Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 13:01 Hwang Dong-Hyuk segir LeBron James vera svalan en deilir ekki skoðun hans á endinum á Squid Game. getty/Han Myung-Gu/Kevork Djansezian Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. Eins og svo margir horfði LeBron á Squid Game sem eru vinsælustu þættir í sögu Netflix. LeBron var þó ekki nógu sáttur með endinn á þáttaröðinni eins og hann lýsti fyrir samherja sínum, Anthony Davis. „Já, ég er búinn að horfa, ert þú búinn með þá? Þú horfðir á þá? Ertu búinn með þá alla,“ spurði LeBron James liðsfélaga sinn Anthony Davis og spenningurinn leyndi sér ekki. Davis var þarna mættur í fjölmiðlaherbergið til að halda sinn blaðamannafund. „Já, en ég var ekki hrifinn af endinum samt. Nei, ég veit að þeir voru að fara að byrja með næstu seríu en bara, farðu í andskotans flugið, farðu að hitta dóttur þína. Hvað ertu að gera?“ sagði LeBron. Í viðtali við The Guardian var skapari Squid Game, Hwang Dong-Hyuk, spurður út í ummæli LeBrons. Hann stakk upp á því að körfuboltastjarnan myndi bara gera sitt eigið framhald eins og hann gerði með Space Jam 2. „LeBron er svalur og er frjálst að segja það sem hann vill. Ég er mjög þakklátur fyrir að hann horfði á alla þáttaröðina. En ég myndi ekki breyta endinum. Þetta er minn endir. Ef hann er með annan endi sem hann er sáttari við gæti hann kannski bara gert sitt eigið framhald,“ sagði Hwang. „Ég myndi horfa á það og svo kannski senda honum skilaboð að ég væri sáttur með þáttaröðina, nema endinn.“ Hwang skrifaði handritið að Squid Game fyrir áratug en erfiðlega gekk að fá einhvern til að framleiða þáttaröðina þar til Netflix kom inn í myndina. LeBron lék ekki með Los Angeles Lakers í sigrinum á San Antonio Spurs í nótt vegna meiðsla. Hinn 36 ára LeBron er á sínu nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur fjórum sinnum orðið meistari og þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður deildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Sjá meira
Eins og svo margir horfði LeBron á Squid Game sem eru vinsælustu þættir í sögu Netflix. LeBron var þó ekki nógu sáttur með endinn á þáttaröðinni eins og hann lýsti fyrir samherja sínum, Anthony Davis. „Já, ég er búinn að horfa, ert þú búinn með þá? Þú horfðir á þá? Ertu búinn með þá alla,“ spurði LeBron James liðsfélaga sinn Anthony Davis og spenningurinn leyndi sér ekki. Davis var þarna mættur í fjölmiðlaherbergið til að halda sinn blaðamannafund. „Já, en ég var ekki hrifinn af endinum samt. Nei, ég veit að þeir voru að fara að byrja með næstu seríu en bara, farðu í andskotans flugið, farðu að hitta dóttur þína. Hvað ertu að gera?“ sagði LeBron. Í viðtali við The Guardian var skapari Squid Game, Hwang Dong-Hyuk, spurður út í ummæli LeBrons. Hann stakk upp á því að körfuboltastjarnan myndi bara gera sitt eigið framhald eins og hann gerði með Space Jam 2. „LeBron er svalur og er frjálst að segja það sem hann vill. Ég er mjög þakklátur fyrir að hann horfði á alla þáttaröðina. En ég myndi ekki breyta endinum. Þetta er minn endir. Ef hann er með annan endi sem hann er sáttari við gæti hann kannski bara gert sitt eigið framhald,“ sagði Hwang. „Ég myndi horfa á það og svo kannski senda honum skilaboð að ég væri sáttur með þáttaröðina, nema endinn.“ Hwang skrifaði handritið að Squid Game fyrir áratug en erfiðlega gekk að fá einhvern til að framleiða þáttaröðina þar til Netflix kom inn í myndina. LeBron lék ekki með Los Angeles Lakers í sigrinum á San Antonio Spurs í nótt vegna meiðsla. Hinn 36 ára LeBron er á sínu nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur fjórum sinnum orðið meistari og þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður deildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Sjá meira