Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:13 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. Þriðji dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow hófst í morgun með áframhaldandi ávörpum þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir mun stíga á svið upp úr hádegi og kynna stefnu og aðgerðir Íslands í loftslagsmálum. „Meginskilaboð Íslands eru þau að við höfum lögfest markmiðið um kolefnishlutleysi árið 2040 og erum eitt af aðeins ellefu ríkjum sem höfum gert það,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Hann segir að Katrín muni einnig fara yfir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og kynna sameiginlegt markmið okkar með Noregi og Evrópusambandinu um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Umhverfisráðherra fer til Glasgow um helgina og mun taka þátt í seinni hluta ráðstefnunnar í næstu viku þar sem samningaviðræður fara fram. „Þarna eru undir efnisatriði sem snúa að gagnaöflum og mörkuðum með kolefniseiningar, þannig það er verið að reyna leggja lokahönd á að ganga frá atriðum sem út af standa varðandi Parísarsamkomulagið. Við höfum lagt á það áherslu að það sé sífellt gagnsæi í gagnaöflun varðandi kolefnismarkaði, þannig það sé tryggt að þar sé verið að telja kolefniseiningar einu sinni en ekki tvisvar og að við séum með kerfi sem heldur utan um það.“ Guðmundur Ingi segist bjarstýnn á að einhver framfaraskref verði stigin á ráðstefnunni. „En hvort hún skilar okkur nægilega langt - það er hins vegar annað mál. Það er ofboðslega mikilvægt að við sjáum skref tekin í þá átt að við drögum úr því gati sem við eigum enn eftir að fylla upp í. Þannig að við getum klárað það á næstu árum ef það tekst ekki á þessari ráðstefnu,“ segir Guðmundur Ingi. COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Þriðji dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow hófst í morgun með áframhaldandi ávörpum þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir mun stíga á svið upp úr hádegi og kynna stefnu og aðgerðir Íslands í loftslagsmálum. „Meginskilaboð Íslands eru þau að við höfum lögfest markmiðið um kolefnishlutleysi árið 2040 og erum eitt af aðeins ellefu ríkjum sem höfum gert það,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Hann segir að Katrín muni einnig fara yfir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og kynna sameiginlegt markmið okkar með Noregi og Evrópusambandinu um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Umhverfisráðherra fer til Glasgow um helgina og mun taka þátt í seinni hluta ráðstefnunnar í næstu viku þar sem samningaviðræður fara fram. „Þarna eru undir efnisatriði sem snúa að gagnaöflum og mörkuðum með kolefniseiningar, þannig það er verið að reyna leggja lokahönd á að ganga frá atriðum sem út af standa varðandi Parísarsamkomulagið. Við höfum lagt á það áherslu að það sé sífellt gagnsæi í gagnaöflun varðandi kolefnismarkaði, þannig það sé tryggt að þar sé verið að telja kolefniseiningar einu sinni en ekki tvisvar og að við séum með kerfi sem heldur utan um það.“ Guðmundur Ingi segist bjarstýnn á að einhver framfaraskref verði stigin á ráðstefnunni. „En hvort hún skilar okkur nægilega langt - það er hins vegar annað mál. Það er ofboðslega mikilvægt að við sjáum skref tekin í þá átt að við drögum úr því gati sem við eigum enn eftir að fylla upp í. Þannig að við getum klárað það á næstu árum ef það tekst ekki á þessari ráðstefnu,“ segir Guðmundur Ingi.
COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira