Óljóst hversu lengi húsin sem standa eftir verða rýmd Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. október 2021 11:57 Níu hús voru rýmd á Seyðisfirði í síðustu viku vegna skriðuhættunnar og yfirgáfu þá nítján manns heimili sín. Rýmingu hefur nú verið aflétt af fjórum húsum. Veðurstofan Rýming húsa á Seyðisfirði sem hefur varað í rúma viku vegna skriðuhættu var aflétt að hluta til í gær en íbúar fjögurra húsa af níu fengu að snúa aftur á heimili sín. Íbúafundur fór fram á Seyðisfirði í gær þar sem íbúum var tilkynnt um málið en óljóst er hversu lengi húsin fimm sem eftir standa verða rýmd. Íbúum sem var gert að rýma heimili sín í síðustu viku funduðu í gegnum fjarfundabúnað í gær með fulltrúum veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings eftir að ákveðið var að aflétta rýmingu að hluta til. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir íbúafundinn hafa gengið vel þar sem íbúar fengu meðal annars að koma sínum vangaveltum á framfæri. „Það var ágætismæting þar og íbúum annars á Seyðisfirði boðið að mæta. Þetta voru bara góðar umræður og upplýsandi vona ég fyrir báða aðila, hvort heldur þeir sem þurftu að rýma þau áfram eða halda þeim rýmdum, og hinum sem að geta þá aftur farið í sín hús,“ segir Kristján. „Eins auðvitað gott fyrir veðurstofu og almannavarnir að heyra svona viðhorf íbúa. Eins og ég segi ég held að þetta hafi verið upplýsandi fundur og góður fyrir alla,“ segir hann enn fremur. Aðspurður um hvernig íbúar tóku í fréttirnar segir Kristján þá hafa verið rólega og yfirvegaða þar sem íbúar voru viðbúin hvoru tveggja, að þau myndu annað hvort fá að fara heim til sín eða ekki. Hættustig almannavarna er enn í gildi og er vel fylgst með hreyfingum á hryggnum við Búðará. „Það er svona verið að bíða bara eftir því að sjá betur hvernig hann hagar sér og á hvaða leið hann er. Þetta verður svo bara metið daglega og niðurstaðan þá eftir því, en líklegt að það verði í það minnsta rýming í einhverja daga enn, að minnsta kosti,“ segir Kristján að lokum. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Íbúum sem var gert að rýma heimili sín í síðustu viku funduðu í gegnum fjarfundabúnað í gær með fulltrúum veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings eftir að ákveðið var að aflétta rýmingu að hluta til. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir íbúafundinn hafa gengið vel þar sem íbúar fengu meðal annars að koma sínum vangaveltum á framfæri. „Það var ágætismæting þar og íbúum annars á Seyðisfirði boðið að mæta. Þetta voru bara góðar umræður og upplýsandi vona ég fyrir báða aðila, hvort heldur þeir sem þurftu að rýma þau áfram eða halda þeim rýmdum, og hinum sem að geta þá aftur farið í sín hús,“ segir Kristján. „Eins auðvitað gott fyrir veðurstofu og almannavarnir að heyra svona viðhorf íbúa. Eins og ég segi ég held að þetta hafi verið upplýsandi fundur og góður fyrir alla,“ segir hann enn fremur. Aðspurður um hvernig íbúar tóku í fréttirnar segir Kristján þá hafa verið rólega og yfirvegaða þar sem íbúar voru viðbúin hvoru tveggja, að þau myndu annað hvort fá að fara heim til sín eða ekki. Hættustig almannavarna er enn í gildi og er vel fylgst með hreyfingum á hryggnum við Búðará. „Það er svona verið að bíða bara eftir því að sjá betur hvernig hann hagar sér og á hvaða leið hann er. Þetta verður svo bara metið daglega og niðurstaðan þá eftir því, en líklegt að það verði í það minnsta rýming í einhverja daga enn, að minnsta kosti,“ segir Kristján að lokum.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira