Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Snorri Másson skrifar 10. október 2021 19:31 Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar, sem kemst að lokaniðurstöðu í kærumálum í Norðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ber ábyrgð á einni slíkri kæru. Vísir/Vilhelm Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður, datt út af þingi eftir að niðurstöður endurtalningar lágu fyrir og jöfnunarsætahringekjan svonefnda valt aftur af stað. Hvernig hafa þessir dagar verið? „Þetta hefur verið bara úr hringekju yfir í rússíbana. Þetta hafa verið mjög sérstakir tímar, auðvitað,“ segir Rósa Björk í samtali við fréttastofu. Sagði uppkosningu ýtrasta úrræðið Rósa hefur eins og fleiri kærendur krafist uppkosningar í Norðvesturkjördæmi en segir það stærra mál en svo að það snúist um hagsmuni þeirra þingmanna sem eiga í hlut. Hún óttast aftur á móti að stjórnarþingmenn muni mögulega láta pólitíska hagsmuni ganga framar því að fá rétta niðurstöðu í málið. „Mér finnst óheppilegt þegar formaður undirbúningskjörbréfanefndar lýsir sinni persónulegu skoðun yfir á sunnudag fyrir viku síðan áður en nefndin hefur hafið störf og áður en nefndin er með öll gögnin á borðinu. Það finnst mér óheppilegt,“ segir Rósa Björk. Þar vísar Rósa til ummæla Birgis Ármannsonar, formanns nefndarinnar, í Morgunblaðinu 4. október, sem ætla má að hafi verið sögð daginn áður. Birgir segir þar að enda þótt lögin heimili uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, sé það „ýtrasta úrræðið.“ Fyrst þurfi að skoða „alla aðra möguleika í þaula.“ Með þessu telur Rósa að Birgir hafi lýst skoðun sinni á niðurstöðunni áður en rannsóknin hefur verið leidd til lykta. Undirbúningskjörbréfanefnd er skipuð stjórnarþingmönnum að meirihluta en eins og kunnugt er hélt ríkisstjórnin velli í kosningunum. Rósa segir óheppilegt að þingið kveði sjálft upp úr um eigið lögmæti en bindur vonir við að komist verði að réttri niðurstöðu. Krafa hennar er uppkosning. „Það er í þessu tilviki það mikill vafi að þarna hafi ekki aðeins eitt eða tvo eða þrjú brot á kosningalögum heldur fjölmörg, að ef það er raunin, þurfum við að sýna okkar styrk sem lýðræðisþjóðfélag að geta þá leitt til lykta þessar kosningar í þessu kjördæmi þannig að þær séu lögmætar,“ segir Rósa Björk. Óttastu að stjórnarþingmenn muni láta eigin pólitísku hagsmuni ganga framar því að fá fram rétta niðurstöðu? „Já. Núna er pólitíkin með þetta í höndunum. Við erum með lögfræðina annars vegar sem er bara með kosningalögin og dómaframkvæmd hjá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir framan sig og síðan er það pólitíkin, og það er mjög óheppilegt að pólitíkin sé sjálf að skera úr um eigið lögmæti,“ segir Rósa Björk. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður, datt út af þingi eftir að niðurstöður endurtalningar lágu fyrir og jöfnunarsætahringekjan svonefnda valt aftur af stað. Hvernig hafa þessir dagar verið? „Þetta hefur verið bara úr hringekju yfir í rússíbana. Þetta hafa verið mjög sérstakir tímar, auðvitað,“ segir Rósa Björk í samtali við fréttastofu. Sagði uppkosningu ýtrasta úrræðið Rósa hefur eins og fleiri kærendur krafist uppkosningar í Norðvesturkjördæmi en segir það stærra mál en svo að það snúist um hagsmuni þeirra þingmanna sem eiga í hlut. Hún óttast aftur á móti að stjórnarþingmenn muni mögulega láta pólitíska hagsmuni ganga framar því að fá rétta niðurstöðu í málið. „Mér finnst óheppilegt þegar formaður undirbúningskjörbréfanefndar lýsir sinni persónulegu skoðun yfir á sunnudag fyrir viku síðan áður en nefndin hefur hafið störf og áður en nefndin er með öll gögnin á borðinu. Það finnst mér óheppilegt,“ segir Rósa Björk. Þar vísar Rósa til ummæla Birgis Ármannsonar, formanns nefndarinnar, í Morgunblaðinu 4. október, sem ætla má að hafi verið sögð daginn áður. Birgir segir þar að enda þótt lögin heimili uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, sé það „ýtrasta úrræðið.“ Fyrst þurfi að skoða „alla aðra möguleika í þaula.“ Með þessu telur Rósa að Birgir hafi lýst skoðun sinni á niðurstöðunni áður en rannsóknin hefur verið leidd til lykta. Undirbúningskjörbréfanefnd er skipuð stjórnarþingmönnum að meirihluta en eins og kunnugt er hélt ríkisstjórnin velli í kosningunum. Rósa segir óheppilegt að þingið kveði sjálft upp úr um eigið lögmæti en bindur vonir við að komist verði að réttri niðurstöðu. Krafa hennar er uppkosning. „Það er í þessu tilviki það mikill vafi að þarna hafi ekki aðeins eitt eða tvo eða þrjú brot á kosningalögum heldur fjölmörg, að ef það er raunin, þurfum við að sýna okkar styrk sem lýðræðisþjóðfélag að geta þá leitt til lykta þessar kosningar í þessu kjördæmi þannig að þær séu lögmætar,“ segir Rósa Björk. Óttastu að stjórnarþingmenn muni láta eigin pólitísku hagsmuni ganga framar því að fá fram rétta niðurstöðu? „Já. Núna er pólitíkin með þetta í höndunum. Við erum með lögfræðina annars vegar sem er bara með kosningalögin og dómaframkvæmd hjá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir framan sig og síðan er það pólitíkin, og það er mjög óheppilegt að pólitíkin sé sjálf að skera úr um eigið lögmæti,“ segir Rósa Björk.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31