Safnahelgi á Suðurnesjum alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2021 12:36 Safnahelgi á Suðurnesjum er fjölbreytt og skemmtileg helgi þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá helgarinnar. Aðsend Þeir sem vilja njóta menningar út í ystu æsar um helgina ættu þá að vera á Suðurnesjunum því þar fer fram Safnahelgi með fjölbreyttum viðburðum. Meðal annars verður hægt að skoða Slökkviliðssafn Íslands, Reykjanesvita, bátasafn, Rokksafn Íslands og kynna sér sögu Kaupfélags Suðurnesja. Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum taka þátt í Safnahelgina þar sem þau bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Ókeypis er inn á söfnin og flesta viðburði helgarinnar. Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri hjá Suðurnesjabæ veit allt um helgina. „Safnahelgi hefur verið haldin á Suðurnesjum í nokkur ár oftast um miðjan febrúar en sökum Covid var henni frestað í fyrra en við vildum ekki aflýsa henni aftur og færðum hana því núna yfir í október. Þetta er samstarfsverkefni, sem er búið að vera í nokkur ár og hefur tekist rosalega vel. Langflest söfn á Suðurnesjum bjóða gestum núna frítt inn á söfnin hjá sér,“ segir Bergný. Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri hjá Suðurnesjabæ, sem er ein af þeim, sem hefur undirbúið Safnahelgina af miklum krafti.Aðsend Bergný segir mikla safnamenningu á Suðurnesjum. „Já og það bætist bara alltaf við. Við erum náttúrulega með Rokksafnið í Reykjanesbæ og það er bæði Byggðasafn í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ og svo eru náttúrulega öll bókasöfnin, ég er örugglega að gleyma einhverju, listasöfnin, Saltfisksetrið í Garðinum, Kvikan í Grindavík, þannig að það er rosalega margt í gangi og mörg söfn og í rauninni er þetta bara verkefni, sem hefur heppnast rosalega vel.“ Hægt er að skoða alla dagskrá Safnahelgarinnar á heimasíðu verkefnisins Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Grindavík Söfn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum taka þátt í Safnahelgina þar sem þau bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Ókeypis er inn á söfnin og flesta viðburði helgarinnar. Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri hjá Suðurnesjabæ veit allt um helgina. „Safnahelgi hefur verið haldin á Suðurnesjum í nokkur ár oftast um miðjan febrúar en sökum Covid var henni frestað í fyrra en við vildum ekki aflýsa henni aftur og færðum hana því núna yfir í október. Þetta er samstarfsverkefni, sem er búið að vera í nokkur ár og hefur tekist rosalega vel. Langflest söfn á Suðurnesjum bjóða gestum núna frítt inn á söfnin hjá sér,“ segir Bergný. Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri hjá Suðurnesjabæ, sem er ein af þeim, sem hefur undirbúið Safnahelgina af miklum krafti.Aðsend Bergný segir mikla safnamenningu á Suðurnesjum. „Já og það bætist bara alltaf við. Við erum náttúrulega með Rokksafnið í Reykjanesbæ og það er bæði Byggðasafn í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ og svo eru náttúrulega öll bókasöfnin, ég er örugglega að gleyma einhverju, listasöfnin, Saltfisksetrið í Garðinum, Kvikan í Grindavík, þannig að það er rosalega margt í gangi og mörg söfn og í rauninni er þetta bara verkefni, sem hefur heppnast rosalega vel.“ Hægt er að skoða alla dagskrá Safnahelgarinnar á heimasíðu verkefnisins
Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Grindavík Söfn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira