Undir stöðugu eftirliti og færðir í dómsal í lögreglubíl með ferðasalerni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 13:06 Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við aðstöðuna hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum og verklag í tengslum við vistun þeirra sem eru grunaðir um að flytja fíkniefni innvortis hingað til lands. Dæmi er um að slíkir einstaklingur hafi dvalið í sérútbúnum fangaklefa í tuttugu daga og eru þeir undir stöðugu eftirliti við allar athafnir sínar. Umboðsmaður Alþingis hefur birt skýrslur sem eru hluti af OPCAT-eftirliti með fangageymslum lögreglustjórans á Suðurnesjum og hins vegar varðstofu á Keflavíkurflugvelli. OPCAT-eftirlitið beinist að stöðum þar sem einstaklingar eru eða kunna að vera sviptir frelsi sínu. Sem hluti af efirlitinu fór umboðsmaður og starfsmenn á vegum embættisins í vettvangsferð um húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum. Undir stöðugu eftirliti og staðið yfir þeim í klósettferðum „Í heimsókn umboðsmanns í fangageymslur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum staldraði hann meðal annars við þá aðstöðu sem fólki er búin þegar það er vistað vegna gruns um að vera með fíkniefni innvortis. Meðan á vistun þess stendur er það undir stöðugu eftirliti lögreglumanna við allar athafnir, þar á meðal við salernisferðir,“ segir á vef Umboðsmanns. Þar er bent á að slíkri vistun hafi þó ekki verið búin sérstök umgjörð í lögum eða reglugerðum. Þá hafi heilbrigðisstarfsmenn ekki sérstaka aðkomu að eftirliti með viðkomandi. Dæmi er þess að vistun hafi varað í þrjár vikur í klefa sem er sérútbúinn í þessum tilgangi. Í skýrslunni er verklaginu í tengslum við vistun þeirra sem grunaðir eru um að vera með fíkniefni innvortis lýst. Umræddur klefi. Þar kemur fram að viðkomandi dvelji í sérútbúnum klefa allan þann tíma sem hann er undir eftirliti, eða þangað til efnin skili sér úr líkama viðkomandi. Hinn sérútbúni klefi er útbúinn þannig að á honum er bæði hefðbundin hurð og rimlahurð. Rimlahurðinni er lokað svo að lögreglumaður geti fylgst með viðkomandi. Inni í klefanum er salerni á palli. Salernið sést ekki frá dyrunum en er vaktað með myndvöktun auk þess sem að spegill beinist að því. Staðið er yfir hinum handtekna á meðan þeir nota salernið. Í skýrslunni segir að starfsmenn telji það sérstaklega íþyngjandi fyrir mann að vera vistaður í umræddum klefa. Lögreglubíll útbúin ferðasalerni Sem fyrr segir dvelja þeir sem eru grunaðir í umræddum klefa þangað til efnin skila sér, sem yfirleitt tekur einn til þrjá sólarhringa. Ef viðbúið er að það taki meira en sólarhring er farið með viðkomandi fyrir dómara þar sem farið er fram á gæsluvarðhaldúrskurð. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir meðal annars löggæslu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni kemur fram að í þeim tilvikum sé viðkomandi fluttur í dómsal í stórum lögreglubíl með ferðasalerni aftur í, bíllinn stöðvaður ef hinn handtekni þarf að nota salernið. Farið er sérstaklega með hann út í bílinn aftur ef viðkomandi þarf að nota salerni en er ekki nálægt því á þeirri stundu. Tekið er fram að í viðtölum við starfsfólk hafi komið fram að þetta þætti hinum handteknu vera niðurlægjandi. Aðbúnaður í fangageymslunum almennt ekki fullnægjandi Umboðsmaður bendir bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra á að almennt sé aðbúnaðurinn í fangageymslunum ekki fullnægjandi til að vista neinn þar lengur en í sólarhring. Þá er þeirri ábendingu komið á framfæri við dómsmálaráðherra að skoða hvort hægt sé að nota fjarfundarbúnað í þeim tilvikum sem þörf er á að einstaklingur grunaður um að vera með fíkniefni innvortis verði úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo komast megi hjá því að nota lögreglubílinn með ferðasalerninu. Umboðsmaður fylgist áfram með þróun þessara mála og óskar eftir því að þau stjórnvöld sem hlut eiga að máli geri grein fyrir viðbrögðum sínum fyrir 1. mars 2022. Skýrslurnar tvær má lesa hér og hér. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur birt skýrslur sem eru hluti af OPCAT-eftirliti með fangageymslum lögreglustjórans á Suðurnesjum og hins vegar varðstofu á Keflavíkurflugvelli. OPCAT-eftirlitið beinist að stöðum þar sem einstaklingar eru eða kunna að vera sviptir frelsi sínu. Sem hluti af efirlitinu fór umboðsmaður og starfsmenn á vegum embættisins í vettvangsferð um húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum. Undir stöðugu eftirliti og staðið yfir þeim í klósettferðum „Í heimsókn umboðsmanns í fangageymslur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum staldraði hann meðal annars við þá aðstöðu sem fólki er búin þegar það er vistað vegna gruns um að vera með fíkniefni innvortis. Meðan á vistun þess stendur er það undir stöðugu eftirliti lögreglumanna við allar athafnir, þar á meðal við salernisferðir,“ segir á vef Umboðsmanns. Þar er bent á að slíkri vistun hafi þó ekki verið búin sérstök umgjörð í lögum eða reglugerðum. Þá hafi heilbrigðisstarfsmenn ekki sérstaka aðkomu að eftirliti með viðkomandi. Dæmi er þess að vistun hafi varað í þrjár vikur í klefa sem er sérútbúinn í þessum tilgangi. Í skýrslunni er verklaginu í tengslum við vistun þeirra sem grunaðir eru um að vera með fíkniefni innvortis lýst. Umræddur klefi. Þar kemur fram að viðkomandi dvelji í sérútbúnum klefa allan þann tíma sem hann er undir eftirliti, eða þangað til efnin skili sér úr líkama viðkomandi. Hinn sérútbúni klefi er útbúinn þannig að á honum er bæði hefðbundin hurð og rimlahurð. Rimlahurðinni er lokað svo að lögreglumaður geti fylgst með viðkomandi. Inni í klefanum er salerni á palli. Salernið sést ekki frá dyrunum en er vaktað með myndvöktun auk þess sem að spegill beinist að því. Staðið er yfir hinum handtekna á meðan þeir nota salernið. Í skýrslunni segir að starfsmenn telji það sérstaklega íþyngjandi fyrir mann að vera vistaður í umræddum klefa. Lögreglubíll útbúin ferðasalerni Sem fyrr segir dvelja þeir sem eru grunaðir í umræddum klefa þangað til efnin skila sér, sem yfirleitt tekur einn til þrjá sólarhringa. Ef viðbúið er að það taki meira en sólarhring er farið með viðkomandi fyrir dómara þar sem farið er fram á gæsluvarðhaldúrskurð. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir meðal annars löggæslu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni kemur fram að í þeim tilvikum sé viðkomandi fluttur í dómsal í stórum lögreglubíl með ferðasalerni aftur í, bíllinn stöðvaður ef hinn handtekni þarf að nota salernið. Farið er sérstaklega með hann út í bílinn aftur ef viðkomandi þarf að nota salerni en er ekki nálægt því á þeirri stundu. Tekið er fram að í viðtölum við starfsfólk hafi komið fram að þetta þætti hinum handteknu vera niðurlægjandi. Aðbúnaður í fangageymslunum almennt ekki fullnægjandi Umboðsmaður bendir bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra á að almennt sé aðbúnaðurinn í fangageymslunum ekki fullnægjandi til að vista neinn þar lengur en í sólarhring. Þá er þeirri ábendingu komið á framfæri við dómsmálaráðherra að skoða hvort hægt sé að nota fjarfundarbúnað í þeim tilvikum sem þörf er á að einstaklingur grunaður um að vera með fíkniefni innvortis verði úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo komast megi hjá því að nota lögreglubílinn með ferðasalerninu. Umboðsmaður fylgist áfram með þróun þessara mála og óskar eftir því að þau stjórnvöld sem hlut eiga að máli geri grein fyrir viðbrögðum sínum fyrir 1. mars 2022. Skýrslurnar tvær má lesa hér og hér.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira