Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 11:51 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni eins og eflaust flestir gera. Getty/Jakub Porzycki Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. „Undanfarið hafa verið í fréttum brunar í rafhlöðum rafhlaupahjóla. Svo virðist sem bæði hafi kviknað í rafhlöðu í hleðslu og annarri sem ekki var í hleðslu,“ segir í tilkynningu á vef HMS. Greint var frá því 17. september síðastliðinn að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli, sem var í hleðslu í íbúð við Bríetartún í Reykjavík. Töluverður eldur kom upp í íbúðinni og varaði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, í kjölfarið við því að fólk hefði slík raftæki í hleðslu inni í íbúðum sínum. Sagði hann jafnframt að nokkrum sinnum hafi slökkvilið verið kallað út vegna elds sem hafi kviknað út frá rafhlaupahjólum og rafhjólum. Eldur hafi þó einnig kviknað út frá minni tækjum eins og farsímum sem hafi verið í hleðslu uppi í rúmi. Í tilkynningu HMS segir að jafnvel hafi komið upp brunar eða jafnvel sprengingar í rafhlöðum ýmissa tækja, til dæmis farsíma, rafretta, spjaldtölva og svifbretta. „Ofangreind tæki og fleiri nota liþíum jóna rafhlöður (Li-ion) sem orkugjafa. Þessi gerð rafhlöðu er valin til notkunar í tækjum vegna ótvíræðra kosta sem hún hefur, en hún hefur einnig nokkra ókosti og því þarf að hafa varann á við meðferð þessara tækja/rafhlaða,“ segir í tilkynningunni. Þar er nefnt að kostir slíkra rafhlaða séu meðal annars að auðvelt sé að hlaða þær við lágan straum, þær séu léttar og geymi mikla orku, þoli margar hleðslur og afhleðslur og haldi orku mjög vel. Ókostir séu þó nokkrir, þar á meðal að rafhlöðurnar séu viðkvæmar fyrir höggum, frosti og háum hita. Þá þurfi að vanda rafrás til að stýra straumi og spennu, og rafhlöðurnar geti gefið frá sér brennanlegar lofttegundir. Þær geti þá jafnvel sprungið og erfitt geti reynst að slökkva í þeim eld. Fólk er þá hvatt til að hlaða tæki með slíkum rafhlöðum ekki þegar allir eru sofandi eða þegar enginn er til staðar. Hleðslubúnaður sem fylgi tækjunum sé notaður, gætt sé að því að rafhlaða og hleðslutæki séu á flötu óbrennanlegu undirlagi, engin brennanleg efni séu nálægt og ekki sé breitt yfir tækið eða hleðslubúnað. Þá séu tækin hlaðin í rýmum þar sem reykskynjari er til staðar, tækin séu ekki hlaðin í frosti eða miklum hita og skemmd rafhlaða sé aldrei hlaðin. Slökkvilið Rafrettur Rafhlaupahjól Tækni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira
„Undanfarið hafa verið í fréttum brunar í rafhlöðum rafhlaupahjóla. Svo virðist sem bæði hafi kviknað í rafhlöðu í hleðslu og annarri sem ekki var í hleðslu,“ segir í tilkynningu á vef HMS. Greint var frá því 17. september síðastliðinn að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli, sem var í hleðslu í íbúð við Bríetartún í Reykjavík. Töluverður eldur kom upp í íbúðinni og varaði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, í kjölfarið við því að fólk hefði slík raftæki í hleðslu inni í íbúðum sínum. Sagði hann jafnframt að nokkrum sinnum hafi slökkvilið verið kallað út vegna elds sem hafi kviknað út frá rafhlaupahjólum og rafhjólum. Eldur hafi þó einnig kviknað út frá minni tækjum eins og farsímum sem hafi verið í hleðslu uppi í rúmi. Í tilkynningu HMS segir að jafnvel hafi komið upp brunar eða jafnvel sprengingar í rafhlöðum ýmissa tækja, til dæmis farsíma, rafretta, spjaldtölva og svifbretta. „Ofangreind tæki og fleiri nota liþíum jóna rafhlöður (Li-ion) sem orkugjafa. Þessi gerð rafhlöðu er valin til notkunar í tækjum vegna ótvíræðra kosta sem hún hefur, en hún hefur einnig nokkra ókosti og því þarf að hafa varann á við meðferð þessara tækja/rafhlaða,“ segir í tilkynningunni. Þar er nefnt að kostir slíkra rafhlaða séu meðal annars að auðvelt sé að hlaða þær við lágan straum, þær séu léttar og geymi mikla orku, þoli margar hleðslur og afhleðslur og haldi orku mjög vel. Ókostir séu þó nokkrir, þar á meðal að rafhlöðurnar séu viðkvæmar fyrir höggum, frosti og háum hita. Þá þurfi að vanda rafrás til að stýra straumi og spennu, og rafhlöðurnar geti gefið frá sér brennanlegar lofttegundir. Þær geti þá jafnvel sprungið og erfitt geti reynst að slökkva í þeim eld. Fólk er þá hvatt til að hlaða tæki með slíkum rafhlöðum ekki þegar allir eru sofandi eða þegar enginn er til staðar. Hleðslubúnaður sem fylgi tækjunum sé notaður, gætt sé að því að rafhlaða og hleðslutæki séu á flötu óbrennanlegu undirlagi, engin brennanleg efni séu nálægt og ekki sé breitt yfir tækið eða hleðslubúnað. Þá séu tækin hlaðin í rýmum þar sem reykskynjari er til staðar, tækin séu ekki hlaðin í frosti eða miklum hita og skemmd rafhlaða sé aldrei hlaðin.
Slökkvilið Rafrettur Rafhlaupahjól Tækni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira