Lakers kastaði frá sér 26 stiga forskoti og tapaði fyrir einu slakasta liði deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2021 07:31 Luguentz Dort og Anthony Davis berjast um boltann í leik Oklahoma City Thunder og Los Angeles Lakers. AP/Garett Fisbeck Los Angeles Lakers fer brösuglega af stað í NBA-deildinni og í nótt tapaði liðið fyrir Oklahoma City Thunders, 123-115. Oklahoma er eitt slakasta lið deildarinnar og tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. En þrátt fyrir að lenda 26 stigum undir gegn Lakers í nótt gáfust leikmenn Oklahoma ekki upp og unnu sinn fyrsta sigur í vetur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 27 stig fyrir Oklahoma, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Darius Bazley skoraði tuttugu stig og Josh Giddey var með átján stig og tíu stoðsendingar. @joshgiddey's 1st-career double-double leads the @okcthunder's 26-POINT COMEBACK win!18 points10 assists pic.twitter.com/BG2JRuKvBP— NBA (@NBA) October 28, 2021 Anthony Davis skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers sem var án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook var með þrefalda tvennu, tuttugu stig, fjórtán fráköst og þrettán stoðsendingar, en tapaði boltanum tíu sinnum og var hent út úr húsi á lokasekúndunum. Þetta voru ekki einu óvæntu úrslit næturinnar. Meistarar Milwaukee Bucks töpuðu til að mynda fyrir Minnesota Timberwolves, 108-113. Giannis Antetokounmpo skoraði fjörutíu stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee en fékk litla hjálp. D'Angelo Russell skoraði 29 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns 25 stig hvor. This @Timberwolves trio drops 25+ each to win in Milwaukee. @Dloading: 29 PTS, 6 AST@KarlTowns: 25 PTS, 3 BLK@theantedwards_: 25 PTS, 7 REB pic.twitter.com/r4gGW0QVhu— NBA (@NBA) October 28, 2021 Miami Heat sigraði Brooklyn Nets, 93-106, í stórleik næturinnar. Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir Miami og Jimmy Butler var með sautján stig, fjórtán fráköst og sjö stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Brooklyn og tók ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Oklahoma 123-115 LA Lakers Milwaukee 108-113 Minnesota Brooklyn 93-106 Miami Orlando 111-120 Charlotte Boston 107-116 Washington Toronto 118-100 Indiana New Orleans 99-102 Atlanta Phoenix 107-110 Sacramento Portland 116-96 Memphis LA Clippers 79-92 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Oklahoma er eitt slakasta lið deildarinnar og tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. En þrátt fyrir að lenda 26 stigum undir gegn Lakers í nótt gáfust leikmenn Oklahoma ekki upp og unnu sinn fyrsta sigur í vetur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 27 stig fyrir Oklahoma, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Darius Bazley skoraði tuttugu stig og Josh Giddey var með átján stig og tíu stoðsendingar. @joshgiddey's 1st-career double-double leads the @okcthunder's 26-POINT COMEBACK win!18 points10 assists pic.twitter.com/BG2JRuKvBP— NBA (@NBA) October 28, 2021 Anthony Davis skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers sem var án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook var með þrefalda tvennu, tuttugu stig, fjórtán fráköst og þrettán stoðsendingar, en tapaði boltanum tíu sinnum og var hent út úr húsi á lokasekúndunum. Þetta voru ekki einu óvæntu úrslit næturinnar. Meistarar Milwaukee Bucks töpuðu til að mynda fyrir Minnesota Timberwolves, 108-113. Giannis Antetokounmpo skoraði fjörutíu stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee en fékk litla hjálp. D'Angelo Russell skoraði 29 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns 25 stig hvor. This @Timberwolves trio drops 25+ each to win in Milwaukee. @Dloading: 29 PTS, 6 AST@KarlTowns: 25 PTS, 3 BLK@theantedwards_: 25 PTS, 7 REB pic.twitter.com/r4gGW0QVhu— NBA (@NBA) October 28, 2021 Miami Heat sigraði Brooklyn Nets, 93-106, í stórleik næturinnar. Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir Miami og Jimmy Butler var með sautján stig, fjórtán fráköst og sjö stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Brooklyn og tók ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Oklahoma 123-115 LA Lakers Milwaukee 108-113 Minnesota Brooklyn 93-106 Miami Orlando 111-120 Charlotte Boston 107-116 Washington Toronto 118-100 Indiana New Orleans 99-102 Atlanta Phoenix 107-110 Sacramento Portland 116-96 Memphis LA Clippers 79-92 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Oklahoma 123-115 LA Lakers Milwaukee 108-113 Minnesota Brooklyn 93-106 Miami Orlando 111-120 Charlotte Boston 107-116 Washington Toronto 118-100 Indiana New Orleans 99-102 Atlanta Phoenix 107-110 Sacramento Portland 116-96 Memphis LA Clippers 79-92 Cleveland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira