Frjósemi íslenskra kvenna 1,71 barn árið 2020 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2021 09:58 Frjósemi íslenskra kvenna er nú á pari við frjósemi kvenna í Danmörku og Svíþjóð. Javier de la Maza Sögulega séð hefur frjósemi á Íslandi verið meiri en í nágrannalöndunum en nú er svo komið að hún er næstum því sú sama á Íslandi og í Danmörku og Svíþjóð, eða í kringum 1,7 börn á hverja konu. Gengið er út frá því að til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma þurfi hver kona að eignast 2,1 barn á lífsleiðinni. Þegar frjósemi var hvað mest á Íslandi, árið 1960, voru konur að eignast um 4,3 börn. Frá þessu er greint í talnabrunni embættis landlæknis um fæðingar og frjósemi árið 2020. Þar segir að samkvæmt rannsókn sem gerð var í Finnlandi séu helstu ástæður þess að dregið hefur úr frjósemi hærri meðalaldur frumbyrja og fjölgun meðal þeirra sem ákveða að eignast ekki börn. Leiða megi líkur að því að sömu ástæður eigi við hér á landi. Margar konur á landsbyggðinni eiga börn sín utan heimabyggðar Árið 2020 fæddust 4.499 börn á Íslandi í 4.457 fæðingum. Þetta jafngildir 60,9 börnum á hverjar þúsund konur. Heimafæðingar voru heldur fleiri en áður, 118, sem má mögulega rekja til kórónuveirufaraldursins en keisaraskurðir voru 719. Langflestar fæðingarnar fóru fram á Landspítala, eða 74 prósent, en í tölurnar endurspegla vel mismunandi aðgengi kvenna að fæðingarþjónustu í heimabyggð. Þannig fæddi aðeins helmingur kvenna búsettur á Austurlandi börn sín í heimabyggð og meirihluti kvenna á Vestfjörðum (61,3 prósent), Suðurnesjum (70,8 prósent) og Suðurlandi (84 prósent) utan heimabyggðar. Í talnabrunninum er fjallað um sjúkdóma á meðgöngu og meðal annars greint frá því að samkvæmt gögnum fæðingarskrár hafi 23 prósent barnshafandi kvenna verið með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 árið 2020. Vísbendingar séu uppi um að hlutfallið sé að hækka. Þessu fylgi auknar líkur á ýmsum vandamálum, svo sem auknar líkur á meðgöngusykursýki, háþrýstingi, meðgöngueitrun, blóðtappa, þungbura, vaxtarseinkun í lok meðgöngu og fósturdauða. Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Gengið er út frá því að til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma þurfi hver kona að eignast 2,1 barn á lífsleiðinni. Þegar frjósemi var hvað mest á Íslandi, árið 1960, voru konur að eignast um 4,3 börn. Frá þessu er greint í talnabrunni embættis landlæknis um fæðingar og frjósemi árið 2020. Þar segir að samkvæmt rannsókn sem gerð var í Finnlandi séu helstu ástæður þess að dregið hefur úr frjósemi hærri meðalaldur frumbyrja og fjölgun meðal þeirra sem ákveða að eignast ekki börn. Leiða megi líkur að því að sömu ástæður eigi við hér á landi. Margar konur á landsbyggðinni eiga börn sín utan heimabyggðar Árið 2020 fæddust 4.499 börn á Íslandi í 4.457 fæðingum. Þetta jafngildir 60,9 börnum á hverjar þúsund konur. Heimafæðingar voru heldur fleiri en áður, 118, sem má mögulega rekja til kórónuveirufaraldursins en keisaraskurðir voru 719. Langflestar fæðingarnar fóru fram á Landspítala, eða 74 prósent, en í tölurnar endurspegla vel mismunandi aðgengi kvenna að fæðingarþjónustu í heimabyggð. Þannig fæddi aðeins helmingur kvenna búsettur á Austurlandi börn sín í heimabyggð og meirihluti kvenna á Vestfjörðum (61,3 prósent), Suðurnesjum (70,8 prósent) og Suðurlandi (84 prósent) utan heimabyggðar. Í talnabrunninum er fjallað um sjúkdóma á meðgöngu og meðal annars greint frá því að samkvæmt gögnum fæðingarskrár hafi 23 prósent barnshafandi kvenna verið með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 árið 2020. Vísbendingar séu uppi um að hlutfallið sé að hækka. Þessu fylgi auknar líkur á ýmsum vandamálum, svo sem auknar líkur á meðgöngusykursýki, háþrýstingi, meðgöngueitrun, blóðtappa, þungbura, vaxtarseinkun í lok meðgöngu og fósturdauða.
Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira