Kynferðisbrot muni ekki líðast í framvarðarsveit hestamanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. nóvember 2021 13:00 Guðni Halldórsson formaður Landssambands hestamannafélaga, telur að sambandið hafa tekið rétta ákvörðun í máli landsliðsmannsins. Samsett/Landssamband hestamannafélaga Formaður Landssambands hestamanna segir það hafa verið erfiða ákvörðun að víkja einum fremsta knappa Íslands úr landsliðinu vegna kynferðisbrotamáls. Hann segir ekki verjandi að taka ekki ákvörðun þegar mál af þessum toga koma upp og telur að sambandið hafi tekið rétta ákvörðun. Stjórn og landsliðsnefnd sambandsins tilkynntu í gær að knapanum hafi verið vísað úr landsliðshópinum vegna dóms sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára gamalli stúlku árið 1993. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segist ekki vita til þess að mál af þessum toga hafi komið upp innan sambandsins áður. „Ég held nú að þetta sé stærsta ákvörðun sem að sérsamband hefur þurft að standa frammi fyrir, að víkja sínum stærsta keppenda og stærsta nafni í keppnisgreininni úr landsliði,“ segir Guðni. „Við teljum ekki verjandi fyrir okkur sem eitt af stærstu sérsamböndum innan ÍSÍ að taka ekki á svona málum. Kynferðisbrotamál, sér í lagi þegar kemur að börnum, geta ekki og munu ekki líðast í okkar framvarðarsveit,“ segir hann enn fremur. Guðni segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hann heyrði fyrst af málinu í síðustu viku þegar Mannlíf flutti fréttir af brotum landsliðsmannsins. Í yfirlýsingu frá stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er landsliðsmaðurinn ekki nafngreindur en ljóst er að um sé að ræða knapann Jóhann Rúnar Skúlason. Í fréttum kom einnig fram að Jóhann hafi nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi en að sögn Guðna var helst litið til kynferðisbrotsins við ákvörðunina um að víkja honum úr landsliðinu. Við ákvörðunina var tekið mið af lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en samkvæmt lögunum er óheimilt að velja einstaklinga sem hafa hlotið refsidóma fyrir kynferðisbrot. Að sögn Guðna gildir sú regla ekki beinlínis fyrir landsliðsmenn eða keppendur innan sambanda ÍSÍ en stjórninni hafi fundist einbúið að reglan ætti einnig við um fulltrúa og fyrirmyndir sambandsins. „Það eru auðvitað alltaf einhverjar skiptar skoðanir en það sem kemur til mín alla vega virðast menn vera sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. En það þarf að taka ákvarðanir í erfiðum málum og í mínum huga var ekki möguleiki að taka ekki ákvörðun,“ segir Guðni. Mikil umræða hefur verið um meint kynferðisbrot íþróttamanna, til að mynda landsliðsmanna í knattspyrnu, undanfarið og segir Guðni flesta meðvitaða um þá stöðu sem nú er uppi. „Auðvitað spilar allt inn í sem er hluti af okkar samfélagi og það er öðruvísi umræða og öðruvísi hugsanlega tekið á málum í dag heldur en fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt hvort það hefði verið eitthvað öðruvísi þá ef svona mál hefði komið upp en þetta er staðan í dag,“ segir Guðni. „Þessi ákvörðun var tekin miðað við umhverfi og stöðuna í dag og við stöndum á bak við hana.“ Kynferðisofbeldi Hestar Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Stjórn og landsliðsnefnd sambandsins tilkynntu í gær að knapanum hafi verið vísað úr landsliðshópinum vegna dóms sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára gamalli stúlku árið 1993. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segist ekki vita til þess að mál af þessum toga hafi komið upp innan sambandsins áður. „Ég held nú að þetta sé stærsta ákvörðun sem að sérsamband hefur þurft að standa frammi fyrir, að víkja sínum stærsta keppenda og stærsta nafni í keppnisgreininni úr landsliði,“ segir Guðni. „Við teljum ekki verjandi fyrir okkur sem eitt af stærstu sérsamböndum innan ÍSÍ að taka ekki á svona málum. Kynferðisbrotamál, sér í lagi þegar kemur að börnum, geta ekki og munu ekki líðast í okkar framvarðarsveit,“ segir hann enn fremur. Guðni segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hann heyrði fyrst af málinu í síðustu viku þegar Mannlíf flutti fréttir af brotum landsliðsmannsins. Í yfirlýsingu frá stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er landsliðsmaðurinn ekki nafngreindur en ljóst er að um sé að ræða knapann Jóhann Rúnar Skúlason. Í fréttum kom einnig fram að Jóhann hafi nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi en að sögn Guðna var helst litið til kynferðisbrotsins við ákvörðunina um að víkja honum úr landsliðinu. Við ákvörðunina var tekið mið af lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en samkvæmt lögunum er óheimilt að velja einstaklinga sem hafa hlotið refsidóma fyrir kynferðisbrot. Að sögn Guðna gildir sú regla ekki beinlínis fyrir landsliðsmenn eða keppendur innan sambanda ÍSÍ en stjórninni hafi fundist einbúið að reglan ætti einnig við um fulltrúa og fyrirmyndir sambandsins. „Það eru auðvitað alltaf einhverjar skiptar skoðanir en það sem kemur til mín alla vega virðast menn vera sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. En það þarf að taka ákvarðanir í erfiðum málum og í mínum huga var ekki möguleiki að taka ekki ákvörðun,“ segir Guðni. Mikil umræða hefur verið um meint kynferðisbrot íþróttamanna, til að mynda landsliðsmanna í knattspyrnu, undanfarið og segir Guðni flesta meðvitaða um þá stöðu sem nú er uppi. „Auðvitað spilar allt inn í sem er hluti af okkar samfélagi og það er öðruvísi umræða og öðruvísi hugsanlega tekið á málum í dag heldur en fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt hvort það hefði verið eitthvað öðruvísi þá ef svona mál hefði komið upp en þetta er staðan í dag,“ segir Guðni. „Þessi ákvörðun var tekin miðað við umhverfi og stöðuna í dag og við stöndum á bak við hana.“
Kynferðisofbeldi Hestar Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira