Tókst ekki að fá Diego Simeone til að svara gagnrýni Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 12:30 Knattspyrnustjórarnir Diego Simeone og Jürgen Klopp heilsast fyrir síðast leik milli sinna leikja. Getty/Nick Potts Atletico Madrid tekur á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld og blaðamann voru að reyna að veiða þjálfara spænska félagsins til skjóta til baka á þjálfara enska liðsins. Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var hins vegar í engu stuði til að hefja eitthvað orðastríð við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Atletico Madrid liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni vorið 2020 eftir 1-0 sigur í heimaleiknum og svo 3-2 sigur á Anfield í seinni leiknum þremur vikum síðar. Eftir þann leik þá gagnrýndi pirraður Klopp leikstíl Atletico liðsins. Jurgen Klopp explains his 'angry' criticism of Atletico Madrid and makes Diego Simeone claim #lfc https://t.co/8PWUk7jvfl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 18, 2021 „Ég er algjörlega ánægður með frammistöðuna. Það er svo erfitt að spila á móti svona liði. Ég skil ekki að lið með þessi gæði spili svona fótbolta. Ég skil það ekki en sigurvegarinn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Jürgen Klopp í mars 2020 og hann hélt áfram: „Þegar ég sé leikmenn eins og (Marcos) Llorente, Koke og Saul. Þeir gætu verið að spila almennilegan fótbolta en þeir sitja djúpt á sínum vallarhelmingi og bíða eftir skyndisóknum. Þeir unnu okkur samt, við sættum okkur við það og óskum þeim til hamingju,“ sagði Klopp. Diego Simeone was asked about Jurgen Klopp's criticism of how his teams play football...He literally had nothing to say pic.twitter.com/v3OAvtXy8J— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 18, 2021 Argentínski þjálfarinn var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld og það stóð á svari. Simone brosti þegar hann var spurður um hvað hann vildi segja við Klopp og svaraði: „Ekkert,“ sagði Simone sem var líka duglegur að hrósa liði Liverpool. „Chelsea, City og Liverpool eru öll á frábærum stað. Það er gaman að sjá öll þessi þrjú lið spila,“ sagði Simone. „Liverpool liðið vinnur vel saman, pressar hátt upp á vellinum og nýtir sér svæðin vel á vellinum,“ sagði Simone. „Endurkoma (Virgil) van Dijk gerir þeim kleift að spila aftur sinn flotta varnarleik. Ég býst ekki við neinu öðru en mjög áköfu Liverpool liðið en við mun reyna að særa þá,“ sagði Simone. „Þegar þú mætir Liverpool þá er ljóst að þú mátt ekki vera of ákafur og verður svo að leita að tækifærum í leiknum,“ sagði Simone. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var hins vegar í engu stuði til að hefja eitthvað orðastríð við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Atletico Madrid liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni vorið 2020 eftir 1-0 sigur í heimaleiknum og svo 3-2 sigur á Anfield í seinni leiknum þremur vikum síðar. Eftir þann leik þá gagnrýndi pirraður Klopp leikstíl Atletico liðsins. Jurgen Klopp explains his 'angry' criticism of Atletico Madrid and makes Diego Simeone claim #lfc https://t.co/8PWUk7jvfl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 18, 2021 „Ég er algjörlega ánægður með frammistöðuna. Það er svo erfitt að spila á móti svona liði. Ég skil ekki að lið með þessi gæði spili svona fótbolta. Ég skil það ekki en sigurvegarinn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Jürgen Klopp í mars 2020 og hann hélt áfram: „Þegar ég sé leikmenn eins og (Marcos) Llorente, Koke og Saul. Þeir gætu verið að spila almennilegan fótbolta en þeir sitja djúpt á sínum vallarhelmingi og bíða eftir skyndisóknum. Þeir unnu okkur samt, við sættum okkur við það og óskum þeim til hamingju,“ sagði Klopp. Diego Simeone was asked about Jurgen Klopp's criticism of how his teams play football...He literally had nothing to say pic.twitter.com/v3OAvtXy8J— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 18, 2021 Argentínski þjálfarinn var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld og það stóð á svari. Simone brosti þegar hann var spurður um hvað hann vildi segja við Klopp og svaraði: „Ekkert,“ sagði Simone sem var líka duglegur að hrósa liði Liverpool. „Chelsea, City og Liverpool eru öll á frábærum stað. Það er gaman að sjá öll þessi þrjú lið spila,“ sagði Simone. „Liverpool liðið vinnur vel saman, pressar hátt upp á vellinum og nýtir sér svæðin vel á vellinum,“ sagði Simone. „Endurkoma (Virgil) van Dijk gerir þeim kleift að spila aftur sinn flotta varnarleik. Ég býst ekki við neinu öðru en mjög áköfu Liverpool liðið en við mun reyna að særa þá,“ sagði Simone. „Þegar þú mætir Liverpool þá er ljóst að þú mátt ekki vera of ákafur og verður svo að leita að tækifærum í leiknum,“ sagði Simone.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira