Telja blekkjandi að tala um tengitvinnbíla sem „nýorkubíla“ Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2021 10:21 Tengitvinnbílar hafa verið vinsælir undanfarin ár. Hægt er að stinga þeim í samband og keyra styttri vegalengdir á rafmagni. Rafhlaðan er hins vegar þung og þegar bíllinn eykur á bensíni getur hann eytt meiru en venjulegir bensínbílar. Íslensk stjórnvöld ættu að hætta að nota hugtakið nýorkubíla þar sem undir það falla bílar sem brenna bensíni- og olíu. Náttúruverndarsamtök Íslands telja hugtakið blekkjandi og að það hjálpi ekki til við orkuskipti. Nýorkubílar eru þeir sem ganga að hluta eða heild fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að bæði hreinir rafbílar og tengitvinnbílar, sem hægt er að hlaða en ganga aðallega fyrir jarðefnaeldsneyti, teljast hvorir tveggja nýorkubílar. Í ályktun aðalfundar Náttúruverndarsamtakanna sem fór fram í vikunni er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sökuð um að ýkja árangur ríkisstjórnarinnar í orkuskiptum í samgöngum og villa um fyrir neytendum. Vísa þau til blaðagreinar hennar í sumar þar sem hún sagði hlutfall nýskráðra nýorkubíla hafa verið 45% árið 2020 og að það hafi verið næsthæsta hlutfall slíkra bíla í heiminum á eftir Noregi. Samtökin benda á að tengitvinnbílar séu oft eyðslufrekari en bílar sem ganga fyrir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Rafhlaðan geri þá umtalsvert þyngri. Um leið og hún tæmist keyri bíllinn á bensíni. Samkvæmt núverandi skilgreiningu stjórnvalda teljast 52% nýseldra bíla það sem af er þessu ári nýorkubílar. Hins vegar séu hreinir rafbílar aðeins 24% af heildinni en tengitvinnbílar 28%. „Hið rétta er að 76% nýseldra bíla ganga fyrir mengandi eldsneyti, þar af 28% að hluta,“ segir í ályktun Náttúruverndarsamtakanna. Hvetja þau stjórnvöld til þess að banna innflutning á nýjum bensín- og dísilbílum strax frá og með árinu 2025, þar á meðal tengitvinnbílum. Annars auki stór hluti bílaflotans losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að draga úr henni. Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Nýorkubílar eru þeir sem ganga að hluta eða heild fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að bæði hreinir rafbílar og tengitvinnbílar, sem hægt er að hlaða en ganga aðallega fyrir jarðefnaeldsneyti, teljast hvorir tveggja nýorkubílar. Í ályktun aðalfundar Náttúruverndarsamtakanna sem fór fram í vikunni er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sökuð um að ýkja árangur ríkisstjórnarinnar í orkuskiptum í samgöngum og villa um fyrir neytendum. Vísa þau til blaðagreinar hennar í sumar þar sem hún sagði hlutfall nýskráðra nýorkubíla hafa verið 45% árið 2020 og að það hafi verið næsthæsta hlutfall slíkra bíla í heiminum á eftir Noregi. Samtökin benda á að tengitvinnbílar séu oft eyðslufrekari en bílar sem ganga fyrir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Rafhlaðan geri þá umtalsvert þyngri. Um leið og hún tæmist keyri bíllinn á bensíni. Samkvæmt núverandi skilgreiningu stjórnvalda teljast 52% nýseldra bíla það sem af er þessu ári nýorkubílar. Hins vegar séu hreinir rafbílar aðeins 24% af heildinni en tengitvinnbílar 28%. „Hið rétta er að 76% nýseldra bíla ganga fyrir mengandi eldsneyti, þar af 28% að hluta,“ segir í ályktun Náttúruverndarsamtakanna. Hvetja þau stjórnvöld til þess að banna innflutning á nýjum bensín- og dísilbílum strax frá og með árinu 2025, þar á meðal tengitvinnbílum. Annars auki stór hluti bílaflotans losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að draga úr henni.
Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira