„Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 15:00 Ja'Marr Chase fagnar snertimarki sínu í sigri Cincinnati Bengals á Baltimore Ravens. Hann stakk þar alla af. Getty/Rob Carr Lokasóknin er vikulegur þáttur á Stöð 2 Sport þar sem farið er yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni og þar á meðal ræddu menn magnaða samvinnu hjá þeim Joe Burrow og Ja'Marr Chase í liði Cincinnati Bengals. Leikstjórnandinn Joe Burrow er á sínu öðru ári með Cincinnati Bengals liðinu en útherjinn Ja'Marr Chase er nýliði. Þeir þekkjast mjög vel enda spiluðu þeir saman hjá Louisiana State University og urðu þar háskólameistarar saman. „Við erum búnir að vera bíða eftir því að það komi smá líf þarna í borginni. Þeir eru eins og rúgbrauð og kæfa því þeir passa svo vel saman þarna, Chase og Burrow. Við þekkjum ævintýrið. Þeir eru búnir að vera saman í gegnum háskólaboltann og köstuðu fyrir endalausum snertimörkum þar. Ég er ógeðslega spenntur fyrir að sjá hvað þeir gera,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. Klippa: Lokasóknin: Ævintýralega gott samband milli leikstjórnandans og nýliðans hjá Bengals Cincinnati Bengals vann 41-17 sigur á Baltimore Ravens um síðustu helgi og hefur þar með unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Ravens liðið var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. „Við höfum verið að bíða eftir því að Bengalsliðið fengi stórt próf og það verður ekkert mikið stærra próf heldur en þetta. Baltimore var eitt heitasta liðið í deildinni en Burrow endar með þrjú snertimörk og aðeins einn tapaðan bolta. Þessi strákur hér, Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja? Hann grípur átta af tíu sendingum og fer yfir tvö hundruð jarda. Hann er kominn með sex snertimörk og fimm þeirra eru yfir fjörutíu jarda,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Hann er með yfir 750 jarda í fyrstu sex leikjunum. Hvaða þvæla er þetta,“ spurði Maggi Peran. „Hann sat allt síðasta tímabil og spilaði ekki ein einustu mínútu. Menn töluðu um að þetta væri hættulegt fyrir hann, gæti orðið ryð í honum. Gleymið hugmyndinni. Hann er búinn að spila eins og hann sé búinn að spila þarna í fjögur til fimm ár,“ sagði Maggi Peran. „Þeir þekkjast bara svo vel og hann leitar svo mikið að honum. Það er bara að ganga. Gæinn er stór og sterkur og hann grípur allt,“ sagði Maggi Peran. Það má allt spjallið þeirra um Bengals tvíeykið hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
Leikstjórnandinn Joe Burrow er á sínu öðru ári með Cincinnati Bengals liðinu en útherjinn Ja'Marr Chase er nýliði. Þeir þekkjast mjög vel enda spiluðu þeir saman hjá Louisiana State University og urðu þar háskólameistarar saman. „Við erum búnir að vera bíða eftir því að það komi smá líf þarna í borginni. Þeir eru eins og rúgbrauð og kæfa því þeir passa svo vel saman þarna, Chase og Burrow. Við þekkjum ævintýrið. Þeir eru búnir að vera saman í gegnum háskólaboltann og köstuðu fyrir endalausum snertimörkum þar. Ég er ógeðslega spenntur fyrir að sjá hvað þeir gera,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. Klippa: Lokasóknin: Ævintýralega gott samband milli leikstjórnandans og nýliðans hjá Bengals Cincinnati Bengals vann 41-17 sigur á Baltimore Ravens um síðustu helgi og hefur þar með unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Ravens liðið var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. „Við höfum verið að bíða eftir því að Bengalsliðið fengi stórt próf og það verður ekkert mikið stærra próf heldur en þetta. Baltimore var eitt heitasta liðið í deildinni en Burrow endar með þrjú snertimörk og aðeins einn tapaðan bolta. Þessi strákur hér, Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja? Hann grípur átta af tíu sendingum og fer yfir tvö hundruð jarda. Hann er kominn með sex snertimörk og fimm þeirra eru yfir fjörutíu jarda,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Hann er með yfir 750 jarda í fyrstu sex leikjunum. Hvaða þvæla er þetta,“ spurði Maggi Peran. „Hann sat allt síðasta tímabil og spilaði ekki ein einustu mínútu. Menn töluðu um að þetta væri hættulegt fyrir hann, gæti orðið ryð í honum. Gleymið hugmyndinni. Hann er búinn að spila eins og hann sé búinn að spila þarna í fjögur til fimm ár,“ sagði Maggi Peran. „Þeir þekkjast bara svo vel og hann leitar svo mikið að honum. Það er bara að ganga. Gæinn er stór og sterkur og hann grípur allt,“ sagði Maggi Peran. Það má allt spjallið þeirra um Bengals tvíeykið hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira