Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. nóvember 2021 12:03 Viðar telur að starfsfólk Eflingar hafi svipt Sóveigu Önnu ærunni opinberlega. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. Trúnaðarmennirnir sendu ályktun sína til formanns og framkvæmdastjóra Eflingar í byrjun júní í ár. Í henni var óskað eftir vinnustaðafundi og áhyggjum margra starfsmanna Eflingar, sem höfðu leitað til trúnaðarmannanna lýst. Þeir hafi upplifað óöryggi á vinnustað og haft sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Þar tala einhverjir um ótta við að lenda í óvinahóp stjórnendanna eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmenn kvitti undir mannorðsdrepandi ásakanir Viðar Þorsteinsson, sem hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Eflingar, telur þetta óeðlileg vinnubrögð trúnaðarmanna: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum. Og fullyrðingar um kjarasamningsbrot sem enga skoðun standast og kvitta undir það með nafninu sínu og dagsetningu," segir Viðar. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur má þó finna eftirfarandi texta um hlutverk trúnaðarmanna: „Trúnaðarmönnum stéttarfélags ber að gefa félagi því, sem hefur valið þá, skýrslu um umkvartanir verkamanna strax og við verður komið." Starfsmenn hafi svipt Sólveigu ærunni Sólveig Anna hefur ekki viljað tala við fjölmiðla frá því að hún tilkynnti um afsögn sína sem formaður félagsins á Facebook seint á laugardagskvöldi. Í yfirlýsingu sinni þar gagnrýndi hún einnig trúnaðarmennina og starfsmenn Eflingar í heild sinni og taldi þá hafa svipt sig ærunni. Töldu nokkrir starfsmenn hana þar hafa gefið opið skotleyfi á sig. En er Viðar sammála Sólveigu þarna? Hafa starfsmenn eflingar svipt hana ærunni? „Já, þau hafa fyrst og fremst svipt Sólveigu og aðra þá sem hafa verið í forystu félagsins í að gagnrýna kjarasamningsbrot og aðbúnað fólks á vinnustöðum Eflingarfélaga, þau hafa svipt hana og þá forystu trúverðugleika." Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Trúnaðarmennirnir sendu ályktun sína til formanns og framkvæmdastjóra Eflingar í byrjun júní í ár. Í henni var óskað eftir vinnustaðafundi og áhyggjum margra starfsmanna Eflingar, sem höfðu leitað til trúnaðarmannanna lýst. Þeir hafi upplifað óöryggi á vinnustað og haft sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Þar tala einhverjir um ótta við að lenda í óvinahóp stjórnendanna eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmenn kvitti undir mannorðsdrepandi ásakanir Viðar Þorsteinsson, sem hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Eflingar, telur þetta óeðlileg vinnubrögð trúnaðarmanna: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum. Og fullyrðingar um kjarasamningsbrot sem enga skoðun standast og kvitta undir það með nafninu sínu og dagsetningu," segir Viðar. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur má þó finna eftirfarandi texta um hlutverk trúnaðarmanna: „Trúnaðarmönnum stéttarfélags ber að gefa félagi því, sem hefur valið þá, skýrslu um umkvartanir verkamanna strax og við verður komið." Starfsmenn hafi svipt Sólveigu ærunni Sólveig Anna hefur ekki viljað tala við fjölmiðla frá því að hún tilkynnti um afsögn sína sem formaður félagsins á Facebook seint á laugardagskvöldi. Í yfirlýsingu sinni þar gagnrýndi hún einnig trúnaðarmennina og starfsmenn Eflingar í heild sinni og taldi þá hafa svipt sig ærunni. Töldu nokkrir starfsmenn hana þar hafa gefið opið skotleyfi á sig. En er Viðar sammála Sólveigu þarna? Hafa starfsmenn eflingar svipt hana ærunni? „Já, þau hafa fyrst og fremst svipt Sólveigu og aðra þá sem hafa verið í forystu félagsins í að gagnrýna kjarasamningsbrot og aðbúnað fólks á vinnustöðum Eflingarfélaga, þau hafa svipt hana og þá forystu trúverðugleika."
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32
Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22