Ræður fólki frá því að kaupa sér flatnefjuð gæludýr Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2021 21:00 Hanna María Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ. Pug-hundar, eins og sá sem sést á myndinni til hægri, glíma sumir við alvarleg heilsufarsvandamál vegna óvarlegrar ræktunar. Vísir/Arnar Örkumlun og styttri lífími er á meðal þess sem getur fylgt flötu trýni, sem ræktað hefur verið upp í ýmsum gæludýrategundum. Dýralæknir ræður fólki frá því að fá sér slík dýr og kallar eftir stefnubreytingu hjá ræktendum. Pug-hundar eins og sá sem fréttamaður heldur á í meðfylgjandi myndskeiði eru ein vinsælasta hundategund á Íslandi. Þeir eru þekktir fyrir afbragðsgott geðslag en geta glímt við alvarlega heilsukvilla. Þar má nefna öndunarerfiðleika, vandræði með húðfellingar, tennur og hitastjórnun. Þetta má helst rekja til þess að trýni hundanna, sem og annarra vinsælla tegunda á borð við boxer, bolabíta og suma persneska ketti, hefur verið ræktað til að vera óeðlilega stutt og klesst. Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir hjá Dýralæknaspítalanum í Garðabæ segir þessa ræktunarstefnu stefna velferð dýranna í voða - en tekur þó fram að ræktendur vilji flestir vel. „Sumir þessara hunda fá svokallað hemivertibrae og þeir hljóta örkuml, þeir geta lamast inn á milli, lamast varanlega og þetta eru dýr sem eru eins til fjögurra ára sem er náttúrulega enginn líftími.“ Fimm sentímetra trýni myndi breyta miklu Vandinn liggi í því að dýr með stutt og kubbsleg trýni fái framgang á sýningum - og þannig framgang í ræktun. Hanna bendir á að Evrópusambandið hafi unnið að tillögum, þar sem ekki megi rækta undan dýrum með ýkt útlitseinkenni sem hafi áhrif á heilsu þeirra. „Við hljótum að vilja skoða þetta mjög ígrundað, þannig að við getum öll allavega gengið út frá því að við eigum dýrin okkar í að minnsta kosti átta til tólf ár,“ segir Hanna. „Það myndi breyta miklu fyrir þessi dýr að hafa þó ekki nema fimm til sjö sentímetra trýni, versus jafnvel innfallið trýni sem maður sér í „extreme“ tilfellum.“ Evrópskir dýralæknar lýstu í vikunni yfir áhyggjum af stöðunni og biðluðu til fólks að kaupa ekki flatnefja gæludýr. Hanna tekur heilshugar undir þetta. „Með því að kaupa þau ertu að viðhalda ræktuninni á þeim. Vertu gagnrýninn,“ segir Hanna. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Pug-hundar eins og sá sem fréttamaður heldur á í meðfylgjandi myndskeiði eru ein vinsælasta hundategund á Íslandi. Þeir eru þekktir fyrir afbragðsgott geðslag en geta glímt við alvarlega heilsukvilla. Þar má nefna öndunarerfiðleika, vandræði með húðfellingar, tennur og hitastjórnun. Þetta má helst rekja til þess að trýni hundanna, sem og annarra vinsælla tegunda á borð við boxer, bolabíta og suma persneska ketti, hefur verið ræktað til að vera óeðlilega stutt og klesst. Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir hjá Dýralæknaspítalanum í Garðabæ segir þessa ræktunarstefnu stefna velferð dýranna í voða - en tekur þó fram að ræktendur vilji flestir vel. „Sumir þessara hunda fá svokallað hemivertibrae og þeir hljóta örkuml, þeir geta lamast inn á milli, lamast varanlega og þetta eru dýr sem eru eins til fjögurra ára sem er náttúrulega enginn líftími.“ Fimm sentímetra trýni myndi breyta miklu Vandinn liggi í því að dýr með stutt og kubbsleg trýni fái framgang á sýningum - og þannig framgang í ræktun. Hanna bendir á að Evrópusambandið hafi unnið að tillögum, þar sem ekki megi rækta undan dýrum með ýkt útlitseinkenni sem hafi áhrif á heilsu þeirra. „Við hljótum að vilja skoða þetta mjög ígrundað, þannig að við getum öll allavega gengið út frá því að við eigum dýrin okkar í að minnsta kosti átta til tólf ár,“ segir Hanna. „Það myndi breyta miklu fyrir þessi dýr að hafa þó ekki nema fimm til sjö sentímetra trýni, versus jafnvel innfallið trýni sem maður sér í „extreme“ tilfellum.“ Evrópskir dýralæknar lýstu í vikunni yfir áhyggjum af stöðunni og biðluðu til fólks að kaupa ekki flatnefja gæludýr. Hanna tekur heilshugar undir þetta. „Með því að kaupa þau ertu að viðhalda ræktuninni á þeim. Vertu gagnrýninn,“ segir Hanna.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira