Ekkert vonleysi hjá Katrínu Tönju þrátt fyrir vonbrigðin um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir náði sér ekki nógu vel á strik á báðum stórmótum ársins. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir var aldrei með í toppbaráttunni á Rogue Invitational CrossFit mótinu og endaði að lokum í fimmtánda sæti. Hún segist vera mjög spennt fyrir framhaldinu þrátt fyrir vonbrigðaár. Katrín Tanja hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru ári 2020 þar sem hún vann silfurverðlaun á heimsleikunum. Á síðustu heimsleikunum endaði hún í tíunda sæti sem var hennar lakasti árangur síðan 2014. Katrín Tanja breytti til í undirbúningnum sínum fyrir mótið í Texas og kom heim til Íslands til að æfa. Hún og Anníe Mist æfðu því saman. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín náði hæst í fimmta sæti í þriðju grein mótsins en var aðeins inn á topp tólf í tveimur greinum af sjö. Katrín viðurkenndi að helgin hafi ekki gengið eins og hún vildi en um leið var enginn uppgjafartónn í henni þegar hún skrifaði stutta færslu inn á Instagram síðu sína. „Ég var ekki upp á mitt besta um helgina en ég geri samt alltaf mitt besta,“ skrifaði Katrín Tanja. „Þvílíkur heiður að fá að keppa á móti þeim bestu í öllum heiminum. Ég á marga ótrúlega keppinauta sem ég fær að glíma við og núna bíður mín heilt tímabil til að halda áfram að byggja mig upp og bæta mig,“ skrifaði Katrín. „Ég gæti ekki verið spenntari fyrir framhaldinu,“ skrifaði Katrín sem þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn en þessi tvöfaldi heimsmeistari á sér marga aðdáendur meðal áhorfanda á stórmótum eins og þessum. Anníe Mist fylgdi eftir bronsinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational CrossFit mótinu um helgina. Hún sendi sinni konu kveðju á Instagram og á íslensku. Þær eiga báðar miklu meira en milljón fylgjendur erlendis og skrifa allar sínar færslur á ensku. Katrín fékk hins vegar íslenska kveðju. „Svo stolt af því að fá að keppa með þér og geta kallað þig allra bestu mína. Þitt attitude (hugarfar) er eitthvað sem við öll ættum að taka til fyrirmyndar,“ skrifaði Anníe Mist. Það má sjá alla færslu Katrínar hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Katrín Tanja hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru ári 2020 þar sem hún vann silfurverðlaun á heimsleikunum. Á síðustu heimsleikunum endaði hún í tíunda sæti sem var hennar lakasti árangur síðan 2014. Katrín Tanja breytti til í undirbúningnum sínum fyrir mótið í Texas og kom heim til Íslands til að æfa. Hún og Anníe Mist æfðu því saman. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín náði hæst í fimmta sæti í þriðju grein mótsins en var aðeins inn á topp tólf í tveimur greinum af sjö. Katrín viðurkenndi að helgin hafi ekki gengið eins og hún vildi en um leið var enginn uppgjafartónn í henni þegar hún skrifaði stutta færslu inn á Instagram síðu sína. „Ég var ekki upp á mitt besta um helgina en ég geri samt alltaf mitt besta,“ skrifaði Katrín Tanja. „Þvílíkur heiður að fá að keppa á móti þeim bestu í öllum heiminum. Ég á marga ótrúlega keppinauta sem ég fær að glíma við og núna bíður mín heilt tímabil til að halda áfram að byggja mig upp og bæta mig,“ skrifaði Katrín. „Ég gæti ekki verið spenntari fyrir framhaldinu,“ skrifaði Katrín sem þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn en þessi tvöfaldi heimsmeistari á sér marga aðdáendur meðal áhorfanda á stórmótum eins og þessum. Anníe Mist fylgdi eftir bronsinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational CrossFit mótinu um helgina. Hún sendi sinni konu kveðju á Instagram og á íslensku. Þær eiga báðar miklu meira en milljón fylgjendur erlendis og skrifa allar sínar færslur á ensku. Katrín fékk hins vegar íslenska kveðju. „Svo stolt af því að fá að keppa með þér og geta kallað þig allra bestu mína. Þitt attitude (hugarfar) er eitthvað sem við öll ættum að taka til fyrirmyndar,“ skrifaði Anníe Mist. Það má sjá alla færslu Katrínar hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira