Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 10:22 Netverjar hafa ekki setið á sér eftir fréttir dagsins. Vísir Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. Nú eru því aðeins tveir þingmenn eftir í Miðflokknum: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður í Norðausturkjördæmi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú orðnir sautján. Netverjar hafa að sjálfsögðu ekki setið á sér og velta margir fyrir sér tímasetningu vistaskiptanna, tveimur vikum eftir þingkosningar. Birgir sagði í pistli sem hann skrifaði í Morgunblaðinu í morgun að ástæða skiptanna væri Klaustursmálið, sem kom upp í nóvember 2018. Eftir að hann hafi gagnrýnt málið hafi samflokksmenn hans fyrrverandi aldrei treyst honum fyllilega aftur. „Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn,“ skrifar Jónas Már Torfason á Twitter. Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn pic.twitter.com/5CSV3DOTfl— Jónas Már (@JTorfason) October 9, 2021 „Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki,“ tístir Snæbjörn. Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki.https://t.co/ELBY1gpgEa— Snæbjörn (@artybjorn) October 9, 2021 Er hægt að hægsturlast meira af bræði vegna snarklikkaðrar háttsemi félaga sinna á Klausturbarnum og hætta í flokknum rúmum ... þremur árum síðar? https://t.co/59odH2FLic— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 9, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir því fyrir sér hvort Bergþór Ólason fari ekki sömu leið og Birgir, Bergþor hafi jú lengstum verið í Sjálfstæðisflokknum. Einhverjir spyrja sig hvers vegna þingmenn haldi sæti sínu þegar þeir yfirgefi sinn stjórnmálaflokk. Ef það væri bannað þá myndi fólk einfaldlega vera áfram í sínum flokki á pappírnum, en kjósa alltaf með öðrum. Í praxís kæmi það á nákvæmlega sama stað niður.— Stígur Helgason (@Stigurh) October 9, 2021 Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir skort Birgis á pólitískum heiðarleika með því að skipta um flokk, hálfum mánuði eftir kosningar, jaðra við Íslandsmet. Þorsteinn Guðmundsson útilokar ekki að flótti Birgis úr Miðflokknum muni hafa einhver áhrif á hann eftir þrjú ár. Þessi flótti þingmannsins úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk hefur engin áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að útiloka að það hellist yfir mig neikvæðar tilfinningar eftir þrjú ár.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 9, 2021 Miðflokkurinn alltaf að minna okkur á hvaðan við komum: frá tíma þegar fjárhagslega sjálfstæðir karlar kúguðu aðra á öllum sviðum samfélagsins með þeim afleiðingum að kynslóðir fólks lifðu við óöryggi, ofbeldi, fátækt og hungur. Bring Miðaldir back? https://t.co/krrEt3ulLs— Sara Stef. (@sarastefans) October 9, 2021 Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Nú eru því aðeins tveir þingmenn eftir í Miðflokknum: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður í Norðausturkjördæmi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú orðnir sautján. Netverjar hafa að sjálfsögðu ekki setið á sér og velta margir fyrir sér tímasetningu vistaskiptanna, tveimur vikum eftir þingkosningar. Birgir sagði í pistli sem hann skrifaði í Morgunblaðinu í morgun að ástæða skiptanna væri Klaustursmálið, sem kom upp í nóvember 2018. Eftir að hann hafi gagnrýnt málið hafi samflokksmenn hans fyrrverandi aldrei treyst honum fyllilega aftur. „Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn,“ skrifar Jónas Már Torfason á Twitter. Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn pic.twitter.com/5CSV3DOTfl— Jónas Már (@JTorfason) October 9, 2021 „Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki,“ tístir Snæbjörn. Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki.https://t.co/ELBY1gpgEa— Snæbjörn (@artybjorn) October 9, 2021 Er hægt að hægsturlast meira af bræði vegna snarklikkaðrar háttsemi félaga sinna á Klausturbarnum og hætta í flokknum rúmum ... þremur árum síðar? https://t.co/59odH2FLic— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 9, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir því fyrir sér hvort Bergþór Ólason fari ekki sömu leið og Birgir, Bergþor hafi jú lengstum verið í Sjálfstæðisflokknum. Einhverjir spyrja sig hvers vegna þingmenn haldi sæti sínu þegar þeir yfirgefi sinn stjórnmálaflokk. Ef það væri bannað þá myndi fólk einfaldlega vera áfram í sínum flokki á pappírnum, en kjósa alltaf með öðrum. Í praxís kæmi það á nákvæmlega sama stað niður.— Stígur Helgason (@Stigurh) October 9, 2021 Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir skort Birgis á pólitískum heiðarleika með því að skipta um flokk, hálfum mánuði eftir kosningar, jaðra við Íslandsmet. Þorsteinn Guðmundsson útilokar ekki að flótti Birgis úr Miðflokknum muni hafa einhver áhrif á hann eftir þrjú ár. Þessi flótti þingmannsins úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk hefur engin áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að útiloka að það hellist yfir mig neikvæðar tilfinningar eftir þrjú ár.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 9, 2021 Miðflokkurinn alltaf að minna okkur á hvaðan við komum: frá tíma þegar fjárhagslega sjálfstæðir karlar kúguðu aðra á öllum sviðum samfélagsins með þeim afleiðingum að kynslóðir fólks lifðu við óöryggi, ofbeldi, fátækt og hungur. Bring Miðaldir back? https://t.co/krrEt3ulLs— Sara Stef. (@sarastefans) October 9, 2021
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira