Gagnrýnir 400 milljarða króna skuldir borgarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 15:42 Eyþór Arnalds bendir á að skuldir borgarinnar hafi hækkað um rúma 100 milljarða á kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Fyrri umræða fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir komandi ár og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2022-2026 fer nú fram í borgarstjórn. Stjórnarandstaðan gagnrýnir skuldastöðu Reykjavíkurborgar sem komin er yfir 400 milljarða króna. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur íbúum Reykjavíkur fjölgað um tæplega tvö þúsund mans á síðasta árinu og fjárfestingar á innviðum aldrei verið meiri. Þá hafi fyrirtæki borgarinnar sömuleiðis náð að snúa vörn í sókn og sýnt góða rekstrarafkomu. „Loftslagsmálin, stærsta verkefni samtímans, endurspeglast í öllum aðgerðum og áætlunum borgarinnar. Allt er þetta hluti af áæltun um efnahagslega endurreisn, Græna planið, sem byggir á hugmyndafræði sjálfbærni,“ segir í tilkynningunni. Skuldir borgarinnar aukist um hundrað milljarða á kjörtímabilinu Þrátt fyrir þennan viðsnúning bendir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á að skuldir borgarinnar hafi aukist verulega á kjörtímabilinu. „Í upphafi kjörtímabils voru heildarskuldir borgarinnar 299 milljarðar króna, sem greiða átti niður samkvæmt sáttmála meirihlutans. Í dag eru skuldir borgarinnar komnar yfir 400 milljarða og fara vaxandi,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í yfirlýsingu sem send var út í dag. Stefnt á að greiða niður skuldir frá árinu 2026 Fram kemur í tilkynningunni frá borginni að árin 2020-2022 sé gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu A-hluta. Það megi rekja til efnahagskreppunnar sem fylgdi faraldrinum og magnaukninga einkum í velferðarþjónustu vegna aukinna skuldbindinga sem lagðar séu á sveitarfélög. Gert sé ráð fyrir batnandi rekstrarniðurstöðu frá og með næsta ári en á áætlunartímabilinu muni skuldir og skuldbindingar hækka vegna sóknaráætlunar í fjárfestingum og nauðsynlegrar lántöku. Stefnt sé þó að því í fjármálastefnunni að greiða niður skuldir frá og með árinu 2026. „Áætlunin gerir ráð fyrir því að skuldir borgarinnar fari vaxandi og verði 453 milljarðar árið 2025. Inn í þeirri tölu er hvorki gert ráð fyrir að greiða skuld Orkuveitunnar við Glitni banka upp á 3 milljarða króna, né endurnýjun hreinsistöðva skólps sem ætla má að verði í kring um 20 milljarða fjárfesting fyrir sveitarfélagið Reykjavík,“ segir í yfirlýsingunni frá Eyþóri. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn muni leggja til sölu á 49 prósenta hlut borgarinnar í Gagnaveitunni og sölu á Malbikunarstöðinni Höfða til að borga niður skuldir Reykjavíkurborgar. „Í ofanálagt er fyrirséð að borgin þurfi að finna lausn á sorpvandamálum sínum vegna alls þess sem hefur farið úrseiðis hjá GAJA, gas- og jarðgerðarstöðinni en reikna má með því að kostnaður borgarinnar við brennslustöð geti orðið u.þ.b. 10 milljarðar króna,“ segir Eyþór. Skuldastaða gæti farið yfir 500 milljarða fyrir lok tímabilsins Til viðbótar nefnir hann kostnað við borgralínu, viðhaldskostnað við félagslegt húsnæði í eigu borgarinnar og fleira. „Kostnaður við alla þessa þætti getur numið 40 milljörðum króna á tímabilinu. Það þýðir að skuldir í lok tímabilsins gætu farið yfir 500 milljarða sem er þá u.þ.b. 250 milljörðum meira en að var stefnt á í upphafi.“ Fram kemur í tilkynningu frá borginni að næstu fimm til sjö ár verði lögð áhersla á Græna planið svokallaða. Reykjavík muni vaxa úr vandanum sem faraldurinn hafi skilið eftir sig en í því felist talsverð fjárfesting. „Niðurstöður eru í samræmi við Græna planið sem lagt var fram í fyrra og er sýn borgarinnar til skamms og lengri tíma. Grænum fjárfestingum hefur verið flýtt, við bætum sérstaklega við viðhaldsfé í skóla- og frístundahúsnæði. Verður 25-30 milljörðum varið til þeirra næstu 5-7 ár. Það dugir til að vinna upp það viðhald sem sparað var á árunum eftir hrun,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í tilkynningunni. Meðal þess sem lagt er til í fimm ára áætlun borgarinnar er að náð veðri fram 1% hagræðingu á ári á launakostnaði í gegn um aðhaldsaðgerðir og stafræna umbreytingu á næstu fjórum árum. Þá verði einungis verðbættar samningsbundnar skuldbindingar og hagræðingu náð í rekstiri með miðlægum innkaupum og aðhaldsaðgerðum á tímabilinu 2022-2025. Hægt er að lesa meira um áætlunina hér. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlti Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur íbúum Reykjavíkur fjölgað um tæplega tvö þúsund mans á síðasta árinu og fjárfestingar á innviðum aldrei verið meiri. Þá hafi fyrirtæki borgarinnar sömuleiðis náð að snúa vörn í sókn og sýnt góða rekstrarafkomu. „Loftslagsmálin, stærsta verkefni samtímans, endurspeglast í öllum aðgerðum og áætlunum borgarinnar. Allt er þetta hluti af áæltun um efnahagslega endurreisn, Græna planið, sem byggir á hugmyndafræði sjálfbærni,“ segir í tilkynningunni. Skuldir borgarinnar aukist um hundrað milljarða á kjörtímabilinu Þrátt fyrir þennan viðsnúning bendir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á að skuldir borgarinnar hafi aukist verulega á kjörtímabilinu. „Í upphafi kjörtímabils voru heildarskuldir borgarinnar 299 milljarðar króna, sem greiða átti niður samkvæmt sáttmála meirihlutans. Í dag eru skuldir borgarinnar komnar yfir 400 milljarða og fara vaxandi,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í yfirlýsingu sem send var út í dag. Stefnt á að greiða niður skuldir frá árinu 2026 Fram kemur í tilkynningunni frá borginni að árin 2020-2022 sé gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu A-hluta. Það megi rekja til efnahagskreppunnar sem fylgdi faraldrinum og magnaukninga einkum í velferðarþjónustu vegna aukinna skuldbindinga sem lagðar séu á sveitarfélög. Gert sé ráð fyrir batnandi rekstrarniðurstöðu frá og með næsta ári en á áætlunartímabilinu muni skuldir og skuldbindingar hækka vegna sóknaráætlunar í fjárfestingum og nauðsynlegrar lántöku. Stefnt sé þó að því í fjármálastefnunni að greiða niður skuldir frá og með árinu 2026. „Áætlunin gerir ráð fyrir því að skuldir borgarinnar fari vaxandi og verði 453 milljarðar árið 2025. Inn í þeirri tölu er hvorki gert ráð fyrir að greiða skuld Orkuveitunnar við Glitni banka upp á 3 milljarða króna, né endurnýjun hreinsistöðva skólps sem ætla má að verði í kring um 20 milljarða fjárfesting fyrir sveitarfélagið Reykjavík,“ segir í yfirlýsingunni frá Eyþóri. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn muni leggja til sölu á 49 prósenta hlut borgarinnar í Gagnaveitunni og sölu á Malbikunarstöðinni Höfða til að borga niður skuldir Reykjavíkurborgar. „Í ofanálagt er fyrirséð að borgin þurfi að finna lausn á sorpvandamálum sínum vegna alls þess sem hefur farið úrseiðis hjá GAJA, gas- og jarðgerðarstöðinni en reikna má með því að kostnaður borgarinnar við brennslustöð geti orðið u.þ.b. 10 milljarðar króna,“ segir Eyþór. Skuldastaða gæti farið yfir 500 milljarða fyrir lok tímabilsins Til viðbótar nefnir hann kostnað við borgralínu, viðhaldskostnað við félagslegt húsnæði í eigu borgarinnar og fleira. „Kostnaður við alla þessa þætti getur numið 40 milljörðum króna á tímabilinu. Það þýðir að skuldir í lok tímabilsins gætu farið yfir 500 milljarða sem er þá u.þ.b. 250 milljörðum meira en að var stefnt á í upphafi.“ Fram kemur í tilkynningu frá borginni að næstu fimm til sjö ár verði lögð áhersla á Græna planið svokallaða. Reykjavík muni vaxa úr vandanum sem faraldurinn hafi skilið eftir sig en í því felist talsverð fjárfesting. „Niðurstöður eru í samræmi við Græna planið sem lagt var fram í fyrra og er sýn borgarinnar til skamms og lengri tíma. Grænum fjárfestingum hefur verið flýtt, við bætum sérstaklega við viðhaldsfé í skóla- og frístundahúsnæði. Verður 25-30 milljörðum varið til þeirra næstu 5-7 ár. Það dugir til að vinna upp það viðhald sem sparað var á árunum eftir hrun,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í tilkynningunni. Meðal þess sem lagt er til í fimm ára áætlun borgarinnar er að náð veðri fram 1% hagræðingu á ári á launakostnaði í gegn um aðhaldsaðgerðir og stafræna umbreytingu á næstu fjórum árum. Þá verði einungis verðbættar samningsbundnar skuldbindingar og hagræðingu náð í rekstiri með miðlægum innkaupum og aðhaldsaðgerðum á tímabilinu 2022-2025. Hægt er að lesa meira um áætlunina hér.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlti Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent