Til dæmis að gamlir leikmenn eða landsliðsmenn komi inn í æfingar hjá yngri flokkum, séu svolítið til staðar og sýni möguleikana. Hífi þetta aðeins upp,“ segir Anna. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik á EM 2010. Hún hefur leikið á þremur stórmótum fyrir Íslands hönd.EPA/CLAUS FISKER Mikilvægt að huga að menntaskólakrökkunum Efniviðurinn er til staðar, ekki satt? „Ég tel það vera en auðvitað þykir mér ofboðslega leitt ef það hefur orðið brotthvarf úr íþróttinni vegna Covid. Við erum þó ekki þau einu sem upplifa það. Efniviðurinn er til staðar og kannski þurfum við að sækja hann líka. Til dæmis í menntaskólana því nú er það svo að menntaskólaaldurinn er erfiðastur. Okkur þarf að vera umhugað um þennan aldur, hjá körlum og konum, og passa fólkið á þessum aldri,“ segir Anna. En er langt í að við náum eins öflugu liði og þær Anna og Hrafnhildur voru hluti af fyrir áratug síðan? „Ég vona ekki. Ég held að þetta sé bara byrjunin á þessari leið. Ef maður er raunsær þá gerist það ekki í ár, en kannski eftir 2-3 ár. Ef að liðið heldur sér, og metnaðurinn og þrautseigjan er til staðar, þá er allt mögulegt. Að trú stelpnanna sé fyrir hendi, ekki bara þeirra sem eru valdar í landsliðin núna heldur í allri handboltahreyfingunni. Að allir ætli sér að stuðla að þessum árangri.“ Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hitti Önnu Úrsúlu eftir blaðamannafund í gær þar sem þjálfarateymi landsliðsins var kynnt. Anna var kölluð til landsliðsæfinga síðasta vor eftir nokkurra ára fjarveru en hefur nú lagt skóna á hilluna. Hvað finnst henni hafa vantað hjá kvennalandsliðinu síðustu ár? „Fljótt sagt þá er þetta ákveðin þrautseigja, fyrir utan það sem þarf að byrja með fyrr í ferlinu; æfingarnar. Hvernig liðið æfir saman og einnig einstaklingarnir hver fyrir sig. Líka hvernig félögin skipuleggja æfingar. Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar, eru með atvinnumenn og taka kannski tvær æfingar á dag, en við erum ekki þar,“ segir Anna og vísar til íslensku Olís-deildarinnar, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan: Klippa: Anna Úrsúla um stöðu íslenska landsliðsins „Við erum með áhugamannadeild. Það er ótrúlega erfitt að setja þessar kröfur á einstaklinganna, en margar þeirra sem eru í landsliðinu taka þessari kröfu ansi vel og eru margar byrjaðar á því að æfa ansi vel – flestar tvisvar á dag. Það vilja allir ná árangri og liðið er þannig uppsett að ef að metnaðurinn í leikmönnum er til staðar þá er alveg möguleiki á að liðið nái árangri.“ Anna telur að ýmislegt sé hægt að gera til að auka möguleika Íslands á að komast nær bestu landsliðum Evrópu: „Þessar tveggja tíma æfingar eru ótrúlega mikilvægar. Hérna á Íslandi er það þannig að stóru félögin, sem eru jafnvel með 2-3 boltagreinar hjá sér, að það er slegist um tíma inni í íþróttasalnum og lyftingasalnum. Það getur haft áhrif. Svo er þetta líka spurning um samspil æfinga og umhverfisins, og samspil HSÍ bæði með félagsliðum og leikmönnum, og að nýta þau úrræði sem eru í boði. Til dæmis að gamlir leikmenn eða landsliðsmenn komi inn í æfingar hjá yngri flokkum, séu svolítið til staðar og sýni möguleikana. Hífi þetta aðeins upp,“ segir Anna. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik á EM 2010. Hún hefur leikið á þremur stórmótum fyrir Íslands hönd.EPA/CLAUS FISKER Mikilvægt að huga að menntaskólakrökkunum Efniviðurinn er til staðar, ekki satt? „Ég tel það vera en auðvitað þykir mér ofboðslega leitt ef það hefur orðið brotthvarf úr íþróttinni vegna Covid. Við erum þó ekki þau einu sem upplifa það. Efniviðurinn er til staðar og kannski þurfum við að sækja hann líka. Til dæmis í menntaskólana því nú er það svo að menntaskólaaldurinn er erfiðastur. Okkur þarf að vera umhugað um þennan aldur, hjá körlum og konum, og passa fólkið á þessum aldri,“ segir Anna. En er langt í að við náum eins öflugu liði og þær Anna og Hrafnhildur voru hluti af fyrir áratug síðan? „Ég vona ekki. Ég held að þetta sé bara byrjunin á þessari leið. Ef maður er raunsær þá gerist það ekki í ár, en kannski eftir 2-3 ár. Ef að liðið heldur sér, og metnaðurinn og þrautseigjan er til staðar, þá er allt mögulegt. Að trú stelpnanna sé fyrir hendi, ekki bara þeirra sem eru valdar í landsliðin núna heldur í allri handboltahreyfingunni. Að allir ætli sér að stuðla að þessum árangri.“
Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita