Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 21:47 Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk á skrifstofu Eflingar hafa vitað af ofbeldishótunum starfsmanns í sinn garð en þagað um þær. Vísir/Vilhelm Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt. Sólveig Anna hefur ekki látið fjölmiðla ná í sig í dag eftir að hún tilkynnti skyndilega um afsögn sína í Facebook-færslu í gærkvöldi. Hún vísaði til þess að starfsfólk á skrifstofu hefði lýst yfir vantrausti á hana með ályktun í sumar þar sem það gerði athugasemdir við stjórnarhætti hennar. Starfsfólk Eflingar hefur heldur ekki viljað ræða við fjölmiðla undir nafni í dag. Vísir hafði þó eftir ónafngreindum starfsmanni þar að starfsfólk væri óánægt með að Sólveig Anna hefði gefið út „skotleyfi“ á það með yfirlýsingu sinni í gær. Sólveig Anna bregst við þeim ummælum í langri Facebook-færslu sem hún birti nú á tíunda tímanum. Þar segir hún að henni hafi verið greint frá orðum karlkyns starfsmanns á skrifstofu Eflingar sem hafi lýst því við annan starfsmann um að hann væri að hugsa um að fara heim til hennar og vinna henni skaða „sem var ekki lýst nánar en voru augljóslega einhvers konar ofbeldi“. Henni hafi verið sagt frá þessu á fundi fyrir ríflega tveimur vikum. „Hann lét fylgja sögunni, þegar hann lýsti ofbeldishótunum sínum gegn mér, að hann hefði í tvö ár rispað bíl manns sem honum var illa við. Það sannaði að honum væri alvara og að hann væri fær um að fremja glæp. Hann bætti því við, að hann hefði ekki áhyggjur af að verða dæmdur í fangelsi vegna þess sem hann kynni gera mér, af því að jafnvel þó að hann yrði dæmdur þá þyrfti hann aldrei að sitja inni, þar sem hann væri með hreint sakavottorð,“ skrifar Sólveig Anna sem kannast ekki við að hafa gert nokkuð á hlut mannsins. Náinn fyrrum stjórnendum Sólveig Anna nafngreinir manninn ekki í færslu sinni en segir að sér skiljist að hann sé óánægður með að annar starfsmaður hafi fengið stöðuhækkun sem hann hafi talið sig eiga rétt á. Þá sé „alvitað“ að maðurinn sé náinn fyrrum stjórnendum á skrifstofu Eflingar sem hafi farið með lygar, hótanir um dómsmál og óhróður gegn sér. „Þetta dæmi, sem er staðfest með skriflegum vitnisburði sem liggur inni hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar, er aðeins eitt af mörgum um það ofstæki og þá heift sem þótt hefur eðlilegt að ég sitji undir af hálfu starfsfólks Eflingar frá þeim degi sem ég var kosin sem formaður Eflingar.“ Gefur Sólveig Anna í skyn að hún hafi tilkynnt lögreglu um orðfæri mannsins og að starfsmenn á skrifstofunni hafi vitað af því og rætt það sín á milli. „Þeir munu eflaust ekki kannast lengur við neitt.“ Fullyrðir hún að trúnaðarmaður sem hafi gengið harðast fram í „glórulausum ásökunum gegn mér“ hafi haft vitneskju um það sem hún kallar „hótanir“ mannsins. Standi hjá meðan hún sé beitt ofbeldi Endurtekur Sólveig Anna svo fyrri lýsingar sínar á starfsmannafundi á föstudag þar sem hún gerði starfsfólki að velja á milli þessa að draga ályktun sína frá því í sumar til baka eða að hún segði af sér sem formaður. „Ég hef tekið mína ákvörðun og við hana stend ég. Ég er ekki hlaupast undan merkjum. Ég er einungis að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum hverjar takmarkanir mínar sem manneskju eru, þegar fólk sem ég þarf að geta treyst hefur lýst sig reiðubúið að svipta mig ærunni opinberlega en stendur þögult hjá á meðan ég er sjálf beitt ofbeldi fyrir framan augun á þeim,“ skrifar Sólveig Anna. Ólga innan Eflingar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Sólveig Anna hefur ekki látið fjölmiðla ná í sig í dag eftir að hún tilkynnti skyndilega um afsögn sína í Facebook-færslu í gærkvöldi. Hún vísaði til þess að starfsfólk á skrifstofu hefði lýst yfir vantrausti á hana með ályktun í sumar þar sem það gerði athugasemdir við stjórnarhætti hennar. Starfsfólk Eflingar hefur heldur ekki viljað ræða við fjölmiðla undir nafni í dag. Vísir hafði þó eftir ónafngreindum starfsmanni þar að starfsfólk væri óánægt með að Sólveig Anna hefði gefið út „skotleyfi“ á það með yfirlýsingu sinni í gær. Sólveig Anna bregst við þeim ummælum í langri Facebook-færslu sem hún birti nú á tíunda tímanum. Þar segir hún að henni hafi verið greint frá orðum karlkyns starfsmanns á skrifstofu Eflingar sem hafi lýst því við annan starfsmann um að hann væri að hugsa um að fara heim til hennar og vinna henni skaða „sem var ekki lýst nánar en voru augljóslega einhvers konar ofbeldi“. Henni hafi verið sagt frá þessu á fundi fyrir ríflega tveimur vikum. „Hann lét fylgja sögunni, þegar hann lýsti ofbeldishótunum sínum gegn mér, að hann hefði í tvö ár rispað bíl manns sem honum var illa við. Það sannaði að honum væri alvara og að hann væri fær um að fremja glæp. Hann bætti því við, að hann hefði ekki áhyggjur af að verða dæmdur í fangelsi vegna þess sem hann kynni gera mér, af því að jafnvel þó að hann yrði dæmdur þá þyrfti hann aldrei að sitja inni, þar sem hann væri með hreint sakavottorð,“ skrifar Sólveig Anna sem kannast ekki við að hafa gert nokkuð á hlut mannsins. Náinn fyrrum stjórnendum Sólveig Anna nafngreinir manninn ekki í færslu sinni en segir að sér skiljist að hann sé óánægður með að annar starfsmaður hafi fengið stöðuhækkun sem hann hafi talið sig eiga rétt á. Þá sé „alvitað“ að maðurinn sé náinn fyrrum stjórnendum á skrifstofu Eflingar sem hafi farið með lygar, hótanir um dómsmál og óhróður gegn sér. „Þetta dæmi, sem er staðfest með skriflegum vitnisburði sem liggur inni hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar, er aðeins eitt af mörgum um það ofstæki og þá heift sem þótt hefur eðlilegt að ég sitji undir af hálfu starfsfólks Eflingar frá þeim degi sem ég var kosin sem formaður Eflingar.“ Gefur Sólveig Anna í skyn að hún hafi tilkynnt lögreglu um orðfæri mannsins og að starfsmenn á skrifstofunni hafi vitað af því og rætt það sín á milli. „Þeir munu eflaust ekki kannast lengur við neitt.“ Fullyrðir hún að trúnaðarmaður sem hafi gengið harðast fram í „glórulausum ásökunum gegn mér“ hafi haft vitneskju um það sem hún kallar „hótanir“ mannsins. Standi hjá meðan hún sé beitt ofbeldi Endurtekur Sólveig Anna svo fyrri lýsingar sínar á starfsmannafundi á föstudag þar sem hún gerði starfsfólki að velja á milli þessa að draga ályktun sína frá því í sumar til baka eða að hún segði af sér sem formaður. „Ég hef tekið mína ákvörðun og við hana stend ég. Ég er ekki hlaupast undan merkjum. Ég er einungis að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum hverjar takmarkanir mínar sem manneskju eru, þegar fólk sem ég þarf að geta treyst hefur lýst sig reiðubúið að svipta mig ærunni opinberlega en stendur þögult hjá á meðan ég er sjálf beitt ofbeldi fyrir framan augun á þeim,“ skrifar Sólveig Anna.
Ólga innan Eflingar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira