DeMar DeRozan sá til þess að Utah Jazz tapaði sínum fyrsta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2021 09:34 DeMar DeRozan fór fyrir liði Chicago Bulls í nótt. Cole Burston/Getty Images DeMar DeRozan fór fyrir liði Chicago Bulls er liðið varð fyrst allra til að leggja Utah Jazz á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 107-99. Alls fóru fram ellefu leikir í nótt. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik í leik Chicago Bulls og Utah Jazz í nótt, en að loknum tveim leikhlutum var staðan 57-54, Utah í vil. Það var þó helst flottur þriðji leikhluti sem skilaði Chicago sigrinum þar sem þeir héldu andstæðingum sínum í aðeins 15 stigum og settu sjálfir niður 25. Lokatölur urðu eins og áður segir 107-99 og fyrsta tap Utah Jazz á tímabilinu því staðreynd. DeMar DeRozan setti niður 32 stig fyrir Chicago og tók auk þess sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði Jutah var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 30 stig. DeMar DeRozan (32 PTS, 6 REB, 3 AST) and the @chicagobulls defeat the final unbeaten team to improve to 5-1 on the season!Zach LaVine: 26 PTS, 5 REB, 5 ASTNikola Vucevic: 16 PTS, 12 REBDonovan Mitchell: 30 PTS, 7 REB, 6 AST pic.twitter.com/F5sHHxglia— NBA (@NBA) October 31, 2021 Leikur Boston Celtics og Wahington Wizards bauð upp á tvöfalda framlengingu þar sem að þeir síðarnefndu höfðu betur 115-112. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu, en þegar flautað var til hálfleiks höfðu Washington-menn sex stiga forskot. Sama jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að loknum fjórum leikhlutum var allt jafnt, 103-103. Ekki tókst að skilja liðin að í einni framlengingu, svo grípa þurfti til annarrar til að knýja fram sigurvegara. Þar höfðu Washington-menn betur og fögnuðu því góðum þriggja stiga sigri. Bradley Beal fór fyrir sóknarleik Washington og skoraði 36 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en í liði Boston var það Jaylen Brown sem var stigahæstur með 34 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Bradley Beal (36 PTS, 7 REB, 6 AST) and the @WashWizards hold on in double-overtime to extend their win-streak to 3 games!Spencer Dinwiddie: 20 PTS, 9 REBMontrezl Harrell: 20 PTS, 14 REBKyle Kuzma: 17 PTS, 17 REB pic.twitter.com/iEUFZHfNtC— NBA (@NBA) October 31, 2021 Jimmi Butler var atkvæðamestur í liði Miami Heat þegar liðið lagði Memphis Grizzlies með 26 stiga mun, 129-103. Butler setti niður 27 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Miami-menn voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og settu niður hvorki meira né minna en 21 þrist. The @MiamiHEAT get red-hot from distance, knocking down 21 triples in their win over Memphis!Jimmy Butler: 27 PTS, 5 REB, 7 AST, 3 STLTyler Herro: 22 PTS, 6 REB, 5 AST, 4 3PMKyle Lowry: 15 PTS, 5 REB, 8 AST, 4 3PMDuncan Robinson: 15 PTS, 5 REB, 5 3PM pic.twitter.com/tiWbG12Tsm— NBA (@NBA) October 31, 2021 Úrslit næturinnar Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik í leik Chicago Bulls og Utah Jazz í nótt, en að loknum tveim leikhlutum var staðan 57-54, Utah í vil. Það var þó helst flottur þriðji leikhluti sem skilaði Chicago sigrinum þar sem þeir héldu andstæðingum sínum í aðeins 15 stigum og settu sjálfir niður 25. Lokatölur urðu eins og áður segir 107-99 og fyrsta tap Utah Jazz á tímabilinu því staðreynd. DeMar DeRozan setti niður 32 stig fyrir Chicago og tók auk þess sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði Jutah var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 30 stig. DeMar DeRozan (32 PTS, 6 REB, 3 AST) and the @chicagobulls defeat the final unbeaten team to improve to 5-1 on the season!Zach LaVine: 26 PTS, 5 REB, 5 ASTNikola Vucevic: 16 PTS, 12 REBDonovan Mitchell: 30 PTS, 7 REB, 6 AST pic.twitter.com/F5sHHxglia— NBA (@NBA) October 31, 2021 Leikur Boston Celtics og Wahington Wizards bauð upp á tvöfalda framlengingu þar sem að þeir síðarnefndu höfðu betur 115-112. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu, en þegar flautað var til hálfleiks höfðu Washington-menn sex stiga forskot. Sama jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að loknum fjórum leikhlutum var allt jafnt, 103-103. Ekki tókst að skilja liðin að í einni framlengingu, svo grípa þurfti til annarrar til að knýja fram sigurvegara. Þar höfðu Washington-menn betur og fögnuðu því góðum þriggja stiga sigri. Bradley Beal fór fyrir sóknarleik Washington og skoraði 36 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en í liði Boston var það Jaylen Brown sem var stigahæstur með 34 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Bradley Beal (36 PTS, 7 REB, 6 AST) and the @WashWizards hold on in double-overtime to extend their win-streak to 3 games!Spencer Dinwiddie: 20 PTS, 9 REBMontrezl Harrell: 20 PTS, 14 REBKyle Kuzma: 17 PTS, 17 REB pic.twitter.com/iEUFZHfNtC— NBA (@NBA) October 31, 2021 Jimmi Butler var atkvæðamestur í liði Miami Heat þegar liðið lagði Memphis Grizzlies með 26 stiga mun, 129-103. Butler setti niður 27 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Miami-menn voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og settu niður hvorki meira né minna en 21 þrist. The @MiamiHEAT get red-hot from distance, knocking down 21 triples in their win over Memphis!Jimmy Butler: 27 PTS, 5 REB, 7 AST, 3 STLTyler Herro: 22 PTS, 6 REB, 5 AST, 4 3PMKyle Lowry: 15 PTS, 5 REB, 8 AST, 4 3PMDuncan Robinson: 15 PTS, 5 REB, 5 3PM pic.twitter.com/tiWbG12Tsm— NBA (@NBA) October 31, 2021 Úrslit næturinnar Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira