„Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 13:29 Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands. Vísir Dósent í stjórnsýslurétti segir að það verði að vera ljóst að ágalli á meðferð kjörgagna hafi raunverulega haft áhrif á niðurstöðu kosninganna, ef hrófla eigi við niðurstöðunni. Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, telur að líta þurfi til þess hvað gerðist í raun og veru á sunnudeginum örlagaríka, 26. september í Norðvesturkjördæmi. Skoða þurfi hvað gerðist frá fyrri talningu þangað til að endurtalning fór fram. „Það eru ágallar á því hvernig þessi salur var vaktaður, eða honum lokað og hvernig haldið var utan um kjörgögnin þarna. Það eru ágallar á því,“ segir Trausti. Ágallarnir þurfi að hafa haft áhrif á niðurstöðu Niðurstaðan ráðist af því hvort meðferð á kjörgögnum hafi í raun leitt til þess að seinni talningin hafi ekki verið marktæk. Ágallarnir sem fyrir liggja á meðferð atkvæðanna er ekki næg ástæða til að hrófla við niðurstöðunni ein og sér. „Það að vera töluverður vafi. Það verður að vera eitthvað sem bendir til að meðferð kjörgagnanna hafi ekki verið í lagi með þeim hætti að það hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna,“ segir Trausti. Ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram Trausti segir mikilvægt að kerfið bjóði upp á að hægt sé að fara í uppkosningu, það sé lykilatriði í kosningakerfum að geta brugðist við galla. Á sama tíma sé líka mikilvægt að niðurstöður kosningar standi: „Það sé ekki hægt með einhverjum aðferðum að kasta rýrð á þær [kosningarnar] og þurfa að fara að kjósa aftur, bara af því einhver er ósáttur. Það myndi vinna algerlega gegn tilgangi og festu í þessu lýðræðislega kerfi,“ segir Trausti en ítrekar þó að ekki megi forðast endurkosningu vegna óhagræðis, ef verður komist að þeirri niðurstöðu. Næstu dagar undirbúningskjörbréfanefndar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Trausti telur að þingmenn eigi stórt verk fyrir höndum. „Prófið sem að þingmennirnir standa fyrir er hvort þingmenn geti litið tiltölulega hlutlægt á þessi gögn öllsömul og komist að niðurstöðu sem að stenst einhverja prófun almennrar skynsemi eða hvort þeir láta pólitíska stundarhagsmuni ráða því að einhverju leyti hvernig þau greiða atkvæði. Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar,“ segir Trausti en telur þó ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram við úrlausn verkefnisins. Trausti Fannar Valsson var í viðtali á Sprengisandi í dag en viðtalið má hlusta á hér að neðan. Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, telur að líta þurfi til þess hvað gerðist í raun og veru á sunnudeginum örlagaríka, 26. september í Norðvesturkjördæmi. Skoða þurfi hvað gerðist frá fyrri talningu þangað til að endurtalning fór fram. „Það eru ágallar á því hvernig þessi salur var vaktaður, eða honum lokað og hvernig haldið var utan um kjörgögnin þarna. Það eru ágallar á því,“ segir Trausti. Ágallarnir þurfi að hafa haft áhrif á niðurstöðu Niðurstaðan ráðist af því hvort meðferð á kjörgögnum hafi í raun leitt til þess að seinni talningin hafi ekki verið marktæk. Ágallarnir sem fyrir liggja á meðferð atkvæðanna er ekki næg ástæða til að hrófla við niðurstöðunni ein og sér. „Það að vera töluverður vafi. Það verður að vera eitthvað sem bendir til að meðferð kjörgagnanna hafi ekki verið í lagi með þeim hætti að það hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna,“ segir Trausti. Ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram Trausti segir mikilvægt að kerfið bjóði upp á að hægt sé að fara í uppkosningu, það sé lykilatriði í kosningakerfum að geta brugðist við galla. Á sama tíma sé líka mikilvægt að niðurstöður kosningar standi: „Það sé ekki hægt með einhverjum aðferðum að kasta rýrð á þær [kosningarnar] og þurfa að fara að kjósa aftur, bara af því einhver er ósáttur. Það myndi vinna algerlega gegn tilgangi og festu í þessu lýðræðislega kerfi,“ segir Trausti en ítrekar þó að ekki megi forðast endurkosningu vegna óhagræðis, ef verður komist að þeirri niðurstöðu. Næstu dagar undirbúningskjörbréfanefndar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Trausti telur að þingmenn eigi stórt verk fyrir höndum. „Prófið sem að þingmennirnir standa fyrir er hvort þingmenn geti litið tiltölulega hlutlægt á þessi gögn öllsömul og komist að niðurstöðu sem að stenst einhverja prófun almennrar skynsemi eða hvort þeir láta pólitíska stundarhagsmuni ráða því að einhverju leyti hvernig þau greiða atkvæði. Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar,“ segir Trausti en telur þó ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram við úrlausn verkefnisins. Trausti Fannar Valsson var í viðtali á Sprengisandi í dag en viðtalið má hlusta á hér að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41
Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01
Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45