Pippen ósáttur við Jordan: „Hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2021 11:01 Scottie Pippen potar í Michael Jordan í ævisögu sinni sem kemur út síðar í þessum mánuði. getty/Raymond Boyd Scottie Pippen er vægast sagt ósáttur með þá mynd sem dregin er upp af honum í heimildaþáttaröðinni The Last Dance sem var sýnd í fyrra og hvernig Michael Jordan er baðaður í dýrðarljóma í henni. Þetta kemur fram í væntanlegri ævisögu Pippens, Unguarded. GQ birti brot úr bókinni í gær þar sem Pippen deilir skoðunum sínum á The Last Dance. Þar er fjallað um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls þar sem gullaldarlið Nautanna steig hinn hinsta dans. Pippen er ekki sáttur með þættina og segir þá aðallega snúast um Jordan og í leiðinni gera lítið úr sér og öðrum leikmönnum Chicago. „Framleiðendurnir gáfu Jordan ristjórnarvald yfir þáttunum. Án þess hefðu þeir ekki litið dagsins ljós. Hann var aðalmaðurinn og leikstjórinn. Michael var staðráðinn í að sýna ungu kynslóðinni að hann hafi verið svo magnaður þegar hann spilaði og betri en LeBron James sem margir telja jafnoka hans ef ekki betri,“ segir Pippen í ævisögunni. „Ég var ekkert meira en leikmunur. Hann kallaði mig besta samherja allra tíma. Hann hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi. Allir þættirnir voru eins: Michael á stalli en samherjarnir fyrir neðan hans. Skilaboðin voru þau sömu og þegar hann kallaði okkur aukaleikarana. Við fengum lítið sem ekkert hrós þegar við unnum en nánast alla gagnrýnina þegar við töpuðum.“ Pippen er einnig ósáttur með að hann og samherjar hans hafi ekkert fengið greitt fyrir aðkomu sína að The Last Dance á meðan Jordan hafi grætt á tá og fingri. „Til að gera þetta enn verra fékk Michael tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þátttöku sína í þáttunum án meðan við samherjar hans fengum ekki krónu, enn ein áminningin um goggunarröðina frá því í gamla daga,“ sagði Pippen. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
GQ birti brot úr bókinni í gær þar sem Pippen deilir skoðunum sínum á The Last Dance. Þar er fjallað um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls þar sem gullaldarlið Nautanna steig hinn hinsta dans. Pippen er ekki sáttur með þættina og segir þá aðallega snúast um Jordan og í leiðinni gera lítið úr sér og öðrum leikmönnum Chicago. „Framleiðendurnir gáfu Jordan ristjórnarvald yfir þáttunum. Án þess hefðu þeir ekki litið dagsins ljós. Hann var aðalmaðurinn og leikstjórinn. Michael var staðráðinn í að sýna ungu kynslóðinni að hann hafi verið svo magnaður þegar hann spilaði og betri en LeBron James sem margir telja jafnoka hans ef ekki betri,“ segir Pippen í ævisögunni. „Ég var ekkert meira en leikmunur. Hann kallaði mig besta samherja allra tíma. Hann hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi. Allir þættirnir voru eins: Michael á stalli en samherjarnir fyrir neðan hans. Skilaboðin voru þau sömu og þegar hann kallaði okkur aukaleikarana. Við fengum lítið sem ekkert hrós þegar við unnum en nánast alla gagnrýnina þegar við töpuðum.“ Pippen er einnig ósáttur með að hann og samherjar hans hafi ekkert fengið greitt fyrir aðkomu sína að The Last Dance á meðan Jordan hafi grætt á tá og fingri. „Til að gera þetta enn verra fékk Michael tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þátttöku sína í þáttunum án meðan við samherjar hans fengum ekki krónu, enn ein áminningin um goggunarröðina frá því í gamla daga,“ sagði Pippen. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira