Barcelona gæti reynt að fá Raheem Sterling í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 10:30 Raheem Sterling og Nathan Ake fagna marki Manchester City. EPA-EFE/Andrew Yates Sterling er ekki lengur fastamaður hjá Pep Guardiola hjá Manchester City og það er áhugi á enska landsliðsmanninum í Katalóníu ef marka má fréttir þaðan. Spænska blaðið Mundo Deportivo, sem er frá Barcelona, slær því upp í morgun að Barcelona hafi áhuga á því að fá Raheem Sterling frá Manchester City þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Barcelona hefur þá aðeins möguleika á því að fá Sterling á láni en leikmaðurinn er með samning við Manchester City út 2022-23 tímabilið. In the papers this morning... Xavi to take over from Koeman Everton with an eye on Donny van de Beek after failed summer move Man Utd tracking Franck Kessie Raheem Sterling a Barcelona targetAnd plenty more!— BBC Sport (@BBCSport) October 5, 2021 Barcelona missti auðvitað bæði Lionel Messi og Antoine Griezmann í sumar og þá hafa þeir Sergio Agüero og Ousmane Dembélé verið að glíma við meiðsli. Það hefur ekki verið rismikill sóknarleikur hjá Barcelona liðinu í upphafi tímabils og þeir hafa hvorki skorað né náð skoti á mark í fyrstu tveimur leikjunum í Meistaradeildinni. Raheem Sterling hefur aðeins skorað eitt mark í tíu leikjum í öllum keppnum með Manchester City á leiktíðinni. Sterling hefur aðeins byrjað 3 af 9 leikjum í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni og var tekin af velli í tveimur af þremur byrjunarliðsleikjum sínum. "THERE IS MONEY TO SIGN"Barça has 16 million 'fair-play' euros if they want to strengthen the team in January with objectives like Sterling and Dani Olmo pic.twitter.com/8NEgBJsSWo— FCBarcelonaFl (@FCBarcelonaFl) October 4, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæma fjárhagsstöðu Barcelona en það lítur þó út fyrir það samkvæmt frétt Mundo Deportivo að verði þó einhverjir peningar í boði fyrir nýja leikmenn í janúar. Sterling hefur verið orðaður við Barcelona áður en nú færist aftur kraftur í það fótboltaslúður með þessum fréttum frá Spáni. Það er þó ekki aðeins rætt um mögulega komu hins 26 ára gamla Raheem Sterling heldur einnig gæti spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo verið á leiðinni til Börsunga. Olmo er 23 ára vængmaður sem spilar með RB Leipzig í Þýskalandi. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Spænska blaðið Mundo Deportivo, sem er frá Barcelona, slær því upp í morgun að Barcelona hafi áhuga á því að fá Raheem Sterling frá Manchester City þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Barcelona hefur þá aðeins möguleika á því að fá Sterling á láni en leikmaðurinn er með samning við Manchester City út 2022-23 tímabilið. In the papers this morning... Xavi to take over from Koeman Everton with an eye on Donny van de Beek after failed summer move Man Utd tracking Franck Kessie Raheem Sterling a Barcelona targetAnd plenty more!— BBC Sport (@BBCSport) October 5, 2021 Barcelona missti auðvitað bæði Lionel Messi og Antoine Griezmann í sumar og þá hafa þeir Sergio Agüero og Ousmane Dembélé verið að glíma við meiðsli. Það hefur ekki verið rismikill sóknarleikur hjá Barcelona liðinu í upphafi tímabils og þeir hafa hvorki skorað né náð skoti á mark í fyrstu tveimur leikjunum í Meistaradeildinni. Raheem Sterling hefur aðeins skorað eitt mark í tíu leikjum í öllum keppnum með Manchester City á leiktíðinni. Sterling hefur aðeins byrjað 3 af 9 leikjum í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni og var tekin af velli í tveimur af þremur byrjunarliðsleikjum sínum. "THERE IS MONEY TO SIGN"Barça has 16 million 'fair-play' euros if they want to strengthen the team in January with objectives like Sterling and Dani Olmo pic.twitter.com/8NEgBJsSWo— FCBarcelonaFl (@FCBarcelonaFl) October 4, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæma fjárhagsstöðu Barcelona en það lítur þó út fyrir það samkvæmt frétt Mundo Deportivo að verði þó einhverjir peningar í boði fyrir nýja leikmenn í janúar. Sterling hefur verið orðaður við Barcelona áður en nú færist aftur kraftur í það fótboltaslúður með þessum fréttum frá Spáni. Það er þó ekki aðeins rætt um mögulega komu hins 26 ára gamla Raheem Sterling heldur einnig gæti spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo verið á leiðinni til Börsunga. Olmo er 23 ára vængmaður sem spilar með RB Leipzig í Þýskalandi.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira