Eini eftirlifandi kláfslyssins verði sendur aftur til ættingja sinna á Ítalíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 16:40 Bilunin kom upp þegar stutt var eftir af um tuttugu mínútna langri ferð kláfferjunnar frá bænum Stresa og upp Mottarone-fjall. Eitan er sá eini sem lifði slysið af. AP Ísraelskir dómstólar hafa úrskurðað að sex ára gamall drengur, sem er eini eftirlifandi kláfferjuslyss sem varð á Ítalíu í maí, verði sendur aftur til ættingja sinna á Ítalíu eftir að afi hans tók hann með sér til Ísrael. Eitan Biran hafði verið í umsjá föðursystur sinnar á Ítalíu eftir að foreldrar hans, yngri bróðir og ellefu til viðbótar fórust í kláfferjuslysi í norðurhluta Ítalíu í vor. Fréttastofa Reuters greinir frá. Móðurafi drengsins heimsótti hann í síðasta mánuði og án vitneskju frænkunnar tók afinn hann með sér til Sviss þar sem þeirra beið einkaflugvél sem flutti þá til Ísrael. Að sögn frænkunnar telst málið til mannráns og vísaði þar til Haag-samningsins um vernd barna og samvinnu varðandi ætleiðingu milli landa. Þá óskaði hún eftir því við fjölskyldudómstól í Tel Aviv að drengurinn yrði sendur aftur til hennar á Ítalíu. Dómstóllinn úrskurðaði í morgun að Ítalía væri heimili drengsins og ætti hann því að snúa aftur þangað, þar sem hann hafi búið á Ítalíu með foreldrum sínum síðan hann var mánaðargamall. Dómurinn tók ekki til greina röksemdarfærslu afans um að Ísrael væri réttmætt heimili drengsins, en að mati afans var það svo þar sem foreldrarnir hafi ætlað að flytja aftur til Ísrael. Í úrskurðinum segir að ítalskir dómstólar hafi veitt frænkunni forræði yfir drengnum og hafi afinn því brotið á bága við Haag-samninginn. Móðurfjölskylda drengsins hefur sjö daga til að áfrýja dómnum, sem fjölskyldan hyggst gera. Að mati fjölskyldunnar byggði dómurinn eingöngu á því hvernig Eitan var fluttur frá Ítalíu en ekki á því hvað væri best fyrir hann og framtíð hans. Ítalía Ísrael Réttindi barna Tengdar fréttir Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. 13. september 2021 08:44 Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Eitan Biran hafði verið í umsjá föðursystur sinnar á Ítalíu eftir að foreldrar hans, yngri bróðir og ellefu til viðbótar fórust í kláfferjuslysi í norðurhluta Ítalíu í vor. Fréttastofa Reuters greinir frá. Móðurafi drengsins heimsótti hann í síðasta mánuði og án vitneskju frænkunnar tók afinn hann með sér til Sviss þar sem þeirra beið einkaflugvél sem flutti þá til Ísrael. Að sögn frænkunnar telst málið til mannráns og vísaði þar til Haag-samningsins um vernd barna og samvinnu varðandi ætleiðingu milli landa. Þá óskaði hún eftir því við fjölskyldudómstól í Tel Aviv að drengurinn yrði sendur aftur til hennar á Ítalíu. Dómstóllinn úrskurðaði í morgun að Ítalía væri heimili drengsins og ætti hann því að snúa aftur þangað, þar sem hann hafi búið á Ítalíu með foreldrum sínum síðan hann var mánaðargamall. Dómurinn tók ekki til greina röksemdarfærslu afans um að Ísrael væri réttmætt heimili drengsins, en að mati afans var það svo þar sem foreldrarnir hafi ætlað að flytja aftur til Ísrael. Í úrskurðinum segir að ítalskir dómstólar hafi veitt frænkunni forræði yfir drengnum og hafi afinn því brotið á bága við Haag-samninginn. Móðurfjölskylda drengsins hefur sjö daga til að áfrýja dómnum, sem fjölskyldan hyggst gera. Að mati fjölskyldunnar byggði dómurinn eingöngu á því hvernig Eitan var fluttur frá Ítalíu en ekki á því hvað væri best fyrir hann og framtíð hans.
Ítalía Ísrael Réttindi barna Tengdar fréttir Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. 13. september 2021 08:44 Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. 13. september 2021 08:44
Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29
Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent