Telja blekkjandi að tala um tengitvinnbíla sem „nýorkubíla“ Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2021 10:21 Tengitvinnbílar hafa verið vinsælir undanfarin ár. Hægt er að stinga þeim í samband og keyra styttri vegalengdir á rafmagni. Rafhlaðan er hins vegar þung og þegar bíllinn eykur á bensíni getur hann eytt meiru en venjulegir bensínbílar. Íslensk stjórnvöld ættu að hætta að nota hugtakið nýorkubíla þar sem undir það falla bílar sem brenna bensíni- og olíu. Náttúruverndarsamtök Íslands telja hugtakið blekkjandi og að það hjálpi ekki til við orkuskipti. Nýorkubílar eru þeir sem ganga að hluta eða heild fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að bæði hreinir rafbílar og tengitvinnbílar, sem hægt er að hlaða en ganga aðallega fyrir jarðefnaeldsneyti, teljast hvorir tveggja nýorkubílar. Í ályktun aðalfundar Náttúruverndarsamtakanna sem fór fram í vikunni er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sökuð um að ýkja árangur ríkisstjórnarinnar í orkuskiptum í samgöngum og villa um fyrir neytendum. Vísa þau til blaðagreinar hennar í sumar þar sem hún sagði hlutfall nýskráðra nýorkubíla hafa verið 45% árið 2020 og að það hafi verið næsthæsta hlutfall slíkra bíla í heiminum á eftir Noregi. Samtökin benda á að tengitvinnbílar séu oft eyðslufrekari en bílar sem ganga fyrir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Rafhlaðan geri þá umtalsvert þyngri. Um leið og hún tæmist keyri bíllinn á bensíni. Samkvæmt núverandi skilgreiningu stjórnvalda teljast 52% nýseldra bíla það sem af er þessu ári nýorkubílar. Hins vegar séu hreinir rafbílar aðeins 24% af heildinni en tengitvinnbílar 28%. „Hið rétta er að 76% nýseldra bíla ganga fyrir mengandi eldsneyti, þar af 28% að hluta,“ segir í ályktun Náttúruverndarsamtakanna. Hvetja þau stjórnvöld til þess að banna innflutning á nýjum bensín- og dísilbílum strax frá og með árinu 2025, þar á meðal tengitvinnbílum. Annars auki stór hluti bílaflotans losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að draga úr henni. Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Nýorkubílar eru þeir sem ganga að hluta eða heild fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að bæði hreinir rafbílar og tengitvinnbílar, sem hægt er að hlaða en ganga aðallega fyrir jarðefnaeldsneyti, teljast hvorir tveggja nýorkubílar. Í ályktun aðalfundar Náttúruverndarsamtakanna sem fór fram í vikunni er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sökuð um að ýkja árangur ríkisstjórnarinnar í orkuskiptum í samgöngum og villa um fyrir neytendum. Vísa þau til blaðagreinar hennar í sumar þar sem hún sagði hlutfall nýskráðra nýorkubíla hafa verið 45% árið 2020 og að það hafi verið næsthæsta hlutfall slíkra bíla í heiminum á eftir Noregi. Samtökin benda á að tengitvinnbílar séu oft eyðslufrekari en bílar sem ganga fyrir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Rafhlaðan geri þá umtalsvert þyngri. Um leið og hún tæmist keyri bíllinn á bensíni. Samkvæmt núverandi skilgreiningu stjórnvalda teljast 52% nýseldra bíla það sem af er þessu ári nýorkubílar. Hins vegar séu hreinir rafbílar aðeins 24% af heildinni en tengitvinnbílar 28%. „Hið rétta er að 76% nýseldra bíla ganga fyrir mengandi eldsneyti, þar af 28% að hluta,“ segir í ályktun Náttúruverndarsamtakanna. Hvetja þau stjórnvöld til þess að banna innflutning á nýjum bensín- og dísilbílum strax frá og með árinu 2025, þar á meðal tengitvinnbílum. Annars auki stór hluti bílaflotans losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að draga úr henni.
Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira