Ný ríkisstjórn Noregs ætla að halda áfram olíuvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 13:59 Jonas Gahr Støre sestur í forsætisráðherrastólinn. Verkamannaflokkur hans myndaði minnihlutastjórn með Miðflokknum. Vísir/EPA Jonas Gahr Støre kynnti nýja ríkisstjórn Verkamannaflokks hans og Miðflokksins í dag. Flokkarnir eru sammála um að halda áfram að leita að og vinna olíu og gas næstu árin. Nýja miðvinstristjórnin verður minnihlutastjórn en Vinstri sósíalistar drógu sig út úr stjórnarmyndunarviðræðrum flokkanna þriggja. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórninni í fyrsta skipti í sögu Noregs. Af átján ráðherrum verða tíu konur, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Á meðal þeirra kvenna sem taka sæti í stjórninni er Emilie Enger Mehl sem verður dómsmálaráðherra, aðeins 28 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í lögfræði og sat í utanríkis- og dómsmálanefnd norska þingsins á síðasta kjörtímabili. Trygve Slagsvold Vedum úr Miðflokknum verður fjármálaráðherra en hann hefur setið í fjárlaganefnd Stórþingsins undanfarin tvö kjörtímabil. Anniken Huitfeldt úr Verkamannaflokknum verður utanríkisráðherra og Hadia Tajik, atvinnu- og aðlögunarráðherra. Tveir ráðherrar eru eftirlifendur úr hryðjuverkaárásinni á Úteyju 22. júlí árið 2011. Tonje Brenna, menntamálaráðherra, og Jan Christian Vestre, viðskipta- og iðnaðarráðherra, voru bæði á ungmennamóti Verkamannaflokksins í eynni þegar hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 77 félaga þeirra. Emilie Enger Mehl, nýr dómsmálaráðherra, (t.v.) með Odd Roger Enoksen varnarmálaráðherra og Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EPA Ætla ekki að leggja olíuiðnaðinn niður Loftslagsmál og framtíð olíu- og gasiðnaðarins sem hefur gert Noreg að vellauðugu landi voru á meðal stærstu mála kosningabaráttunar í haust. Verkamanna- og Miðflokkurinn boða engar stórar breytingar á iðnaðinum. „Norski olíuiðnaðurinn verður þróaður áfram en ekki tekinn í sundur,“ sögðu flokkarnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Áfram verður haldið að gefa út ný leyfi til olíuleitar en stefnan er að ný vinnsla verði á hafsvæðum sem eru þegar lögð undir olíuborpalla. Norðmenn framleiða um fjórar milljónir tunna af olíu á hverjum degi. Um helmingur af útflutningstekjum landsins koma frá sölu á jarðefnaeldsneyti. Olíuiðnaðurinn tók tíðindunum fagnandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áform ríkisstjórnarinnar um að veita honum aðgang að nýjum olíulindum séu mikilvæg til að olíu- og gasvinnsla haldi áfram að skapa tekjur. Umhverfisverndarsamtök eru ekki eins hrifin. „Við fáum nýja ríkisstjórn en með ábyrgðalausu stefnumálin um jarðefnaeldsneyti og fyrri stjórnir. Stefnuskrá ríkisstjórnarinnar þýðir að það er haldið fulla ferð áfram með olíuleit,“ segir Frode Pleym, forsvarsmaður Grænfriðunga í Noregi. Noregur Þingkosningar í Noregi Bensín og olía Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Nýja miðvinstristjórnin verður minnihlutastjórn en Vinstri sósíalistar drógu sig út úr stjórnarmyndunarviðræðrum flokkanna þriggja. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórninni í fyrsta skipti í sögu Noregs. Af átján ráðherrum verða tíu konur, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Á meðal þeirra kvenna sem taka sæti í stjórninni er Emilie Enger Mehl sem verður dómsmálaráðherra, aðeins 28 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í lögfræði og sat í utanríkis- og dómsmálanefnd norska þingsins á síðasta kjörtímabili. Trygve Slagsvold Vedum úr Miðflokknum verður fjármálaráðherra en hann hefur setið í fjárlaganefnd Stórþingsins undanfarin tvö kjörtímabil. Anniken Huitfeldt úr Verkamannaflokknum verður utanríkisráðherra og Hadia Tajik, atvinnu- og aðlögunarráðherra. Tveir ráðherrar eru eftirlifendur úr hryðjuverkaárásinni á Úteyju 22. júlí árið 2011. Tonje Brenna, menntamálaráðherra, og Jan Christian Vestre, viðskipta- og iðnaðarráðherra, voru bæði á ungmennamóti Verkamannaflokksins í eynni þegar hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 77 félaga þeirra. Emilie Enger Mehl, nýr dómsmálaráðherra, (t.v.) með Odd Roger Enoksen varnarmálaráðherra og Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EPA Ætla ekki að leggja olíuiðnaðinn niður Loftslagsmál og framtíð olíu- og gasiðnaðarins sem hefur gert Noreg að vellauðugu landi voru á meðal stærstu mála kosningabaráttunar í haust. Verkamanna- og Miðflokkurinn boða engar stórar breytingar á iðnaðinum. „Norski olíuiðnaðurinn verður þróaður áfram en ekki tekinn í sundur,“ sögðu flokkarnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Áfram verður haldið að gefa út ný leyfi til olíuleitar en stefnan er að ný vinnsla verði á hafsvæðum sem eru þegar lögð undir olíuborpalla. Norðmenn framleiða um fjórar milljónir tunna af olíu á hverjum degi. Um helmingur af útflutningstekjum landsins koma frá sölu á jarðefnaeldsneyti. Olíuiðnaðurinn tók tíðindunum fagnandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áform ríkisstjórnarinnar um að veita honum aðgang að nýjum olíulindum séu mikilvæg til að olíu- og gasvinnsla haldi áfram að skapa tekjur. Umhverfisverndarsamtök eru ekki eins hrifin. „Við fáum nýja ríkisstjórn en með ábyrgðalausu stefnumálin um jarðefnaeldsneyti og fyrri stjórnir. Stefnuskrá ríkisstjórnarinnar þýðir að það er haldið fulla ferð áfram með olíuleit,“ segir Frode Pleym, forsvarsmaður Grænfriðunga í Noregi.
Noregur Þingkosningar í Noregi Bensín og olía Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira