Úrslit næturinnar í NBA: Doncic frábær í fyrsta sigri Kidd Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 24. október 2021 09:30 Jason Kidd er þjálfari Dallas Mavericks EPA-EFE/ERIK S. LESSER Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi. Jason Kidd vann sinn fyrsta sigur sem aðalþjálfari Dallas Mavericks þegar að liðið bar sigurorð af Toronto Raptors í Kanada í gær. Luka Doncic skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Dallas. Jason Kidd, sem gerði garðinn frægann sem leikmaður New Jersey Nets, Dallas Mavericks og Phoenix Suns var síðast aðalþjálfari hjá Milwaukee Bucks frá 2014-2018. Eftir að hann var látinn fara frá Bucks hafa Bucks verið eitt besta lið NBA deildarinnar svo margir hafa verið spenntir að fylgjast með Kidd hjá Dallas. Önnur úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers vann Atlanta Hawks, 101-95, þar sem Ricky Rubio skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland. Trae Young skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Indiana Pacers unnu góðan sigur á Miami Heat, 102-91, eftir framlengingu. Indiana hefur þá leikið þrjá leiki í deildarkeppninni og hefur strax tekið þátt í tveimur framlengdum leikjum. Malcolm Brogdon skoraði 18 stig fyrir Indiana og tók 14 fráköst. Hjá Miami var hinn ungi Tyler Herro með 30 stig. Chicago Bulls völtuðu yfir Detroit Pistons, 97-82, og fara vel af stað í deildarkeppninni. Demar DeRozan skoraði 21 stig fyrir Chicago en Saddiq Bey skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Detroit. Minnesota Timberwolves unnu lánlausa New Orleans Pelicans, 96-89. Pelicans eru enn án síns langbesta leikmanns, Zion Williamsson, en það er ekki ljóst hvenær hann snýr aftur. Karl-Anthony Towns skorði 25 stig fyrir Minnesota en Brandon Ingram skoraði 30 stig fyrir New Orleans. Milwaukee Bucks svitnuðu ekki mikið við að vinna San Antonio Spurs, 121-111. Khris Middleton skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir San Antonio. Portland Trailblazers vann auðveldan sigur á Phoenix Suns, 134-105. C.J. McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland en Devin Booker skoraði 21 stig fyrir Phoenix. Memphis Grizzlies unnu frábæran sigur á Los Angeles Clippers í lokaleik næturinnar, 120-114. Memphis hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu en fékk alvöru mótspyrnu frá Paul George, sem skoraði 41 stig fyrir Clippers og tók að auki 10 fráköst. Ja Morant var bestur hjá Grizzlies. Hann skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar. NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Jason Kidd, sem gerði garðinn frægann sem leikmaður New Jersey Nets, Dallas Mavericks og Phoenix Suns var síðast aðalþjálfari hjá Milwaukee Bucks frá 2014-2018. Eftir að hann var látinn fara frá Bucks hafa Bucks verið eitt besta lið NBA deildarinnar svo margir hafa verið spenntir að fylgjast með Kidd hjá Dallas. Önnur úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers vann Atlanta Hawks, 101-95, þar sem Ricky Rubio skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland. Trae Young skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Indiana Pacers unnu góðan sigur á Miami Heat, 102-91, eftir framlengingu. Indiana hefur þá leikið þrjá leiki í deildarkeppninni og hefur strax tekið þátt í tveimur framlengdum leikjum. Malcolm Brogdon skoraði 18 stig fyrir Indiana og tók 14 fráköst. Hjá Miami var hinn ungi Tyler Herro með 30 stig. Chicago Bulls völtuðu yfir Detroit Pistons, 97-82, og fara vel af stað í deildarkeppninni. Demar DeRozan skoraði 21 stig fyrir Chicago en Saddiq Bey skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Detroit. Minnesota Timberwolves unnu lánlausa New Orleans Pelicans, 96-89. Pelicans eru enn án síns langbesta leikmanns, Zion Williamsson, en það er ekki ljóst hvenær hann snýr aftur. Karl-Anthony Towns skorði 25 stig fyrir Minnesota en Brandon Ingram skoraði 30 stig fyrir New Orleans. Milwaukee Bucks svitnuðu ekki mikið við að vinna San Antonio Spurs, 121-111. Khris Middleton skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir San Antonio. Portland Trailblazers vann auðveldan sigur á Phoenix Suns, 134-105. C.J. McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland en Devin Booker skoraði 21 stig fyrir Phoenix. Memphis Grizzlies unnu frábæran sigur á Los Angeles Clippers í lokaleik næturinnar, 120-114. Memphis hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu en fékk alvöru mótspyrnu frá Paul George, sem skoraði 41 stig fyrir Clippers og tók að auki 10 fráköst. Ja Morant var bestur hjá Grizzlies. Hann skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti