Varar við mikilli hættu í vetur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. október 2021 14:53 Gunnar Geir Gunnarsson deilarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Aðsend Á síðustu árum hefur reglulega verið hamrað á mikilvægi þess að nota hjálm við hjólreiðar. Hjólreiðamenn virðast nota hjálm í auknum mæli en nýtt og jafnvel stærra vandamál hefur nú skotið upp kollinum; rafhlaupahjól. Nú er vetur genginn í garð með tilheyrandi myrkri og hálku á götum borgarinnar. Fyrir notendur rafhlaupahjóla getur færð því orðið reglulega varasöm. „Minnsta hálka getur valdið mjög slæmum slysum á rafhlaupahjólum,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, og telur bagalegt að rafhlaupahjólin séu ekki á nagladekkjum. „Þau [rafmagnshlaupahjólin] eru þannig, að minnstu misfellur láta fólk missa jafnvægið. Það er í raun og veru miklu meiri hætta á að detta á þeim hjólum, af því dekkin eru svo lítil. Þá má lítið út af bregða af því handföngin eru svo stutt. Fólk er með hendurnar svo þétt upp að líkamanum að það nær jafnvel ekki að bera þær fyrir sig ef það dettur,“ segir Gunnar. „Stærra vandamál en reiðhjólin“ Gunnar segir að mikilvægt að allir noti hjálm, hvort sem um reiðhjól eða rafhlaupahjól sé um að ræða. Hjálmnotkun virðist ívið minni þegar rafhlaupahjól eiga í hlut en Gunnar segir að notkun hjálma á „leiguhjólum“ sé nánast engin. Fólk eigi að nota hjálm við öll tilefni. „Við erum að sjá miklu fleiri slys núna, alvarlegri slys, á rafhlaupahjólum heldur en reiðhjólum, sem segir okkur að þetta er orðið í raun stærra vandamál heldur en reiðhjólin. Þar af leiðandi er enn meira áríðandi að menn noti hjálm á þessum tækjum,“ segir Gunnar. Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Það er því ekki að ástæðulausu að Gunnar hafi áhyggjur af komandi vetri, þar sem færð verður líklega töluvert verri en var yfir sumarið. Umferð Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. 3. ágúst 2021 20:25 Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30. október 2021 07:57 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Nú er vetur genginn í garð með tilheyrandi myrkri og hálku á götum borgarinnar. Fyrir notendur rafhlaupahjóla getur færð því orðið reglulega varasöm. „Minnsta hálka getur valdið mjög slæmum slysum á rafhlaupahjólum,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, og telur bagalegt að rafhlaupahjólin séu ekki á nagladekkjum. „Þau [rafmagnshlaupahjólin] eru þannig, að minnstu misfellur láta fólk missa jafnvægið. Það er í raun og veru miklu meiri hætta á að detta á þeim hjólum, af því dekkin eru svo lítil. Þá má lítið út af bregða af því handföngin eru svo stutt. Fólk er með hendurnar svo þétt upp að líkamanum að það nær jafnvel ekki að bera þær fyrir sig ef það dettur,“ segir Gunnar. „Stærra vandamál en reiðhjólin“ Gunnar segir að mikilvægt að allir noti hjálm, hvort sem um reiðhjól eða rafhlaupahjól sé um að ræða. Hjálmnotkun virðist ívið minni þegar rafhlaupahjól eiga í hlut en Gunnar segir að notkun hjálma á „leiguhjólum“ sé nánast engin. Fólk eigi að nota hjálm við öll tilefni. „Við erum að sjá miklu fleiri slys núna, alvarlegri slys, á rafhlaupahjólum heldur en reiðhjólum, sem segir okkur að þetta er orðið í raun stærra vandamál heldur en reiðhjólin. Þar af leiðandi er enn meira áríðandi að menn noti hjálm á þessum tækjum,“ segir Gunnar. Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Það er því ekki að ástæðulausu að Gunnar hafi áhyggjur af komandi vetri, þar sem færð verður líklega töluvert verri en var yfir sumarið.
Umferð Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. 3. ágúst 2021 20:25 Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30. október 2021 07:57 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. 3. ágúst 2021 20:25
Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30. október 2021 07:57