Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2021 06:37 Mennirnir eru sagðir hafa spilað marga landsleiki fyrir Ísland. Myndin er tekin á æfingu fyrir leik Íslands og Englands á Laugardalsvelli og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu og á mbl.is og vísað í ónafngreinda heimildarmenn. Þar segir að innan KSÍ sé farið með tölvupóstinn sem trúnaðarmál en að fjallað hafi verið um hann á stjórnarfundi sambandsins 30. september. Samkvæmt heimildum mbl.is virðist pósturinn hafa orðið til þess að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari gat ekki valið alla þá leikmenn í hópinn gegn Armeníu og Liechtenstein sem hann hafði hug á að velja. Að því er fram kemur í umfjöllun mbl.is eru Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson meðal þeirra sem nafngreindir eru í tölvupóstinum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í fjölmiðlum. Hinir hafi ekki verið nafngreindir en þeir hafi allir verið fastamenn í landsliðshópnum undanfarinn áratug og eigi allir að baki marga landsleiki fyrir A-landsliðið. Málið er sagt vera til skoðunar hjá Sigurbjörgu Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, sem starfar fyrir Domus Mentis Geðheilsustöð á grundvelli starfssamnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Frétt mbl.is. Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ MeToo Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu og á mbl.is og vísað í ónafngreinda heimildarmenn. Þar segir að innan KSÍ sé farið með tölvupóstinn sem trúnaðarmál en að fjallað hafi verið um hann á stjórnarfundi sambandsins 30. september. Samkvæmt heimildum mbl.is virðist pósturinn hafa orðið til þess að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari gat ekki valið alla þá leikmenn í hópinn gegn Armeníu og Liechtenstein sem hann hafði hug á að velja. Að því er fram kemur í umfjöllun mbl.is eru Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson meðal þeirra sem nafngreindir eru í tölvupóstinum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í fjölmiðlum. Hinir hafi ekki verið nafngreindir en þeir hafi allir verið fastamenn í landsliðshópnum undanfarinn áratug og eigi allir að baki marga landsleiki fyrir A-landsliðið. Málið er sagt vera til skoðunar hjá Sigurbjörgu Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, sem starfar fyrir Domus Mentis Geðheilsustöð á grundvelli starfssamnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Frétt mbl.is.
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ MeToo Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira