Ertu til? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 9. október 2021 09:00 Allt of oft þarf því miður alvarleg veikindi til að minna okkur á hvað skiptir máli í lífinu. Þó árangur í baráttunni við krabbamein sé stöðugt að batna eru krabbamein samt sem áður orsök flestra ótímabærra dauðsfalla hér á landi eða um 300 talsins og að meðaltali deyja rúmlega 600 manns á hverju ári úr krabbameinum. Þetta eru allt of margir. Alvarleg veikindi fá flesta til að staldra við, líta yfir farinn veg og hugsa um ferðalagið framundan. Enn hef ég ekki hitt þann einstakling sem hefur komist að þeirri niðurstöðu í tengslum við alvarleg veikindi sín eða sinna nánustu að hafa viljað eyða meiri tíma í vinnunni. Langflestir meta stundirnar með ástvinum sínum mest og oft eru það hversdagslegu hlutirnir sem standa upp úr, ekki síður en heimsreisurnar eða meistaratitlarnir. Með einkunnarorðum Bleiku slaufunnar í ár verum til minnir Krabbameinsfélagið okkur á gildi þess að lifa lífinu, að vera til, í orðanna fyllstu merkingu og leyfa ekki lífinu að líða hugsunarlaust hjá. En það er ekki eina merkingin. Einkunnarorðin minna okkur líka á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á okkur að halda þegar við höfum möguleika á. Stuðningur fólksins í kring, bæði við þá sem veikjast og þá sem næstir þeim standa er ómetanlegur og getur fleytt fólki yfir margar hindranir. En við getum líka verið til staðar með því að leggja góðum málefnum lið. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá konum og fjáröflun fyrir Krabbameinsfélagið. Starfsemi félagsins er fjölbreytt. Við erum til staðar fyrir sjúklinga og aðstandendur með stuðning og ráðgjöf fagfólks og sjálfboðaliða sem getur sparað fólki sporin og létt lífið og við erum líka til fyrir æsku landsins til framtíðar í gegnum öflugt forvarnarstarf. Við hjá félaginu erum einnig til staðar fyrir vísindamenn í landinu, með öflugum Vísindasjóði sem hefur veitt 316 milljónum til 37 krabbameinsrannsókna. Starfsemin er rekin fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu sem í gegnum tíðina hafa sannarlega verið til í að styðja góðan málstað. Með kaupum á Bleiku slaufunni ert þú til fyrir konurnar í landinu. Fyrir þær 850 konur sem greinast með krabbamein á hverju ári og þær 9000 konur sem í dag eru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Verum til! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Sjá meira
Allt of oft þarf því miður alvarleg veikindi til að minna okkur á hvað skiptir máli í lífinu. Þó árangur í baráttunni við krabbamein sé stöðugt að batna eru krabbamein samt sem áður orsök flestra ótímabærra dauðsfalla hér á landi eða um 300 talsins og að meðaltali deyja rúmlega 600 manns á hverju ári úr krabbameinum. Þetta eru allt of margir. Alvarleg veikindi fá flesta til að staldra við, líta yfir farinn veg og hugsa um ferðalagið framundan. Enn hef ég ekki hitt þann einstakling sem hefur komist að þeirri niðurstöðu í tengslum við alvarleg veikindi sín eða sinna nánustu að hafa viljað eyða meiri tíma í vinnunni. Langflestir meta stundirnar með ástvinum sínum mest og oft eru það hversdagslegu hlutirnir sem standa upp úr, ekki síður en heimsreisurnar eða meistaratitlarnir. Með einkunnarorðum Bleiku slaufunnar í ár verum til minnir Krabbameinsfélagið okkur á gildi þess að lifa lífinu, að vera til, í orðanna fyllstu merkingu og leyfa ekki lífinu að líða hugsunarlaust hjá. En það er ekki eina merkingin. Einkunnarorðin minna okkur líka á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á okkur að halda þegar við höfum möguleika á. Stuðningur fólksins í kring, bæði við þá sem veikjast og þá sem næstir þeim standa er ómetanlegur og getur fleytt fólki yfir margar hindranir. En við getum líka verið til staðar með því að leggja góðum málefnum lið. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá konum og fjáröflun fyrir Krabbameinsfélagið. Starfsemi félagsins er fjölbreytt. Við erum til staðar fyrir sjúklinga og aðstandendur með stuðning og ráðgjöf fagfólks og sjálfboðaliða sem getur sparað fólki sporin og létt lífið og við erum líka til fyrir æsku landsins til framtíðar í gegnum öflugt forvarnarstarf. Við hjá félaginu erum einnig til staðar fyrir vísindamenn í landinu, með öflugum Vísindasjóði sem hefur veitt 316 milljónum til 37 krabbameinsrannsókna. Starfsemin er rekin fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu sem í gegnum tíðina hafa sannarlega verið til í að styðja góðan málstað. Með kaupum á Bleiku slaufunni ert þú til fyrir konurnar í landinu. Fyrir þær 850 konur sem greinast með krabbamein á hverju ári og þær 9000 konur sem í dag eru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Verum til! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun