600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2021 18:00 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 10 prósent starfsmanna Landspítalans séu óbólusett. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. Í bréfi sem Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans, sendi starfsfólki í dag kom fram að 600 starfsmenn Landspítalans eru óbólusettir. Fréttastofa ræddi við Má í dag um þetta mál. Hann sagði að starsfólkið væri í grunninn eins og annað fólk í samfélaginu. Þetta sagði hann í ljósi þess að hafa þurft að brýna fyrir heilbrigðisstarsfólki að huga að sóttvörnum innan spítalans. Þar á meðal grímunotkun, handþvotti og fjarlægðarmörkum. Már segir að starsfólkið sé eins og aðrir Íslendingar, orðið þreytt á ástandinu og þurfi því á brýningu að halda nú þegar faraldurinn er á uppleið. En, ef reglum um sóttvarnir og bólusetningar sé fylgt, þá sé hægt að lágmarka hættuna á því að upp komi hópsýking á spítalanum. Spurður hverjar reglurnar séu á Landspítalanum um bólusetningar segir hann alla starfsmenn hvatta til að þiggja hana. Spurður hvort Landspítalinn hafi heimild til að meina þessum sex hundruð starfsmönnum, sem eru óbólusettir, að mæta í vinnuna svarar Már: „Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess en það getur verið að við þurfum að skoða það,“ svarar Már. Kára er ekki skemmt. Vísir/Baldur Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var ekki skemmt þegar hann las þessa tölu, 600 starfsmenn Landspítalans óbólusettir. „Ég vona að þetta sé rangt, því ég fæ ekki séð að það sé nokkur réttlæting á því að 10 prósent starfsmanna sé óbólusettur í dag,“ segir Kári. Hann hefði trúað þessari tölu fyrir sex mánuðum, en ekki miðað við framboð bóluefnis í dag. „Ég held að þetta hljóti að leiða til þess að spítalinn verði að breyta að einhverju leyti hvernig þessir 600 starfsmenn sinna sínum störfum. Það hlítur að vera vafasamt að láta þá ráfa um spítalann sem er fullur af fólki sem er veikt fyrir.“ Hann segir eðlilegt að gera ríkari kröfur til heilbrigðisstarfsfólks um bólusetningar en aðra í samfélaginu. „Vegna þess að það er að umgangast fólk sem er veikt fyrir. Við sáum hvað gerðist á Landakoti fyrr í þessari farsótt. Ég held að þetta sé grafalvarlegt mál.“ Már kallar eftir því að landsmenn hugi nú að persónubundnum sóttvörnum. Noti grímur í verslunum og á öðrum mannfögnuðum, hugi að hreinlæti og fjarlægðartakmörkum. Kári tekur undir þetta, að ekki eigi að herða reglur um sóttvarnir, heldur hvetja fólk til að huga að persónubundnum sóttvörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Í bréfi sem Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans, sendi starfsfólki í dag kom fram að 600 starfsmenn Landspítalans eru óbólusettir. Fréttastofa ræddi við Má í dag um þetta mál. Hann sagði að starsfólkið væri í grunninn eins og annað fólk í samfélaginu. Þetta sagði hann í ljósi þess að hafa þurft að brýna fyrir heilbrigðisstarsfólki að huga að sóttvörnum innan spítalans. Þar á meðal grímunotkun, handþvotti og fjarlægðarmörkum. Már segir að starsfólkið sé eins og aðrir Íslendingar, orðið þreytt á ástandinu og þurfi því á brýningu að halda nú þegar faraldurinn er á uppleið. En, ef reglum um sóttvarnir og bólusetningar sé fylgt, þá sé hægt að lágmarka hættuna á því að upp komi hópsýking á spítalanum. Spurður hverjar reglurnar séu á Landspítalanum um bólusetningar segir hann alla starfsmenn hvatta til að þiggja hana. Spurður hvort Landspítalinn hafi heimild til að meina þessum sex hundruð starfsmönnum, sem eru óbólusettir, að mæta í vinnuna svarar Már: „Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess en það getur verið að við þurfum að skoða það,“ svarar Már. Kára er ekki skemmt. Vísir/Baldur Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var ekki skemmt þegar hann las þessa tölu, 600 starfsmenn Landspítalans óbólusettir. „Ég vona að þetta sé rangt, því ég fæ ekki séð að það sé nokkur réttlæting á því að 10 prósent starfsmanna sé óbólusettur í dag,“ segir Kári. Hann hefði trúað þessari tölu fyrir sex mánuðum, en ekki miðað við framboð bóluefnis í dag. „Ég held að þetta hljóti að leiða til þess að spítalinn verði að breyta að einhverju leyti hvernig þessir 600 starfsmenn sinna sínum störfum. Það hlítur að vera vafasamt að láta þá ráfa um spítalann sem er fullur af fólki sem er veikt fyrir.“ Hann segir eðlilegt að gera ríkari kröfur til heilbrigðisstarfsfólks um bólusetningar en aðra í samfélaginu. „Vegna þess að það er að umgangast fólk sem er veikt fyrir. Við sáum hvað gerðist á Landakoti fyrr í þessari farsótt. Ég held að þetta sé grafalvarlegt mál.“ Már kallar eftir því að landsmenn hugi nú að persónubundnum sóttvörnum. Noti grímur í verslunum og á öðrum mannfögnuðum, hugi að hreinlæti og fjarlægðartakmörkum. Kári tekur undir þetta, að ekki eigi að herða reglur um sóttvarnir, heldur hvetja fólk til að huga að persónubundnum sóttvörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10