Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 12:08 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. AP/Sergei Shelega Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. Meðlimir þingsins segja Lúkasjenka hafa látið handtaka og pynta fjölmarga mótmælendur í Hvíta-Rússlandi í fyrra en minnst 700 þeirra eru enn í fangelsi. Þingmennirnir vilja að mál Alþjóðadómstóllinn í Haag taki málið gegn einræðisherranum til skoðunar. Samkvæmt frétt DW munu þingmenn líklega greiða atkvæði um málið á morgun. Umfangsmikil mótmæli brutust út eftir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi síðasta sumar. Lúkasjenka, sem hefur stjórna landinu frá 1994 og er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik. Sjá einnig: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Öryggissveitir hans beittu mikilli hörku gegn mótmælendum og leiðtogum stjórnarandstöðunnar, sem eru margir í fangelsi. Sjá einnig: Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Deilur Lúkasjenka við Evrópu eru einnig til komnar vegna farand- og flóttafólks sem Hvít-Rússar hafa sent yfir landamærin til Póllands, Litháen og Lettlands. Í þeim ríkjum hafa ráðmenn kallað út hermenn og lýst yfir neyðarástandi á landamærunum og lokað þeim. Evrópusambandið hefur sakað einræðisherrann um að flytja flóttafólk til Hvíta-Rússlands og senda þau yfir landamærin til Evrópu. Fólkið hefur verið rekið aftur að landamærum Hvíta-Rússlands. Yfirvöld í Póllandi hafa til að mynda verið sökuð um mannréttindabrot fyrir að neita að taka hælisumsóknir fólksins fyrir en vitað er til þess að minnst fimm hafa dáið á landamærunum. Þing Hvíta-Rússlands samþykkti á mánudaginn lagafrumvarp sem snýr að því að yfirvöld landsins geta nú neitað að taka við flóttafólkinu aftur. Í frétt Politico segir að nýju lögin muni líklega gera deilurnar enn verri. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Lettland Flóttamenn Tengdar fréttir Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25. ágúst 2021 22:57 Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. 18. ágúst 2021 08:51 Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9. ágúst 2021 14:41 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Meðlimir þingsins segja Lúkasjenka hafa látið handtaka og pynta fjölmarga mótmælendur í Hvíta-Rússlandi í fyrra en minnst 700 þeirra eru enn í fangelsi. Þingmennirnir vilja að mál Alþjóðadómstóllinn í Haag taki málið gegn einræðisherranum til skoðunar. Samkvæmt frétt DW munu þingmenn líklega greiða atkvæði um málið á morgun. Umfangsmikil mótmæli brutust út eftir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi síðasta sumar. Lúkasjenka, sem hefur stjórna landinu frá 1994 og er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik. Sjá einnig: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Öryggissveitir hans beittu mikilli hörku gegn mótmælendum og leiðtogum stjórnarandstöðunnar, sem eru margir í fangelsi. Sjá einnig: Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Deilur Lúkasjenka við Evrópu eru einnig til komnar vegna farand- og flóttafólks sem Hvít-Rússar hafa sent yfir landamærin til Póllands, Litháen og Lettlands. Í þeim ríkjum hafa ráðmenn kallað út hermenn og lýst yfir neyðarástandi á landamærunum og lokað þeim. Evrópusambandið hefur sakað einræðisherrann um að flytja flóttafólk til Hvíta-Rússlands og senda þau yfir landamærin til Evrópu. Fólkið hefur verið rekið aftur að landamærum Hvíta-Rússlands. Yfirvöld í Póllandi hafa til að mynda verið sökuð um mannréttindabrot fyrir að neita að taka hælisumsóknir fólksins fyrir en vitað er til þess að minnst fimm hafa dáið á landamærunum. Þing Hvíta-Rússlands samþykkti á mánudaginn lagafrumvarp sem snýr að því að yfirvöld landsins geta nú neitað að taka við flóttafólkinu aftur. Í frétt Politico segir að nýju lögin muni líklega gera deilurnar enn verri.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Lettland Flóttamenn Tengdar fréttir Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25. ágúst 2021 22:57 Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. 18. ágúst 2021 08:51 Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9. ágúst 2021 14:41 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15
Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25. ágúst 2021 22:57
Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. 18. ágúst 2021 08:51
Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9. ágúst 2021 14:41
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48