Ræða hvort fundirnir verði opnir öllum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 11:52 Kjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag á nefndarsviði Alþingis til að hefjast handa við að reyna að leysa úr þeirri flóknu stöðu sem er komin upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Á fundinum verður formaður nefndarinnar valinn og meðal annars rætt hvort fundir hennar verði opnir eða ekki. Búast má við að Birgir Ármannsson, einn þriggja nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins í undirbúningsnefndinni, verði formaður hennar en hann hefur gegnt því hlutverki eftir síðustu tvennar kosningar og hefur langmesta reynslu allra nefndarmanna af störfum í kjörbréfanefnd. Sjálfur segist hann að minnsta kosti tilbúinn til að leiða störf nefndarinnar. „Já, já. En eins og ég segi auðvitað er það nefndin sjálf sem velur sér formann og það er enginn búinn að ákveða neitt fyrir fram í þeim efnum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu Aðalhlutverk nefndarinnar er að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem henni berast vegna kosninganna. Nefndinni hefur þegar borist kæra frá Magnúsi D. Norðdahl, oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi sem náði ekki kjöri, og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, íhuga einnig að leggja fram kæru. Á fundi nefndarinnar í dag verður þannig einnig skoðað hvaða rannsóknarheimildir nefndin hefur til að taka afstöðu til kæranna. Þannig verður skoðað hvort nefndin geti til dæmis gert tilkall til upptaka úr öryggismyndavélum í salnum á Hótel Borgarnesi, þar sem kjörgögn í Norðvesturkjördæmi voru geymd óinnsigluð milli talninga, og einnig hvort hún fái að fylgjast með rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi eftir kæru Karls Gauta Hjaltasonar, frambjóðanda Miðflokksins. „Við náttúrulega vitum það að það verða ákveðin álitamál sem þarf að takast á við og við þurfum að ræða það hvernig við komumst til botns í þeim,” segir Birgir um störf nefndarinnar. Vill opna fundi eins og hægt er Nefndin mun á fundi sínum skoða hvort framtíðarfundir hennar eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Birni Leví Gunnarssyni, nefndarmanni Pírata, finnst að flestir fundir og störf hennar ættu að vera opnir öllum. Björn Leví er nefndarmaður Pírata í kjörbréfanefnd.Vísir/Vilhelm „Allavega þeir hlutir sem að varða almenning beint og eru ekki takmörkuð að einhverju leyti vegna meðferð sakamála eða einhverju því um líkt,“ segir hann en bendir á að það verði af augljósum ástæðum ekki hægt að halda opna fundi ef lögregla verður kölluð til nefndarinnar til að ræða rannsókn sem er enn í gangi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59 Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Búast má við að Birgir Ármannsson, einn þriggja nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins í undirbúningsnefndinni, verði formaður hennar en hann hefur gegnt því hlutverki eftir síðustu tvennar kosningar og hefur langmesta reynslu allra nefndarmanna af störfum í kjörbréfanefnd. Sjálfur segist hann að minnsta kosti tilbúinn til að leiða störf nefndarinnar. „Já, já. En eins og ég segi auðvitað er það nefndin sjálf sem velur sér formann og það er enginn búinn að ákveða neitt fyrir fram í þeim efnum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu Aðalhlutverk nefndarinnar er að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem henni berast vegna kosninganna. Nefndinni hefur þegar borist kæra frá Magnúsi D. Norðdahl, oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi sem náði ekki kjöri, og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, íhuga einnig að leggja fram kæru. Á fundi nefndarinnar í dag verður þannig einnig skoðað hvaða rannsóknarheimildir nefndin hefur til að taka afstöðu til kæranna. Þannig verður skoðað hvort nefndin geti til dæmis gert tilkall til upptaka úr öryggismyndavélum í salnum á Hótel Borgarnesi, þar sem kjörgögn í Norðvesturkjördæmi voru geymd óinnsigluð milli talninga, og einnig hvort hún fái að fylgjast með rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi eftir kæru Karls Gauta Hjaltasonar, frambjóðanda Miðflokksins. „Við náttúrulega vitum það að það verða ákveðin álitamál sem þarf að takast á við og við þurfum að ræða það hvernig við komumst til botns í þeim,” segir Birgir um störf nefndarinnar. Vill opna fundi eins og hægt er Nefndin mun á fundi sínum skoða hvort framtíðarfundir hennar eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Birni Leví Gunnarssyni, nefndarmanni Pírata, finnst að flestir fundir og störf hennar ættu að vera opnir öllum. Björn Leví er nefndarmaður Pírata í kjörbréfanefnd.Vísir/Vilhelm „Allavega þeir hlutir sem að varða almenning beint og eru ekki takmörkuð að einhverju leyti vegna meðferð sakamála eða einhverju því um líkt,“ segir hann en bendir á að það verði af augljósum ástæðum ekki hægt að halda opna fundi ef lögregla verður kölluð til nefndarinnar til að ræða rannsókn sem er enn í gangi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59 Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59
Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54