Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:13 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. Þriðji dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow hófst í morgun með áframhaldandi ávörpum þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir mun stíga á svið upp úr hádegi og kynna stefnu og aðgerðir Íslands í loftslagsmálum. „Meginskilaboð Íslands eru þau að við höfum lögfest markmiðið um kolefnishlutleysi árið 2040 og erum eitt af aðeins ellefu ríkjum sem höfum gert það,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Hann segir að Katrín muni einnig fara yfir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og kynna sameiginlegt markmið okkar með Noregi og Evrópusambandinu um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Umhverfisráðherra fer til Glasgow um helgina og mun taka þátt í seinni hluta ráðstefnunnar í næstu viku þar sem samningaviðræður fara fram. „Þarna eru undir efnisatriði sem snúa að gagnaöflum og mörkuðum með kolefniseiningar, þannig það er verið að reyna leggja lokahönd á að ganga frá atriðum sem út af standa varðandi Parísarsamkomulagið. Við höfum lagt á það áherslu að það sé sífellt gagnsæi í gagnaöflun varðandi kolefnismarkaði, þannig það sé tryggt að þar sé verið að telja kolefniseiningar einu sinni en ekki tvisvar og að við séum með kerfi sem heldur utan um það.“ Guðmundur Ingi segist bjarstýnn á að einhver framfaraskref verði stigin á ráðstefnunni. „En hvort hún skilar okkur nægilega langt - það er hins vegar annað mál. Það er ofboðslega mikilvægt að við sjáum skref tekin í þá átt að við drögum úr því gati sem við eigum enn eftir að fylla upp í. Þannig að við getum klárað það á næstu árum ef það tekst ekki á þessari ráðstefnu,“ segir Guðmundur Ingi. COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Þriðji dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow hófst í morgun með áframhaldandi ávörpum þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir mun stíga á svið upp úr hádegi og kynna stefnu og aðgerðir Íslands í loftslagsmálum. „Meginskilaboð Íslands eru þau að við höfum lögfest markmiðið um kolefnishlutleysi árið 2040 og erum eitt af aðeins ellefu ríkjum sem höfum gert það,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Hann segir að Katrín muni einnig fara yfir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og kynna sameiginlegt markmið okkar með Noregi og Evrópusambandinu um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Umhverfisráðherra fer til Glasgow um helgina og mun taka þátt í seinni hluta ráðstefnunnar í næstu viku þar sem samningaviðræður fara fram. „Þarna eru undir efnisatriði sem snúa að gagnaöflum og mörkuðum með kolefniseiningar, þannig það er verið að reyna leggja lokahönd á að ganga frá atriðum sem út af standa varðandi Parísarsamkomulagið. Við höfum lagt á það áherslu að það sé sífellt gagnsæi í gagnaöflun varðandi kolefnismarkaði, þannig það sé tryggt að þar sé verið að telja kolefniseiningar einu sinni en ekki tvisvar og að við séum með kerfi sem heldur utan um það.“ Guðmundur Ingi segist bjarstýnn á að einhver framfaraskref verði stigin á ráðstefnunni. „En hvort hún skilar okkur nægilega langt - það er hins vegar annað mál. Það er ofboðslega mikilvægt að við sjáum skref tekin í þá átt að við drögum úr því gati sem við eigum enn eftir að fylla upp í. Þannig að við getum klárað það á næstu árum ef það tekst ekki á þessari ráðstefnu,“ segir Guðmundur Ingi.
COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira