Dauðir sæki sín réttindi sjálfir? Eva Hauksdóttir skrifar 22. október 2021 09:00 Sá ágæti lögmaður Jón Steinar Gunnlaugsson hefur gagnrýnt dómstóla fyrir að fylgja fordæmum Hæstaréttar í blindni. Hann hefur ítrekað bent á að í okkar réttarkerfi teljist lög æðri réttarheimild en dómar og að gera þurfi þá kröfu til dómara að þeir hugsi sjálfstætt. Oft hafa mér þótt slík orð í tíma töluð en þekki þó ekkert dæmi sem sannar þau jafn rækilega og nýlegur úrskurður Landsréttar, í máli sem tengist mér persónulega. Aðstandendum synjað um stöðu brotaþola Móðir mín, Dana Jóhannsdóttir, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þann 19. október 2019. Uppi er rökstuddur grunur um að saknæm háttsemi heilbrigðisstarfsfólks hafi valdið þar mestu um. Hún var, að áliti Landlæknis, sett á lífslokameðferð þrátt fyrir að vera ekki dauðvona og reyndar ekki með neinn banvænan sjúkdóm. Réttum tveim árum síðar, þann 19. október sl., kvað Landsréttur upp úrskurð þess efnis að fjölskyldan uppfyllti ekki skilyrði laga til að fá skipaðan réttargæslumann. Lögreglan á Suðurnesjum tilnefndi okkur og nokkrum öðrum fjölskyldum í sömu stöðu réttargæslumenn í ágúst sl. en dró þá ákvörðun til baka sex vikum síðar. Ástæðan er sú að þótt 2. mgr. 41. gr. laga um meðferð sakamála kveði á um að endranær skuli skipa réttargæslumenn vegna brota gegn XXIII kafla hegningarlaga (sem fjallar um manndráp og alvarlegar líkamsárásir), telja íslenskir dómstólar að það eigi aðeins við um þá sem brotin beinast gegn, ekki aðstandendur þeirra. Málið snýst um upplýsingarétt aðstandenda Þessi niðurstaða gengur í berhögg við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur margsinnis staðfest þá meginreglu að þegar fólk lætur lífið af völdum saknæmrar háttsemi ríkisstarfsmanna, skuli litið á nánustu aðstandendur sem óbeina brotaþola. Fólk í þeirri stöðu á rétt á því að fá að fylgjast með gangi rannsóknar og kynna sér gögn, með þeim fyrirvara að það ógni ekki öðrum hagsmunum sem vega þyngra. Við systkinin erum í hæsta máta óánægð með að njóta ekki stöðu óbeinna brotaþola enda teljum við fulla ástæðu til að hafa vakandi auga með því að lögreglurannsókn miði eðlilega fram. Lögmaður lögreglunnar á Suðurnesjum hefur reyndar gefið það út að lögreglan muni hafa frumkvæði að því að upplýsa okkur ef lögvarðir hagsmunir okkar gefi tilefni til. Ég sé ekki hvaða lögvörðu hagsmuni fólk sem ekki nýtur stöðu brotaþola ætti að hafa af því að vera upplýst um gang rannsóknar enda fréttum við það ekki frá lögreglunni, heldur af tilviljun, að seint og um síðir hefði lögreglan krafist farbanns yfir einum sakborninga. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu. Fyrir því kann að vera góð ástæða en ég get ekkert mat á það lagt þar sem lögreglan bjó svo um hnútana að við fáum ekki að sjá þann úrskurð. Ég tel reyndar að tilgangurinn með því að neita okkur um stöðu brotaþola sé einmitt að hindra aðgang okkar að upplýsingum um gang rannsóknar. Mannréttindadómstóllinn telur aftur á móti nauðsynlegt að almenningur og þá sérstaklega þeir sem málið er skylt geti fullvissað sig um að vinnubrögð lögreglu séu í lagi. Það er nú einmitt þessvegna sem fólki í okkar stöðu er tryggður réttur til upplýsinga. Mannréttindasáttmálinn hundsaður Í kæru okkar til Landsréttar var gerð rækileg grein fyrir túlkun Mannréttindadómstólsins á stöðu aðstandenda í málum sem varða réttinn til lífs. Einnig byggðum við á því að þótt lög um meðferð sakamála tryggi fórnarlömbum manndrápa aðstoð réttargæslumanns, þá leiði túlkun lögreglu og héraðsdómara til þess að enginn þessa heims geti nýtt þann rétt. Þar með væri 2. mgr. 41. gr. laga um meðferð sakamála hrein og klár markleysa. Sömuleiðis var á það bent, í beiðni til héraðsdóms Reykjaness um skipun réttargæslumanns, að það væri undarlegt réttarfar ef sá sem fremur alvarlegan glæp gegn líkama og heilbrigði annars manns gæti bætt réttarstöðu sína með því að ganga lengra og fyrirkoma fórnarlambi sínu. Landsréttur víkur ekki einu orði að þessum málsástæðum í úrskurði sínum og héraðsdómur fjallaði ekki um þær að öðru leyti en því að ekki væri hægt að byggja úrskurð á eðli máls ef lagaskilyrði skorti. Á hvorugu dómstiginu var minnst á Mannréttindasáttmála Evrópu eða dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins, heldur byggja dómararnir eingöngu á dómi Hæstaréttar nr. 11/2020, þ.e. brennumálinu á Selfossi. Í dómi Landsréttar í málinu var haft á orði að fjölskyldum fórnarlambanna hefðu verið skipaðir réttargæslumenn án þess að lagaskilyrði væru til þess. Hæstiréttur gerði ekki athugasemd við þessi ummæli Landsréttar og þar með lítur Landsréttur svo á að þar hafi verið sett fordæmi sem dómstólum beri að dæma eftir. Hugleysi eða leti? Ég man ekki til þess að aðrir en Jón Steinar Gunnlaugsson hafi gagnrýnt dómara opinberlega fyrir að fylgja dómafordæmum í blindni, hvað þá fyrir að láta undir höfuð leggjast að byggja niðurstöður sínar á sjálfstæðri rannsókn á lögum. Þörfin á aðhaldi er þó greinilega til staðar. Í okkar tilviki eru Landsréttardómarar ekki einu sinni að fylgja rökstuddu dómafordæmi Hæstaréttar heldur aðeins athugasemd Landsréttar sem féll í framhjáhlaupi og virðist vanhugsuð. Engin tilraun er gerð til að beita viðurkenndum lögskýringaraðferðum eða komast að niðurstöðu sem samræmist heilbrigðri skynsemi. Erfitt er að segja til um hvort dómara skortir kjark til að dæma í ósamræmi við arfavitlausa athugasemd sem Hæstaréttur lét óátalda eða hvort þeir veigra sér við því erfiði sem þarf til að taka upplýsta ákvörðun. Af úrskurði Landsréttar verður ekki annað ráðið en að til þess að hægt sé að skipa réttargæslumenn í málum HSS verði fórnarlömbin sjálf að óska eftir því. Nú verður æsispennandi að sjá hvort tekur lengri tíma, að fá handanheimsþjónustu til að útvega undirskriftir þeirra, eða að fá Mannréttindadómstól Evrópu til að taka málið fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sá ágæti lögmaður Jón Steinar Gunnlaugsson hefur gagnrýnt dómstóla fyrir að fylgja fordæmum Hæstaréttar í blindni. Hann hefur ítrekað bent á að í okkar réttarkerfi teljist lög æðri réttarheimild en dómar og að gera þurfi þá kröfu til dómara að þeir hugsi sjálfstætt. Oft hafa mér þótt slík orð í tíma töluð en þekki þó ekkert dæmi sem sannar þau jafn rækilega og nýlegur úrskurður Landsréttar, í máli sem tengist mér persónulega. Aðstandendum synjað um stöðu brotaþola Móðir mín, Dana Jóhannsdóttir, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þann 19. október 2019. Uppi er rökstuddur grunur um að saknæm háttsemi heilbrigðisstarfsfólks hafi valdið þar mestu um. Hún var, að áliti Landlæknis, sett á lífslokameðferð þrátt fyrir að vera ekki dauðvona og reyndar ekki með neinn banvænan sjúkdóm. Réttum tveim árum síðar, þann 19. október sl., kvað Landsréttur upp úrskurð þess efnis að fjölskyldan uppfyllti ekki skilyrði laga til að fá skipaðan réttargæslumann. Lögreglan á Suðurnesjum tilnefndi okkur og nokkrum öðrum fjölskyldum í sömu stöðu réttargæslumenn í ágúst sl. en dró þá ákvörðun til baka sex vikum síðar. Ástæðan er sú að þótt 2. mgr. 41. gr. laga um meðferð sakamála kveði á um að endranær skuli skipa réttargæslumenn vegna brota gegn XXIII kafla hegningarlaga (sem fjallar um manndráp og alvarlegar líkamsárásir), telja íslenskir dómstólar að það eigi aðeins við um þá sem brotin beinast gegn, ekki aðstandendur þeirra. Málið snýst um upplýsingarétt aðstandenda Þessi niðurstaða gengur í berhögg við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur margsinnis staðfest þá meginreglu að þegar fólk lætur lífið af völdum saknæmrar háttsemi ríkisstarfsmanna, skuli litið á nánustu aðstandendur sem óbeina brotaþola. Fólk í þeirri stöðu á rétt á því að fá að fylgjast með gangi rannsóknar og kynna sér gögn, með þeim fyrirvara að það ógni ekki öðrum hagsmunum sem vega þyngra. Við systkinin erum í hæsta máta óánægð með að njóta ekki stöðu óbeinna brotaþola enda teljum við fulla ástæðu til að hafa vakandi auga með því að lögreglurannsókn miði eðlilega fram. Lögmaður lögreglunnar á Suðurnesjum hefur reyndar gefið það út að lögreglan muni hafa frumkvæði að því að upplýsa okkur ef lögvarðir hagsmunir okkar gefi tilefni til. Ég sé ekki hvaða lögvörðu hagsmuni fólk sem ekki nýtur stöðu brotaþola ætti að hafa af því að vera upplýst um gang rannsóknar enda fréttum við það ekki frá lögreglunni, heldur af tilviljun, að seint og um síðir hefði lögreglan krafist farbanns yfir einum sakborninga. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu. Fyrir því kann að vera góð ástæða en ég get ekkert mat á það lagt þar sem lögreglan bjó svo um hnútana að við fáum ekki að sjá þann úrskurð. Ég tel reyndar að tilgangurinn með því að neita okkur um stöðu brotaþola sé einmitt að hindra aðgang okkar að upplýsingum um gang rannsóknar. Mannréttindadómstóllinn telur aftur á móti nauðsynlegt að almenningur og þá sérstaklega þeir sem málið er skylt geti fullvissað sig um að vinnubrögð lögreglu séu í lagi. Það er nú einmitt þessvegna sem fólki í okkar stöðu er tryggður réttur til upplýsinga. Mannréttindasáttmálinn hundsaður Í kæru okkar til Landsréttar var gerð rækileg grein fyrir túlkun Mannréttindadómstólsins á stöðu aðstandenda í málum sem varða réttinn til lífs. Einnig byggðum við á því að þótt lög um meðferð sakamála tryggi fórnarlömbum manndrápa aðstoð réttargæslumanns, þá leiði túlkun lögreglu og héraðsdómara til þess að enginn þessa heims geti nýtt þann rétt. Þar með væri 2. mgr. 41. gr. laga um meðferð sakamála hrein og klár markleysa. Sömuleiðis var á það bent, í beiðni til héraðsdóms Reykjaness um skipun réttargæslumanns, að það væri undarlegt réttarfar ef sá sem fremur alvarlegan glæp gegn líkama og heilbrigði annars manns gæti bætt réttarstöðu sína með því að ganga lengra og fyrirkoma fórnarlambi sínu. Landsréttur víkur ekki einu orði að þessum málsástæðum í úrskurði sínum og héraðsdómur fjallaði ekki um þær að öðru leyti en því að ekki væri hægt að byggja úrskurð á eðli máls ef lagaskilyrði skorti. Á hvorugu dómstiginu var minnst á Mannréttindasáttmála Evrópu eða dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins, heldur byggja dómararnir eingöngu á dómi Hæstaréttar nr. 11/2020, þ.e. brennumálinu á Selfossi. Í dómi Landsréttar í málinu var haft á orði að fjölskyldum fórnarlambanna hefðu verið skipaðir réttargæslumenn án þess að lagaskilyrði væru til þess. Hæstiréttur gerði ekki athugasemd við þessi ummæli Landsréttar og þar með lítur Landsréttur svo á að þar hafi verið sett fordæmi sem dómstólum beri að dæma eftir. Hugleysi eða leti? Ég man ekki til þess að aðrir en Jón Steinar Gunnlaugsson hafi gagnrýnt dómara opinberlega fyrir að fylgja dómafordæmum í blindni, hvað þá fyrir að láta undir höfuð leggjast að byggja niðurstöður sínar á sjálfstæðri rannsókn á lögum. Þörfin á aðhaldi er þó greinilega til staðar. Í okkar tilviki eru Landsréttardómarar ekki einu sinni að fylgja rökstuddu dómafordæmi Hæstaréttar heldur aðeins athugasemd Landsréttar sem féll í framhjáhlaupi og virðist vanhugsuð. Engin tilraun er gerð til að beita viðurkenndum lögskýringaraðferðum eða komast að niðurstöðu sem samræmist heilbrigðri skynsemi. Erfitt er að segja til um hvort dómara skortir kjark til að dæma í ósamræmi við arfavitlausa athugasemd sem Hæstaréttur lét óátalda eða hvort þeir veigra sér við því erfiði sem þarf til að taka upplýsta ákvörðun. Af úrskurði Landsréttar verður ekki annað ráðið en að til þess að hægt sé að skipa réttargæslumenn í málum HSS verði fórnarlömbin sjálf að óska eftir því. Nú verður æsispennandi að sjá hvort tekur lengri tíma, að fá handanheimsþjónustu til að útvega undirskriftir þeirra, eða að fá Mannréttindadómstól Evrópu til að taka málið fyrir.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun