Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2021 21:21 Silja Allansdóttir er ráðskona Suðurverks á Hótel Bjarkalundi. Arnar Halldórsson Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu. Í fréttum Stöðvar 2 var þetta elsta sveitahótel Íslands heimsótt. Það var haustið 2008 sem félagarnir Georg Bjarnfreðarson og Ólafur Ragnar mættu þangað akandi á Læðunni í gamanþáttum sem slógu í gegn á Stöð 2. Úr sjónvarpsþáttunum Dagvaktin. Félagarnir Ólafur Ragnar og Georg Bjarnfreðarson mæta til starfa á sveitahótelinu.Saga Film Það átti eftir að fara illa fyrir Guggu að kynnast þessum kauðum og í eldhúsinu var kokknum Daníel brugðið að sjá hverjir voru komnir til starfa. Hótel Bjarkalundur hefur núna fengið nýtt hlutverk, sem sést kannski best á óhreinum vinnubílum á hlaðinu. Í eldhúsinu ráða núna ríkjum þær Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. „Við erum búin að taka yfir Hótel Bjarkalund núna næstu tvö árin allavega,“ segir Silja. Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit. Tignarleg Vaðalfjöll gnæfa yfir.Arnar Halldórsson Þær starfa fyrir Suðurverk sem vinnur að þverun Þorskafjarðar en brúarsmiðirnir eru í fæði og gistingu í Bjarkalundi. „Já, nú er þetta vinnubúðir og bara mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Silja segir marga eiga góðar minningar frá hótelinu. „Fólki finnst rosalega gott og gaman að koma hingað. Það tengja þetta náttúrlega allir við Dagvaktina.“ Já, sæll, Guggupannan fræga er hér upp á vegg og ráðskonurnar bregða á leik með sjálft morðvopnið. „En það eru líka rosalega margir sem spyrja um Læðuna. Hvar er Læðan?“ segir Þórvör Embla. Ráðskonurnar Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir bregða á leik með pönnuna frægu.Arnar Halldórsson Silja telur raunar að einhver gangi aftur í húsinu. „Já, það er umgangur á nóttinni.“ -Draugagangur? „Þeir halda að ég sé á ferðinni alla nóttina. En það er Gugga, - ekki ég.“ -Gengur Gugga aftur hérna? „Það er einhver hérna.“ -Þú finnur það? „Það er bara svoleiðis.“ -En lendir þú í því að vera kölluð Gugga? „Það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar. Ég var fljót að drepa það niður. Allt í lagi að vera kölluð truntan. En ekki Guggan,“ segir ráðskonan og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af brúarvinnunni í Þorskafirði: Fjallað var um frægð Bjarkalundar í frétt Stöðvar 2 árið 2009: Reykhólahreppur Bíó og sjónvarp Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var þetta elsta sveitahótel Íslands heimsótt. Það var haustið 2008 sem félagarnir Georg Bjarnfreðarson og Ólafur Ragnar mættu þangað akandi á Læðunni í gamanþáttum sem slógu í gegn á Stöð 2. Úr sjónvarpsþáttunum Dagvaktin. Félagarnir Ólafur Ragnar og Georg Bjarnfreðarson mæta til starfa á sveitahótelinu.Saga Film Það átti eftir að fara illa fyrir Guggu að kynnast þessum kauðum og í eldhúsinu var kokknum Daníel brugðið að sjá hverjir voru komnir til starfa. Hótel Bjarkalundur hefur núna fengið nýtt hlutverk, sem sést kannski best á óhreinum vinnubílum á hlaðinu. Í eldhúsinu ráða núna ríkjum þær Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. „Við erum búin að taka yfir Hótel Bjarkalund núna næstu tvö árin allavega,“ segir Silja. Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit. Tignarleg Vaðalfjöll gnæfa yfir.Arnar Halldórsson Þær starfa fyrir Suðurverk sem vinnur að þverun Þorskafjarðar en brúarsmiðirnir eru í fæði og gistingu í Bjarkalundi. „Já, nú er þetta vinnubúðir og bara mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Silja segir marga eiga góðar minningar frá hótelinu. „Fólki finnst rosalega gott og gaman að koma hingað. Það tengja þetta náttúrlega allir við Dagvaktina.“ Já, sæll, Guggupannan fræga er hér upp á vegg og ráðskonurnar bregða á leik með sjálft morðvopnið. „En það eru líka rosalega margir sem spyrja um Læðuna. Hvar er Læðan?“ segir Þórvör Embla. Ráðskonurnar Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir bregða á leik með pönnuna frægu.Arnar Halldórsson Silja telur raunar að einhver gangi aftur í húsinu. „Já, það er umgangur á nóttinni.“ -Draugagangur? „Þeir halda að ég sé á ferðinni alla nóttina. En það er Gugga, - ekki ég.“ -Gengur Gugga aftur hérna? „Það er einhver hérna.“ -Þú finnur það? „Það er bara svoleiðis.“ -En lendir þú í því að vera kölluð Gugga? „Það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar. Ég var fljót að drepa það niður. Allt í lagi að vera kölluð truntan. En ekki Guggan,“ segir ráðskonan og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af brúarvinnunni í Þorskafirði: Fjallað var um frægð Bjarkalundar í frétt Stöðvar 2 árið 2009:
Reykhólahreppur Bíó og sjónvarp Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44