Fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2021 10:18 Daníel Jakobsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Vísir/sigurjón Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar krefst þess að skoðaður verði möguleiki á vatnsaflsvirkjun í friðlandi Vatnsfjarðar, sem hann telur bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en aðra valkosti. Orkubú Vestfjarða telur að með virkjuninni mætti tífalda grænt varaafl á Vestfjörðum. Stór hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum er friðland, þar á meðal Vatnsfjörður - þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa 20-30 megawatta vatnsaflsvirkjun. Eins og friðlýsingarskilmálarnir líta út núna væri óheimilt að taka virkjunina inn í rammaáætlun. Orkubú Vestfjarða vill því að skilmálunum verði breytt, svo orkunýting innan þjóðgarðsins verði möguleg. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar telur fáa kosti í stöðunni til að mæta nauðsynlegri orkuþörf Vestfirðinga; tvöföldun á 160 kílómetra langri línu úr Hrútafirði sé til að mynda ekki fýsileg. „Það er talið að áhrifasvæði af slíkri línu sé fimm kílómetrar í sitthvora áttina þannig að það er 1600 ferkílómetra svæði sem færi undir þessa línu, hún er gríðarlega kostnaðarsöm, kostar um 16-20 milljarða og það koma engar nýjar tekjur á móti framkvæmdinni.“ Telur virkjunina ódýrasta og arðbærasta kostinn Virkjun í Vatnsfirði myndi hins vegar standa alveg undir sér. „Hann er alveg við rafmagnslínurnar og það er hægt að virkja þarna að sögn kunnugra á þann hátt að það hefur mjög lítil áhrif á umhverfið. Það er sannarlega þannig að þegar friðlandið var stofnað á sínum tíma var það til að vernda birkiskóga og margir tala um að friðlýsingarskilmálarnir séu það opnir að þeir hafi opnað fyrir orkuöflun á þessu svæði,“ segir Daníel. Það sé þess vegna krafa bæjarráðs að stjórnvöld kanni þennan möguleika af alvöru. „Ég held að fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar, ef við erum sammála um að það vanti rafmagn inn á Vestfirði, sem ég held að allir hljóti að vera sammála um, þá fæ ég ekki séð að við ætlum að hafna kosti sem er ódýrastur, arðbærastur og bestur fyrir umhverfið.“ Orkumál Ísafjarðarbær Vatnsaflsvirkjanir Þjóðgarðar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Stór hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum er friðland, þar á meðal Vatnsfjörður - þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa 20-30 megawatta vatnsaflsvirkjun. Eins og friðlýsingarskilmálarnir líta út núna væri óheimilt að taka virkjunina inn í rammaáætlun. Orkubú Vestfjarða vill því að skilmálunum verði breytt, svo orkunýting innan þjóðgarðsins verði möguleg. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar telur fáa kosti í stöðunni til að mæta nauðsynlegri orkuþörf Vestfirðinga; tvöföldun á 160 kílómetra langri línu úr Hrútafirði sé til að mynda ekki fýsileg. „Það er talið að áhrifasvæði af slíkri línu sé fimm kílómetrar í sitthvora áttina þannig að það er 1600 ferkílómetra svæði sem færi undir þessa línu, hún er gríðarlega kostnaðarsöm, kostar um 16-20 milljarða og það koma engar nýjar tekjur á móti framkvæmdinni.“ Telur virkjunina ódýrasta og arðbærasta kostinn Virkjun í Vatnsfirði myndi hins vegar standa alveg undir sér. „Hann er alveg við rafmagnslínurnar og það er hægt að virkja þarna að sögn kunnugra á þann hátt að það hefur mjög lítil áhrif á umhverfið. Það er sannarlega þannig að þegar friðlandið var stofnað á sínum tíma var það til að vernda birkiskóga og margir tala um að friðlýsingarskilmálarnir séu það opnir að þeir hafi opnað fyrir orkuöflun á þessu svæði,“ segir Daníel. Það sé þess vegna krafa bæjarráðs að stjórnvöld kanni þennan möguleika af alvöru. „Ég held að fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar, ef við erum sammála um að það vanti rafmagn inn á Vestfirði, sem ég held að allir hljóti að vera sammála um, þá fæ ég ekki séð að við ætlum að hafna kosti sem er ódýrastur, arðbærastur og bestur fyrir umhverfið.“
Orkumál Ísafjarðarbær Vatnsaflsvirkjanir Þjóðgarðar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira