Fertugur Zlatan kom Milan á bragðið gegn góðvini sínum Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2021 22:00 Zlatan fagnar marki sínu í kvöld. UEFA Zlatan Ibrahimović skoraði fyrra mark AC Milan í 2-0 sigri liðsins á Roma í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í kvöld. Þá vann topplið Napoli 1-0 útisigur á Salernitana þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Roma og AC Milan mættust í Róm í kvöld. Zlatan sannaði þar að allt er fertugum fært er hann kom gestunum frá Mílanó yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Var þetta fjögur hundraðasta mark hans á annars mögnuðum ferli. Zlatan Ibrahimovi keeps reaching new milestones at the age of 40. 150 goals scored in Serie A 400 goals in domestic leagues#UCL pic.twitter.com/FUQsmMOH9I— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 31, 2021 Það var hart barist í fyrri hálfleik og alls fóru fjögur gul spjöld á loft en fleiri urðu mörkin ekki. Zlatan hélt svo að hann hefði tvöfaldað forystu gestanna eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik en er markið var skoðað kom í ljós að Svíinn var rangstæður. DEN blicken pic.twitter.com/xGFXEaXHPC— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 31, 2021 Aðeins sjö mínútum síðar var vítaspyrna dæmd á Roger Ibañez, leikmann Roma. Franck Kessie fór á punktinn og kom gestunum 2-0 yfir. Áfram var hart barist og fékk Theo Hernández, varnarmaður Milan, sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins og þar með rautt. Heimamönnum tókst á endanum að nýta sér liðsmuninn en Stephan El Shaarawy minnkaði muninn í uppbótartíma leiksins. Nær komust Rómverjar þó ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna. Var þetta fyrsta tap Mourinho á heimavelli í 43 leikjum. José Mourinho's Serie A record at home:WWWDWWWWDWDWDWWDWWWDWWWWWDWWWWWDDWWWWWWWWWDLMilan end his 43-game unbeaten streak. pic.twitter.com/abAmD2T2Nr— Squawka Football (@Squawka) October 31, 2021 Piotr Zieliński skoraði sigurmark Napoli gegn Salernitana. Grigoris Kastanos fékk rautt spjald í liði heimamanna og Kalidou Koulibaly fékk rautt í liði gestanna. Napoli og AC Milan eru að stinga af á Ítalíu en bæði lið eru með 31 stig að loknum 11 leikjum. Lærisveinar José Mourinho í Róm eru í 5. sæti með 19 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Roma og AC Milan mættust í Róm í kvöld. Zlatan sannaði þar að allt er fertugum fært er hann kom gestunum frá Mílanó yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Var þetta fjögur hundraðasta mark hans á annars mögnuðum ferli. Zlatan Ibrahimovi keeps reaching new milestones at the age of 40. 150 goals scored in Serie A 400 goals in domestic leagues#UCL pic.twitter.com/FUQsmMOH9I— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 31, 2021 Það var hart barist í fyrri hálfleik og alls fóru fjögur gul spjöld á loft en fleiri urðu mörkin ekki. Zlatan hélt svo að hann hefði tvöfaldað forystu gestanna eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik en er markið var skoðað kom í ljós að Svíinn var rangstæður. DEN blicken pic.twitter.com/xGFXEaXHPC— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 31, 2021 Aðeins sjö mínútum síðar var vítaspyrna dæmd á Roger Ibañez, leikmann Roma. Franck Kessie fór á punktinn og kom gestunum 2-0 yfir. Áfram var hart barist og fékk Theo Hernández, varnarmaður Milan, sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins og þar með rautt. Heimamönnum tókst á endanum að nýta sér liðsmuninn en Stephan El Shaarawy minnkaði muninn í uppbótartíma leiksins. Nær komust Rómverjar þó ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna. Var þetta fyrsta tap Mourinho á heimavelli í 43 leikjum. José Mourinho's Serie A record at home:WWWDWWWWDWDWDWWDWWWDWWWWWDWWWWWDDWWWWWWWWWDLMilan end his 43-game unbeaten streak. pic.twitter.com/abAmD2T2Nr— Squawka Football (@Squawka) October 31, 2021 Piotr Zieliński skoraði sigurmark Napoli gegn Salernitana. Grigoris Kastanos fékk rautt spjald í liði heimamanna og Kalidou Koulibaly fékk rautt í liði gestanna. Napoli og AC Milan eru að stinga af á Ítalíu en bæði lið eru með 31 stig að loknum 11 leikjum. Lærisveinar José Mourinho í Róm eru í 5. sæti með 19 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira